SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 9

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 9
NÝTT MERKI Ný ásýnd fyrir nýja tíma SAMTÖK STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Á þingi SÍB 2007 var samþykkt að færa nafn félagsins til nútímlegra horfs. Nýja nafnið, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, endurspeglar aukna fjölbreytni á fjármála- markaðnum og minna vægi landamæra. Við stöndum vörð um hagsmuni allra starfsmanna margskonar fjármálafyrirtækja sem teygja anga sína um allan heim. Skammstöfun nafnsins, SSF, verður heiti þess í daglegu tali. Leiðarljós og kjarnagildi SSF eru traust, þekking og metnaður. Við einsetjum okkur að vera traustsins verð hjá félögum okkar, safna og miðla þekkingu á heimi fjármála og vinnu- markaðnum almennt, og höfum metnað til að efla fólagið til framtíðar. Nýtt merki félagsins endurspeglar kjarnagildi okkar. Pað byggir á einu grunnformi, hringnum, sem táknar samvinnu og stöðugleika, en jafnramt sveigjanleika, skilvirkni og hreyfingu. í merkinu myndar fjórðungur hrings alla hluta skammstöfunarinnar og úr verður auðþekkjanlegt tákn fyrir SSF, í senn nútímalegt og sígilt. Merkið, sem er hannað af Magnúsi Arasyni hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le’Macks, verður innleitt á kynningarefni okkar á næstu mánuðum. 9

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.