Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 53

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 259 Um „neyðar“ getnaðarvarnir Nýlega hafa alþjóðasamtökin um fjölskylduáætlun (Interna- tional Planned Parenthood Federation, IPPF) gefið út leið- beiningar varðandi notkun getnaðarvarna ef óvarðar sam- farir hafa átt sér stað og þung- unar er ekki óskað (post-coital contraception, stundum nefnt „getnaðarvörn daginn eftir“). Þar sem lítið hefur verið fjallað um þessar getnaðarvarnarað- ferðir á íslandi er hér gerð stutt grein fyrir þeim. Eftir óvarðar samfarir verður þungun hjá allt að 25% kvenna, en þó fer það eftir því á hvaða degi tíðahrings samfarir eiga sér stað. Enginn dagur tíðahrings er fullkomlega „öruggur“. Tvær aðferðir eru tiltækar hér á landi til þess að koma í veg fyrir þung- un við þessar aðstæður. A. Samsetta getnaðar- varnarpillan Samsettar getnaðarvarnar- töflur sem innihalda etýníl- östradíól og levó-norgestrel hafa verið notaðar í nær 20 ár, samkvæmt aðferð sem nefnist Yuzpe aðferðin. Hún felst í því að nota 50 míkróg af etýníl- östradíól og 250 míkróg af levónorgestrel (til í Neogyn- on®) og eru þá gefnar tvær slík- ar töflur eins fljótt og hægt er og ekki síðar en 48 (mest 72) klst. eftir óvarðar samfarir. Tvær töflur til viðbótar eru svo gefnar 12 klst. eftir töku fyrstu tveggja taflnanna. Blæðing verður yfir- leitt tveimur til þremur dögum síðar. Ef pillur með 30 míkróg af etýnílöstradíóli og 150 míkróg af levónorgestreli eru þær einu sem hægt er að fá, er ráðlegt að tvöfalda töflufjöldann þannig að fjórar töflur séu teknar í fyrsta skammti og síðan aðrar fjórar töflur 12 klst. síðar (Microgyn®) eða Gynatrol®). Helst þarf að taka töflurnar innan 48 klst. frá óvörðum sam- förum og öryggi er þá talið nálg- ast 98%. Með óvörðum samför- um er átt við þau tilvik þar sem engar getnaðarvarnir eru not- aðar, þar sem smokkur rifnar eða fer af, ef konan hefur gleymt getnaðarvarnartöflum eða ef um nauðgun er að ræða. Engar frábendingar eru til um notkun þessarar aðferðar. Aukaverkanir eru helstar þær að um það bil helmingur kvenn- anna fær ógleði og ef uppköst verða innan einnar klst. frá töku taflnanna, ætti að endurtaka gjöfina og gefa ógleðiminnk- andi lyf með. Óreglulegar blæð- ingar og spenna í brjóstum eru nokkuð algengar aukaverkanir en í eðli sínu vægar. Nauðsynlegt er að fylgjast með konunum til þess að stað- festa að þungun hafi ekki orðið. Næstu reglulegu blæðingar ættu að koma þegar þeirra var von eða heldur fyrr. Einnig er nauð- synlegt að veita ítarlegri getnað- arvarnarráðgjöf. Verði þungun engu að síður þarf að veita nauðsynlega ráðgjöf um hvaða aðrar leiðir standa til boða og kjósi konan að halda áfram með þungunina er hægt að fullvissa hana um að ekki sé vitað til þess að meðferðin hafi nokkur skað- leg áhrif á fóstrið, né að hún auki áhættu á utanlegsþungun eða hafi áhrif á framtíðarfrjó- semi. B. Lykkjan Hægt er að veita neyðargetn- aðarvörn með því að setja inn koparlykkju innan fimm daga frá óvörðum samförum. Þessi aðferð er sennilega örugg í um 99% tilvika. Hún kemur sér- staklega til álita þegar konan óskar á sama tíma eftir langtíma getnaðarvörn eða ef of seint er að gefa samsettu pilluna, sam- kvæmt því sem sagt var að ofan. Abendingar og frábendingar varðandi lykkjunotkun eru allar þær sömu og fyrir vanalega upp- setningu lykkju. Niðurlag Báðar aðferðirnar verka þannig að þær hafa áhrif á egg- flutning og festingu eggs í leg- slímhúðinni. Pillan getur hindr- að egglos og lykkjan varnar að sæðisfrumur færist upp í eggja- leiðara. I sumum nágrannalandanna eru til sérstakar pakkningar með fjórum töflum til að nota í þessu skyni (PC4® = sama lyf og Neogynon ® en ekki þarf að kaupa heilan 21 töflu pakka). Nokkrar slíkar pakkningar eru til hjá apóteki Landspítalans. Lyfið er ekki enn skráð í þessu formi á Islandi. Ef nota á aðrar samsettar pillur með öðrum skömmtum östradíóls eða öðr- um tegundum prógestógena, er ráðlagt að ráðgast við sérfræð- ing í fæðinga- og kvensjúk- dómafræði. Nokkrar nýjar að- ferðir er verið að rannsaka til nota sem neyðargetnaðarvörn, en engin þeirra hefur enn borist hingað. Reynir Tómas Geirsson prófessor Kvennadeild Landspítalans Heimildir l.IPPF Medical Bulletin, IMAP State- ment on the emergency contraception, 1994; 28: 1-2. 2. Geirsson RT. Tíu aðferðir til að koma í veg fyrir getnað. Reykjavík: Landlæknis- embættið 1991.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.