Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 28
238 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Tafla VIII. Niðurstöður logistískrar aðhvarfsgreiningar. Breytur sem marktœkt greina á milli þjónustu- og hjúkrunar- þarfar hjáþeim einstaklingum sem metnir voru!992 (n= 546). Spágildi fyrir 95% hjúkrunarþörf öryggismörk Líkamlegt heilsufar 6,96 (3,27-14,79) Lyfjagjöf 3,05 (1,50-6,20) Heilabilun 5,91 (2,70-12,93) Hreyfigeta 4,54 (2,10-9,81) Hæfni til að matast 8,13 (3,92-16,86) Hæfni til að klæðast og annast persónuleg þrif 3,63 (1,89-6,99) Stjórn á þvaglátum og hægðum 2,63 (1,21-5,71) daglega eða oft á dag vegna færniskerðingar. Aðhvarfsgreining: Mjög líkar niðurstöður fengust hvort sem logistísk aðhvarfsgreining var byggð á stigagjöfinni eins og hún er byggð upp í vistunarmatinu (R2 = 0,615, sex breytur) eða á einfaldaðri stigagjöf í lægri og hærri stig, samkvæmt töflu VII (R2 = 0,631, sjö breytur). Niðurstöður byggðar á einfaldaðri stigagjöf eru birtar í töflu VIII, en þar eru sjö breytur sem greina marktækt milli þjónustu- og hjúkr- unarþarfar. Spágildi segir til um hversu þungt hver breyta vegur. Ef einstaklingur hefur hærra stig í tilteknum flokki aukast líkurnar, sem spágildinu nemur, á því að hann verði metinn í hjúkrunarþörf fremur en þjónustu- þörf. Aðrar breytur vistunarmatsins en þessar sjö greina ekki marktækt á milli þjónustu- og hjúkrunarþarfar. Með því að nýta hinar sjö sjálfstæðu spá- breytur í aðskilnaðarfalls- (discriminant func- tions) greiningu á einstaklingsmötum frá 1992 reyndust 56 (10,2%) af 546 mötum í Reykjavík ranglega flokkuð samanborið við huglæga nið- urstöðu vistunarmatsins. Heilabilun: í ljós kom að heilabilun var þung á metunum sem ástæða fyrir vistun. Þess vegna var heilabilun sérstaklega athuguð. Af þeim 546 sem metnir voru á árinu 1992 höfðu 280 (51,3%) heilabilun á einhverju stigi og 103 þeirra (18,9%) mikla eða afar mikla. Meiri- hlutinn þurfti á hjúkrunarrými að halda, sem sést af því að tæp 80% þeirra sem metnir voru í hjúkrunarþörf höfðu heilabilun á einhverju stigi, þar af hafði helmingurinn mikla eða afar mikla heilabilun. Stig heilabilunar reyndist ótengt aldri. Heilabilun var innbyrðis tengd öðrum þátt- um, þannig að samfara aukinni heilabilun fjölgaði stigum í öðrum liðum. Með kí-kvaðrat prófum kom fram marktækur munur á stiga- dreifingu í öðrum liðum matsins, miðað við stig heilabilunar, að undanskildri andlegri líð- an, en hún hélst óbreytt þrátt fyrir vaxandi heilabilun. Heilabilun hefur þó mismikil áhrif á aðrar breytur. Aukin heilabilun leiðir eink- um til verra ástands hvað varðar eigin aðstæð- ur, lyfjagjöf, óróleika og afbrigðilega hegðun, hæfni til að matast, hæfni til að klæðast og annast persónuleg þrif og stjórn á þvaglátum og hægðum. Líkamlegt heilsufar helst nokkurn veginn óbreytt þar til heilabilun er komin á hátt stig. Af þeim sem hafa mikla eða afar mikla heilabilun kemst tæpur helmingur af með eftirlit vegna líkamlegs heilsufars vikulega eða sjaldnar. Einnig helst hreyfigeta tiltölulega góð þar til heilabilun er orðin afar mikil, en milli mikillar og afar mikillar heilabilunar fjölgar þeim sem fá sjö eða 10 stig í hreyfigetu nær tvöfalt, úr 28,6% í 53,9%. Aðstæður maka og aðstandenda breytast fyrst marktækt þegar heilabilun er mikil. Vistaðir á árinu 1992: Á árinu 1992 hlutu 172 vistun , 93 í þjónustuhúsnæði og 79 í hjúkrunar- rými. Einstaklingarnir 172 sem hlutu vistun voru bornir saman við þá 416 sem ekki hlutu vistun. Einstaklingar sem voru vistaðir í þjónustu- húsnæði voru með marktækt hærri heildarstig en þeir sem ekki hlutu vistun eða 29,9 að með- altali á móti 25,9. Þörf hafði verið metin brýnni, 60% vistaðra höfðu verið metnir með mjög brýna þörf en 42% meðal óvistaðra. Karlar voru hlutfallslega fleiri meðal vistaðra en óvistaðra (44% á móti 27%), einnig var fráskilið fólk marktækt fleira (13% á móti 4,5%). í þremur undirþáttum var marktækur munur á hópunum, eigin aðstæður og heimilis- aðstæður voru verri og líkamlegt heilsufar var lakara meðal vistaðra. Fólk sem vistað var í hjúkrunarrými var að meðaltali rúmum þremur árum eldra við síð- asta mat en óvistaðir, eða 84,3 ára og fleiri ekkjur og ekklar voru meðal vistaðra (56% á móti 36%). Enginn undirþátta matsins var marktækt verri meðal vistaðra, raunar var hreyfigeta aðeins betri. Heildarstig og þörf höfðu verið metin jöfn. Látnir á árinu 1992: Á árinu 1992 létust 117 einstaklingar sem áður höfðu gengist undir vistunarmat, 36 þeirra höfðu síðast verið metn- ir í þörf fyrir þjónustuvistun og 81 í þörf fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.