SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 17

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 17
NÁM menntun. Mér fannst orðið tímabært að gera eitthvað gagnlegt og skemmtilegt fyrir sjálfa mig og því valdi ég þessa leið. Ég er mjög ánægð með útkomuna og hef fengið margt fleira út úr náminu en bókvitið. Ég hef kynnst mörgum frábærum persónum, bæði kenn- urum og nemendum, og bundist sumum vinarböndum. Sjálfsmynd mín er skýrari og kjarkurinn er meiri. Eftir námið hef ég meiri áhuga og skilning á því sem gerist í vinnunni og þjóðlífinu." Persónan Kristín segist fædd og uppalin á stór- Reykjavi'kursvæðinu. Hún er 51 árs og tveggja barna móðir. “Dóttir mín heitir Jóhanna Bettý og er 23 ára nemi í bygginga- tæknifræði í Háskólanum í Reykjavi1<. Sonur minn heitir Helgi og 18 ára nemi á upplýsinga- og tæknibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Við búum í Reykjavík. Ég var aðeinsl 6 ára þegar ég byrjaði að vinna sem sumarstarfs- maður hjá Búnaðarbanka íslands. Síðan eru liðin ansi mörg ár og ég er enn í sama starfs- umhverfi. Það hefur að vísu breyst mikið, sér- staklega nú á síðustu árum.“ Hvað varðar áhugamál segist Kristín hafa mikla ánægju af því að ferðast, bæði innan- lands og utan. “Ég er að fara í jólaferð til Rudesheim í Þýskalandi að loknu prófi í desember og hlakka mikið til. Ég vil gjarnan ferðast meira en ég hef gert undanfarin ár og ætla ég mér að bæta úr því,“ segir hún að lokum. Sævar Þór Ríkharðsson er sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum í Austurbæjarútibúi Landsbankans. Starf hans felst að mestu í fjármögnunar- og lánaráðgjöf ásamt því að halda góðum samskiptum við þau fyrirtæki sem hann hefur umsjón með. Námið „Ég er í MSc námi í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík og klára það í vor,“ segir Sævar. “Ég lauk einnig BSc í viðskipta- fræðum með vinnu og útskrifaðist úr því námi vorið 2005. MSc námið er skipulagt með það í huga að hægt sé að stunda það með vinnu. Stærsti hluti þess er kenndur af erlendum kennurum sem koma 3-4 sinnum á önn og kenna þá í nokkra daga í senn, t.d. frá miðvikudegi til laugardags. Oftast er kennt eftir hádegi virku dagana og allan laugar- daginn þannig að keyrslan er ansi mikil þá daga. Þess á milli þarf að skila verkefnum eða æfingum. Þegar um er að ræða fög hjá innlendum kennurum er kennt einu sinni í viku, seinnipart dags, frá kl. 16 til 20.“ Nám og vinna Sævar segir sér ganga ágætlega að sinna náminu með vinnu og vinnunni með náminu. „Til þess að geta sinnt krefjandi starfi og stundað námið með, hef ég tekið námið svolítið í skorpum þar sem mikið er að gera í kring um verkefnaskil og próf. Þess á milli eiga vinnan og fjölskyidan minn tíma. Ég reyni að gera þetta svona til þess að fjöl- skyldan fái tíma og svo börnin þurfi ekki að kynnast mér upp á nýtt að námi loknu,“ bætir hann stríðnislega við og heldur svo áfram: „Ef maður ætlar að vinna í þessu umhverfi sem ég er í, er nauðsynlegt að auka samkeppnis- hæfni sína. Einnig eru íslensku fjármálafyrir- tækin orðin svo stór að möguleikarnir eru nánast endalausir og til að geta tekið fullan þátt í því fannst mér nauðsynlegt að mennta mig enn frekar. Það er hagur minn og vonandi bankans líka, sem hefur stutt mjög vel við bakið á mér í náminu og er ég virkilega þakklátur bankanum fyrir það.“ Sævar sjálfur Sævar er fæddur og uppalinn í Reykjavi1<, í Breiðholtinu og býr þar enn. „Ég er í sambúð og á tvo syni sem eru 6 og 11 ára. Ég hef unnið í Landsbankanum í 16 ár og byrjaði þar sem sumarstarfsmaður árið 1988. Hvað varðar áhugamál, er ég mikill ÍR-ingur og æfði handbolta og spilaði með liðinu til 25 ára aldurs. Ég þjálfaði þar líka í mörg ár, allt frá 6. flokki upp í meistaraflokk kvenna. Ég æfði líka fótbolta en þó ekki mjög mikið en hef gaman af því að hitta vini mína í bolta og mæti þegar ég get. Mér finnst gaman að ferðast og góð afslöppun þykir mér að lesa og horfa á kvikmyndir. Síðast en hreint ekki síst er það tíminn með flölskyldunni, sá tími er bæði dýrmætur og frábær." Árangur af raunfærnimati í VOW verkefninu Nú í haust lauk verkefninu Gildi starfa sem SSF ásamt Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi tóku þátt í ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og fleiri aðilum hérlendis og erlendis. Þetta verkefni gekk út á að útbúa aðferðafræði til að meta færni sem þjónustu- fulltrúar hafa áunnið sér í starfi og með margskonar símenntun innan fyrirtækjanna. Einn hluti verkefnisins gekk út á að þátttak- endur útbjuggu eigin færnimöppu þar sem allt er tekið saman sem hver og einn hefur starfað við, námskeið í starfstengdum efnum og áhugamálum, hvaða störf og hvaða áhugamál hver og einn hefur haft. Einnig voru útbúin sérstök færniviðmið sem nýtast við að meta færni í starfi. Miðað er við að þessi gögn séu jafnframt undirbúningur að því að leggja fram gögn sín til mats inn í nám á framhaldsskólastigi. Alls luku nítján þjónustufulltrúar þessu mati í vor og nú í október fóru þrjár af þeim ásamt Sigurði Albert frá SÍB í heimsókn í Viðskiptaháskól- ann á Bifröst til að kynna útkomu verkefnis- ins og fá fyrstu viðbrögð skólans við gögn- um í færnimöppunni. Hulda Rafnarsdóttir umsjónarmaður frumgreinadeildar í fjarnámi kom síðan til Reykjavi"kur og hitti þær þrjár og færði þeim mat skólans á gögnunum. Niðurstaða af viðræðum við skólann á Bifröst er sú að raunfærnimat muni auðvelda og flýta mikið fyrir mati á umsækjanda og þá sérstaklega ef viðkomandi óskar eftir að fá starfsreynslu metna til eininga. Af þessu má sjá að tvímælalaust er ástæða fyrir félags- menn sem hafa unnið gögn sín með þessum hætti að láta reyna á að fá sig metin inn í frumgreinadeild. Rétt er að geta þess að einn þátttakandi í verkefninu lét meta sín gögn inn í MK og var mjög sáttur við niðurstöður þess. Þar með liggur fyrir að tveir skólar hafa fengið til umsagnar gögn úr raunfærnimatinu og báðir hafa tekið sérlega jákvætt í þá aðferðafræði sem þar er lögð til grundvallar við fram- setningu efnis. 17

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.