SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 18

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 18
NÝTT NAFN VRLI Greiðslumiðlun - VISA ísland hefur allt frá upphafi verið í forystu á sínu sviði og tekið mörgum mikilvægum breytingum á 24 ára giftusömum ferli. Þær skípulagsbreytingar sem nú verða á starfseminni miða sem fyrr að framförum í þjónustu, auk þess sem svigrúm eykst fyrir framsæknar lausnir og útrás á alþjóðlega markaði. í nýrri stefnu- mótun segir að VALITOR sé markaðsdrifið þekkingar- og þjónustufyrirtæki með það hlutverk að láta viðskipatvinum í té framúr- skarandi lausnir og þjónustu á sviði greiðslu- miðlunar og stuðla þannig að árangursríkum viðskiptaháttum. Þetta undirstrikar þann metnað okkar og ásetning að hvika hvergi frá arfleifð öryggis í þjónustu okkar. f krafti árvekni og þekkingar ætlum við að bjóða framsækna og eftirsóknarverða þjónustu á alþjóðlegan mælikvarða og vera fyrsti valkostur í samstarfi banka, sparisjóða og söluaðila á íslandi og öðrum völdum mörkuðum. Nýtt skipulag er rammi sem endurspeglar áherslur i rekstrinum. Fyrirtækinu er nú skipt í þrjú afkomusvið: Alþjóðalausnir, Fyrirtækja- lausnir og Kortalausnir. Stoðsvið verða fjögur: Áhættustýring, Fjármálasvið, Upp- lýsingatæknisvið og Þróunar- og kynningar- svið. Með nýju skipulagi er skerpt á ábyrgð og verkaskiptingu innan fyrirtækisins, boð- leiðir einfaldaðar og grunnur lagður að hraðari ákvarðanatöku og aukinni snerpu í þjónustu. Nafnið Greiðslumiðlun - VISA ísland er lýsandi og hefur þjónað sínu hlutverki vel. Nú kalla nýjar áherslur hins vegar á nýtt og þjálla nafn, ekki síst með hliðsjón af sókn fyrirtækisins á markaði utan íslands. VALITOR er nýtt nafn á traustum grunni. Við erum þess fullviss að það muni venjast vel og reynast verðugur arftaki forverans. Á tímum hinna gífurlega öru breytinga sem eiga sér stað allt í kringum okkur getum við ekki spáð fyrir um framtíðina með öruggum hætti. Við verðum að skapa hana. Þessar breytingar á stefnu fyrirtækisins og skipulagi eru afrakstur þeirrar framtíðarsýnar okkar að vaxa og eflast og reyna sífellt á eigin þol- mörk. Við lítum svo á að breytingarnar séu grunnur að góðri þjónustu og arðbærum vexti til framtíðar. Besti mælikvarðinn á hvernig til tekst verður ánægja viðskiptavina. i Höskuldur H. Ólafssson, forstjóri VALITOR 18

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.