SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 16

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 16
NÁM Nám með vinnu Inga Dóra Konráðsdóttir vinnur í Kaup- þingi í Garðabæ þar sem hún hefur umsjón með skjalagerð, þinglýsingum, skráningum ýmiskonar, vanskilum og fleiru sem því fylgir. Inga Dóra er Norð- lendingur, alin upp í Vatnsdalnum, bjó á Akureyri en flutti til Reykjavíkur árið 2000. „Ég hafði verið að gutla í kvöldnámi um nokkurra ára skeið og lært m.a. rekstrar- hagfræði, þjóðhagfræði, stærðfræði og bókfærslu en mér fannst mig vanta meiri menntun,“ segir Inga Dóra. „Ég skoðaði það nám sem í boði var og leist vel á hagnýtt viðskipta- og fjármálagreinanám í MK. Það er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og ætlað fólki sem ekki hefur háskólamenntun." Inga Dóra segir námið hafa nýst sér vel í vinnu en einnig eflt sjálfstraust hennar. „Þó ég hafi kunnað sumt af því sem kennt var og verið að vinna á tölvur um margra ára skeið, var svo margt sem ég lærði nýtt. Gerð heima- síðna, hvernig nota á Excel til fulls, hvaða möguleika Word hefur og að gera Þower Point show vel úr garði. Ég gat auðvitað unnið með þessi forrit áður en með þessu lærði ég ansi margt nýtt sem kemur sér vel í vinnu og gerir mig að hæfari starfsmanni." Fyrir mitt leyti finnst mér standa upp úr; enskan, lögfræðin, fjármálamarkaðurinn og tölvukennslan. Kennslan er sniðin að þörfum fólks sem vinnur í fjármálageiranum. Þannig er ekkí kennt fyrstu vikuna í mánuðinum og ekki þann 15. hvers mánaðar þegar álagið er hvað mest. „Það er heilmikið aukaálag að vera í skóla eftir fullan vinnudag og ég er ekki viss um að ég hefði getað þetta með lítil börn,“ segir Inga Dóra. „Ég sá hvað þær sem voru með lítil börn fundu miklu meira fyrir álaginu en við hinar. En hópurinn sem ég var í er gríðarlega skemmtilegur og við hittumst ennþá reglulega." Það er ekki alveg ókeypis að stunda nám og Inga Dóra segir það hafa hjálpað sér mikið að SÍB og bankinn greiddu námskeiðsgjaldið að fullu.“ „Bankinn setti það sem skilyrði að ég væri áfram í tvö ár eftir námið en það er alveg eðlilegt og mér Ijúft að uppfylla - enda ekki á leiðinni eitt eða neitt“, bætir hún við. Kristín Jóhanna Helgadóttir tilheyrir þjónustuhópi í Viðskiptaumsjón hjá Kaupþingi. Starf hennar felst í skráningar- vinnu, daglegri yfirferð og afstemmingu, leiðbeiningum og ráðgjöf vegna bein- greiðslukerfis. Auk þess svarar hún fyrir- spurnum sýslumanna og lögfræðinga vegna þrotabúa, dánarbúa og fjárræðis- sviftinga. Námið „Eftir langt hlé frá skólasetu byrjaði ég í Hagnýtu viðskipta- og flármálagreinanámi í Menntaskólanum í Kópavogi í janúar 2003“, segir Kristín. „Ég var með 18 ára gamalt stúdentspróf og treysti mér ekki til þess að fara beint í háskólanám. Ég hafði um nokkurt skeið verið að leita að einhverju hagnýtu námi sem gæti nýst mér í starfi og brúað bilið yfir í frekara nám og greip því fegins hendi tækifærði sem námið í MK bauð. Það var 2ja ára ngm sem ég lauk í desember 2004. Eftir það tók ég hálfs árs frí. Haustið 2005 byrjaði ég í diplómanámi í Háskólanum í Reykjavík, með áherslu á fjármál og rekstur." Diplomanámið er 45 eininga nám, þ.e. hálft Bs nám. Kristín valdi diplómanám því hún vildi hafa það val að geta lokið námi eftir 45 einingar eða haldið áfram og klárað Bs, þar sem diplómanám í HR er metið að fullu inn í Bs námið. í diplóma í fjármálum og rekstri er, eins og nafnið bendir til, lögð áhersla á stærðfræði, hagfræði og fjármál fyrirtækja, sem henni þóttu mjög áhugaverðar greinar. Námið er 5 annir, tvær haustannir, tvær vor- annir og ein sumarönn, miðað við fullt nám. HMV, háskóli með vinnu, er skipulagður með þarfir vinnandi fólks í huga og er því kennt seinni part dags frá kl. 16:20 fram til kl. 19. Hvert fag er kennt einu sinni í viku á haust- og vorönn en á sumarönn er hvert fag kennt í 4 vikna lotu. Námið er skipulagt miðað við þrjú fög á önn. Þeir sem eru í fullu námi sækja því skólann þrjá daga í viku. Því til viðbótar er heimanám og verkefnavinna, sem oft krefst mikils tíma. Heimili og skóli Kristín segir að sér hafi gengið nokkuð vel að sinna náminu með vinnunni. „Ég hef mætt miklum skilningi hjá samstarfsfélögum mfnum og yfirmönnum varðandi vinnutíma og hef getað mætt í skólann alla daga. Ég hef heldur aldrei orðið vör við ósætti, þó oft væri mikið álag í vinnunni. Mínar persónulegu aðstæður eru þannig að ég hef getað látið námið ganga fyrir. Ég byrjaði í fullu námi og var í þremur fögum fyrstu tvær annirnar. Eftir það hægði ég ferðina, því mér fannst álagið vera of mikið. Ég vil geta notið þess að vera í náminu og haft gaman af, segir hún. „Of mikið álag veldur mér streitu og spillir ánægjunni. Nú á þessari önn er ég aðeins í einu fagi og finnst það frábært. Eftir þessa önn á ég tvö fög eftir og eru þau kennd hvort á sinni önninni, vorönn og sumarönn. Ég mun því, ef allt gengur vel, klára námið næsta sumar og útskrifast um áramótin þar á eftir. Hins vegar eru margir samnemendur mínir í fullu námi með fullri vinnu, eiga stórar fjölskyldur og lítil börn. Ég dáist að dugnaðinum í því fólki. Margir hafa þó minnkað við sig vinnu og einbeita sér að náminu. Sumir eru að sækja tíma bæði með dagskóla- og HMV- nemendum. Ég get ekki neitað því að ég hef oft fundið fyrir álagi og verið mjög þreytt, en uppgjöf hefur aldrei verið inni í myndinni. Stjórnendur skólans styðja mjög vel við alla nemendur sína, með ýmsum aðferðum. Þeir koma til móts við þarfir og óskir nemenda án þess þó að slaka á námskröfunum." Árangurinn „Ég vildi bæta við mig þekkingu og efla mig, bæði persónulega og gagnvart vinnu“, bætir Kristín við. „Ég trúi því líka að launakjörin batni og möguleikar í starfi aukist með aukinni 16

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.