Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 8

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 8
220 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Ritstjórnargrein Rannsóknatengt framhaldsnám á íslandi í janúar síðastliðnum var haldin 7. ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands. Þessar ráðstefnur hafa farið vaxandi að um- fangi og gæðum og síðasta ráðstefna vakti verulega athygli meðal annarra deilda Háskóla Islands. Svipaðar vísindaráðstefnur hafa einn- ig verið haldnar á vegum Læknafélags íslands og sérgreinafélaga, svo sem lyflækna, skurð- lækna, augnlækna, heimilislækna auk annarra og endurspegla vaxandi þrótt og áhuga á rann- sóknarstarfsemi meðal íslenskra lækna. Formlegt rannsóknatengt nám var tekið upp við læknadeild Háskóla íslands fyrir um það bil 10 árum að frumkvæði Helga Valdimarssonar prófessors, núverandi deildarforseta lækna- deildar. Þá var komið á fót BS námi þar sem gert var ráð fyrir að stúdent ynni að rannsókn- arverkefni undir umsjón kennara deildarinnar eða sérfræðinga á stofnunum tengdum lækna- deild og jafngilti það nokkurn veginn einu námsári. Þó var gert ráð fyrir að læknaneminn gæti innritast í BS nám jafnhliða hefðbundnu námi í deildinni, ef hann gæti sýnt fram á að hann hefði varið til þess tíma er svaraði til heils skólaárs og fengið birta vísindagrein um rann- sóknarvinnuna. Á þessu tímabili hafa alls 18 læknanemar lokið BS prófi með birtri grein í viðurkenndu tímariti og opinberum fyrirlestri. Mörg þessara BS verkefna hafa reyndar verið svo mikil að umfangi að nálgast hafi MS verk- efni við aðrar deildir Háskóla íslands. Síðustu þrjú árin hefur vinna að rannsóknar- verkefni í 10 vikur verið hluti af námi lækna- nema á fjórða námsári og hefur þessu nám- skeiði lokið með ritgerð og kynningu á verk- efnum á sérstakri rannsóknarráðstefnu. Mörg þessara verkefna hafa síðan orðið uppistaða í greinum sem birst hafa hér í Læknablaðinu. Þetta rannsóknarnámskeið hefur einnig leitt til aukins áhuga læknanema á vísindavinnu og hafa fjölmargir læknanemar unnið áfram að viðkomandi rannsóknarverkefni til BS prófs. Fyrir þremur árum voru samþykktar reglur um MS nám (meistarapróf) við læknadeild Há- skóla íslands. Rétt til að innritast í það nám hafa þeir sem lokið hafa BS prófi í líffræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði eða sjúkraþjálfun frá Háskóla íslands eða öðru háskólaprófi sem læknadeild telur að feli í sér viðeigandi undir- búning til námsins. MS nám er þannig 60 ein- inga framhaldsnám og rannsóknarverkefnið skal vera minnst 30 námseiningar en mest 45, en skipulögð námskeið 15-30 einingar. Náms- kandídat skal dvelja minnst tvö kennslumisseri við læknadeild Háskóla íslands eða stofnun henni tengdri, en námið getur að hluta farið fram við aðra deild Háskóla íslands eða við erlenda háskóla samkvæmt samningi. Námið felur í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögð- um og er ritgerð byggð á eigin rannsóknum hluti námsins. Náminu lýkur síðan með munn- legu prófi (opinn fyrirlestur). MS nám er því að jafnaði tveggja ára nám, enda þótt því megi ljúka á einum vetri og tveimur sumrum. Tveir líffræðingar hafa nú þegar lokið MS námi við læknadeild en 14 eru innritaðir til þessa náms, flestir þeirra líffræðingar, einn hjúkrunarfræð- ingur og einn læknanemi sem þegar hefur lokið BS prófi við læknadeild. Þessir MS kandídatar vinna rannsóknarverkefni sín við mismunandi deildir eða stofnanir læknadeildar (Tilrauna- stöðina að Keldum, Rannsóknarstofu HÍ í ónæmisfræði, Rannsóknarstofu HÍ í lífeðlis- fræði, Rannsóknarstofu HÍ í frumulíffræði, Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði og fleiri). Læknadeild hefur þó ekki fengið sérfjárveit- ingu til rannsóknatengds náms eða framhalds- náms við deildina og hefur það tafið að komið hafi verið upp skipulögðum námskeiðum fyrir MS nema. Þó hafa rannsóknarstofnanir innan læknadeildar konrið upp eigin námskeiðum sem nýtast til MS náms, svo sem Rannsóknar- stofa í ónæmisfræði og fleiri, en að öðru leyti hafa MS nemar þurft að sækja þessi námskeið til annarra deilda háskólans eða til útlanda. Læknadeild greiðir umsjónarkennara í MS

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.