Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1950, Page 26

Læknablaðið - 01.08.1950, Page 26
84 L -K K X A B L A Ð I í) 5% en er mjög fágæt fyrir 35 ára aldur Það er ekki óalgengt að sjá diverticulosis coli sam- fara neoplasma. Diverticulosis getur röntgenologiskt oft mjög líkzt carcinoma. Samt sem áð- ur er munur sem getur með nokkurri vissu gefið diagnos- is. Dr R. A. Macpherson röntg- en-sérfræðingur hjá okkur seg- ir: 1) í diverticulitis er relief óbreytt, en við ca, er rönd- in slétt. 2) Takmörkin við ca. eru yf- irleitt skörp en óregluleg við diverticulitis. 3) Við diverticulitis er oft 10—-15 cm. stykki af ristl- inum undirlagt en í ca. oftast aðeins 1—5 cm. 4) Diverticula á staðnum gefur örugga diagnosis en að sjá diverticula nærri neoplasma er ekki óal- gengt, 5) Hringlaga krabbamein geta komið fyrir alls stað- ar í colon, en diverticulit- is sem gefur hringlaga de- fect, sést ekki ofan við os ileum. Aðgreining á bráðri obstruction í ristli eða mjógirni. Greining á bráðri lokun á mjógimi eða ristli er venju- lega auðveld. Oft er um bólgu- process að ræða t. d. eftir upp- skurði., Verkir eru miklir og sárir og yfirleitt í miðju ab- domen, ofan við nafla, ef um mjógirni er að ræða. Uppsala kemur fljótt og reynist seinna faecal. Eftir 18 klst. er upp- þemba sérstaklega í mið-ab- domen. Þarmahreyfingar sjást stundum en oftar er hægt að palpera útþandar garnalykkj- ur á staðnum. Myndir af ab- domen sýna loft í mjógirni en ekki í ristli, Við chron. lesion. ir geta þessar breytingar orðið hægt og hægt, t. d. við berkla og regional ileitis, enda er sjaldgæft að þá verði alger ob- struction. Ef volvulus er und- anskilinn þá er obstruction í colon vanalega aðeins eftir margra mánaða sjúkdóm. í flestum tilfellum er hægða- tregða eða niðurgangur með slími og blóði aðal einkenn- in og getur oft staðið mánuð- um saman. Diverticulitis, sér- staklega í colon sigmoideum, getur gefið sömu einkenni. Hiti, verkir, aukinn fjöldi hvítra blóðkorna og stað- bundinn verkur, eru fremur einkennandi fyrir diverticulit- is en cancer. Amöbur, sem sjaldan koma fyrir svona norð- arlega, geta einnig valdið al- gerri hægðastöðvun, en oftast gefur þó heimilisvist á slíkum stöðum grun um það. Stundum er ómögulegt að aðgreina þessa sjúkdóma, jafn- vel við uppskurðinn, og einn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.