SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 21

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 21
AFMÆLI Helga Jónsdóttir var aðeins 15 ára þegar hún hóf vinnu í Landsbankanum. Þetta var sumarvinna hennar en hún segist hafa verið svo ung að hún mátti ekki afgreiða viðskiptavini en var sett í að raða reiknings- yfirlitum í umslög. Reiknistofa bankanna var ekki til og flest þurfti að gera handvirkt sem nú er gert í tölvum. „Ég var sumarblóm í Landsbankanum þetta sumar“ segir Helga og rifjar upp hvernig aðstæður voru þegar viðskiptavinirnir stóðu í þvögu fyrir framan gjaldkerann, bankabækurnar runnu í sérstökum rennum frá afgreiðslu til gjaldkeranna og opnað var aftur kl. 16:30 eftir stutta lokun og opið til kl. 19:00. „Það voru engar tölvur hjá okkur og vélarnar voru handsnúnar," bætir hún við og segir breyt- inguna á þeim rúmu 30 árum sem hún hefur unnið í Landsbank- anum vera ótrúlega. „Landsbankinn var ríkisbanki og um banka í eigu ríkisins giltu sérstök lög. Við höfðum t.d. ekki samningsrétt fyrr en 1978 og ég man vel eftir eina verkfallinu sem við fórum í, 3 daga verkfalli árið 1979. Ég var reyndar ekki byrjuð í neinum félags- störfum þá, enda rétt rúmlega tvítug að aldri." Skipulagsbreytingar Helga byrjaði að vinna í Vesturbæjarútibúi, fór svo í aðalbankann og þaðan í endurskoðunardeild. „Ég ferðaðist mikið um landið, heim- sótti útibúin og hafði gríðarlega mikil samskipti við fólk. Svo breyttist starfið mitt en nú er ég komin aftur í deild sem hefur umsjón með útibúum. Það má kannski segja sem svo að ég sé komin í hring." Hún hafði ekki unnið lengi hjá Landsbankanum þegar hún var komin í stjórn starfsmannafélagins. „Ég hef óskaplega gaman af því að vera innan um fólk“ segir hún. „Vinnan í starfsmannafélaginu „Það tók dálítinn tíma að gróa um heilt meðal starfsfólksins. Allt í einu vorum við komin í varnarstarf, þakkaði fyrir það sem maður hafði og jafnvel var það svo að sumir reyndu að láta lítið fyrir sér fara til að halda vinnunni." gengur mikið út á samskipti, að stilla til friðar og vera tengiliður milli stjórnar og starfsfólks og í því felst meðal annars að tilkynna um skipulagsbreytingar. Það urðu miklar skipulagsbreytingar í bankanum 1993 og í kjölfarið var um 70 manns sagt upp. Þetta voru skipanir frá ríkisvaldinu. Bankinn hafði keypt Samvinnubankann og samnýta átti bæði starfsfólk og tæki. Þá hófst ráðningabann og um leið var reynt að fækka fólki enn meir. Þetta voru gríðarlega erfiðir tímar því fólk hafði ekkert annað að fara. Það tók dálítinn tíma að gróa um heilt meðal starfsfólksins. Allt í einu vorum við komin í varnarstarf, þakkaði fyrir það sem maður hafði og jafnvel var það svo að sumir reyndu að láta lítið fyrir sér fara til að halda vinnunni. Fyrir vikið vantar heila kynslóð í bankann, þ.e. í starfsaldri, ekki lífaldri þar sem ekki var ráðið inn nýtt fólk f um 10 ár.“ Einkavæðing Landsbankans Við einkavæðinguna breyttist margt í bankanum. Starfsfólkið fann sig betur metið en áður. „Við fengum t.d. aldrei jólagjafir frá bankan- um á meðan hann var ríkisrekinn en það breyttist við einkavæð- inguna. Eins var það með árshátíðir. Við fengum reyndar alltaf styrk til að halda árshátíðina en það var í hvert sinn eitthvað sem samið var um. Nú er allt í boði bankans, bæði fyrir starfsfólk og maka. Önnur stór breyting og ekki síðri varð þegar feðgarnir keyptu bankann. Sá eldri er daglega í bankanum og sýnir rekstrinum og ekki síður starfsfólkinu og því sem það er að gera áhuga. Aukin menntun Helga segir áberandi hversu stór hluti starfsfólks bankans sé nú með háskólamenntun. „Svo er eitt enn sem breyst hefur verulega en það er að í útibúunum er sífellt færra fólk og þeim hefur reyndar fækkað nokkuð líka. En í staðinn hefur fjölgað verulega í höfuð- stöðvum bankans og ótrúlega margt er nú gert miðlægt. En eitt hefur ekki breyst og það er að bankinn heitir ennþá Landsbanki - sem betur fer! Fyrir það hef ég oft þakkað," segir Helga með áherslu. Á þriðjudögum eldar Helga fisk og býður I mat. Fjölskyldan Helga sem varð fimmtug á árinu, hætti nýlega sem varaformaður SÍB en því starfi hafði hún gegnt um 14 ára skeið. Hún er gift Agli Hólm og til samans eiga þau 5 börn og 8 barnabörn. Fjölskyldan er samhent og hittist t.d. alla þriðjudaga til að borða fisk en Helga segist hafa afskaplega gaman af því að bjóða gestum í mat. „Svo eru að koma jól hjá mér eins og öllum öðrum og þá er að njóta aðventunnar," segir hún að lokum. 21

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.