Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1950, Page 21

Læknablaðið - 01.08.1950, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 79 Venjulega er taliö aö nokkru fleiri karlar en konur sýkist af mænusótt. Hér á landi verður þó ekki séö að greinilegur munur hafi verið á kynjunum í þessu tilliti, en nú sýktust á Akureyri langtum fleiri konur en karlar yfir tvítugsaldur. Auk þess, sem getið er áöur í sambandi við starfrænar trufl- anir, hefur það komið til álita, að t. d. húsmæður hafi öðrum síður getað hlíft sér sem skyldi, er þær kenndu lasleika, og því hafi borið meira á veikinni meðal þeirra. Fer því þó fjarri að nokkuð verði fullyrt um þetta. Dánartala mænusóttarsjúk- iinga hefur verið mjög breyti- leg hér á landi og farið lækk- andi, meðfram vafalaust af því að það hefur farið í vöxt að skrá sjúklinga án lamana. 1924 dóu 19 2'/ skráðra sjúklinga en í faröldrunum 1945 og 1946—47 aðeins 2.7%. Aldrei hafa verið skráðir svo 30 sjúk- lingar eða fleiri á ári að ekki fylgdu dauðsföll, en nú var sjúklingatalan á Akureyri 465 og í öllu héraðinu 488, en eng- inn dó. Hámarki náði faraldurinn seint í nóvember og dó ekki út fyrr en í febrúar. Þó að þessi árstími sé ekki 1 samræmi við það, sem venjulegt er um mænusótt, verður ekki mikið gert úr því, enda eru vetrarfar- aldrar áður kunnir. Það, að ekki tókst að finna virus er sýkt gæti apa í sýnis- hornum af saur frá 12 sjúk- lingum, útilokar aö vísu ekki að um mænusóttarfaraldur hafi verið að ræöa, en frekar dregur það úr líkunum fyrir því að svo hafi verið„ Hér hefur nú verið bent á mörg atriði í háttalagi Akur- eyrarveikinnar, sem eru ólík því, sem vænta hefði mátt af mænusóttarfaraldri. Ekkert eitt þeirra er að vísu með öllu ósamrýmanlegt mænusótt, en þegar á allt er litið, eru af- brigðin svo mörg að ástæða virðist til að ætla að sóttar- orsökin sé allfrábrugðin þeim tegundum mænusóttarvirus, sem kunn eru. Nýverið hefir fundizt nýtt virus (Coxsackie virus), sem virðist geta valdið sjúkdómi á- þekkum vægri mænusótt. Vir- us þetta sýkir ekki apa, en veld- ur sérkennilegum vöðvabreyt- ingum í nýfæddum músarung- um. Lítið er enn kunnugt um einkenni og háttalag faraldra, er þetta virus kann aö valda, Faraldur í Connecticut og Rhode Island í Bandaríkjun- um, sem nýlega hefir verið lýst (4) og Coxsackie virus var tal- ið við riðið, sýnist hafa verið að ýmsu leyti frábrugðinn Ak- ureyrarfaraldrinum. Með því að ekki tókst að finna þetta virus hér, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, þykir ekki líklegt að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.