SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 4

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 4
HVAR VARSTU? Bloggað með Jósep Valur Guðlaugsson er tölvunarfræð- ingur sem vinnur hjá CURRON dótturfyrir- tæki SPRON. Þar hefur hann verið að smíða snertilaust kortakerfi sem er m.a. í notkun hjá N1 og Lyfju. Fyrirhugað er einnig að taka kerfið upp á sundstöðum ÍTR á fyrrihluta næsta árs. En Jósep hefur einnig gaman af því að ferðast, sjá eitthvað sem er öðruvísi og kynnast skemmtilegu fólki um allan heim. „Mig langaði að fara eitthvert langt í burtu og mér fannst Mexíkó áhugaverð svo að ég ákvað að fara þangað í þetta sinn. Mig langaði líka að kynnast sjálfum mór betur og fór því einn, skilja sem flest eftir af þessu sem ég þekki hérna og stunda örlitla nafla- skoðun í nýju umhverfi. Þegar ég horfi til baka og skoða fólkið sem ég sóttist eftir kynnum við í ferðinni, opnar það augu mín betur fyrir því hver ég er.“ Jósep gisti á ýmsum stöðum og helst far- fuglaheimilum. Hann kynntist að vonum fjölda manns og segir suma hafa verið skrautlega. „Það var allt frá rugludöllum og upp í vísindamenn," segir hann. Sumir höfðu verið mánuðum og jafnvel árum saman á símanum flakki, einir. Höfðu kannski byrjað norðarlega á hnettinum og héldu svo áfram suður og austur eftir því sem hugur þeirra leitaði." Ooxaca héraðið 01:39 Wednesday 27 December. 2006 í 13 klst akstursfjarlægð er Ooxaca héraðið. Fólkið er einstaklega vinalegt. Stelpurnar horfðu á mig, brostu, flissuðu, sögðu „handsome superman" og álíka orð svo ég gat ekki annað en brosað út í eitt. Ég reyndi að tala og gera mig framm- bærilegan en það gekk brösulega þar til enskumælandi öldungur greip inn í og sagði að hann væri ekki að tala spænsku heldur frumbyggjamál. Matareitrun 05:04 Friday 22 December. 2006 Ég er of slappur til að gera eitthvað í dag. Er að blogga með nefinu, með hita og er að berjast við rúnstykki. Tómas fór með mig til læknis sem lét mig fá lyfjapakka. Segir að ég verði líklegast mikið betri á morgun en taki nokkra daga að verða 100%. Jólin Ferðin tók um hálfan mánuð, þar á meðal öll jólin 2006. „Það var gaman að fylgjast með jólahaldinu og halda upp á jól í stuttbuxum og 30 stiga hita. Mér fannst áberandi hvað trúin er mikil í jólahaldi hjá þeim, líkneski af Maríu mey alls staðar og fallegar skreytingar. Ég sá einnig skraut snjókarla út um allt þrátt fyrir hitann. Ég frótti hjá áströlsku pari sem ég hitti, að kona nokkur sem rekur farfugla- heimili í bænum Tulum hefði ákveðið að halda upp á jólin fyrir ferðalanga. Ég ákvað að taka þátt í þessari hátíð og endaði með því að halda upp á jólin með fólki úr öllum heimshornum." Andstæður MexiTó er land andstæðna að sögn Jóseps. Honum fannst merkilegt að geta verið á gangi eftir götu sem hefði getað verið í hvaða stór- borg sem var en um leið og farið var inn í hliðargötu, var heimurinn allur annar. „Það eru ótrúlegar andstæður þarna. Verðmætamatið er líka allt annað. Ég sá t.d. 400 fm glæsilega höll þar sem nágranninn við hliðina bjó í 50 fm strákofa. Þá var þarna líka subbulegur strákofi en fyrir utan stóð nýr eldrauður jeppi. Fólk leggur alment ekki eins mikla áherslu á að eiga fallegt hús og er meira úti við.“ Tæknin Tækninni er ekki fyrir að fara á þeim stöðum sem Jósep heimsótti en hann lét það ekki á sig fá og forritaði símann sinn þannig að hann gæti notað hann til að blogga. „Það var þægilegt að geta bloggað á þennan máta og leyft fólkinu heima að fylgjast með mér. Eitt sinn þegar ég veiktist bloggaði ég um það og fimm mínútum seinna voru fimm manns búnir að hringja í mig til að kanna hvernig mér leið!“ Jósep segist ánægður með ferðina og er að plana aðra. Hvert farið verður er leyndarmál ennþá en víst er að hann mun halda áfram að lifa í ævintýri þess sem þorir að láta draumana rætast. 4

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.