Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 56

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 56
262 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Master of Public Health við Háskólann íTromsö Inngangur Frá haustinu 1986 hefur Há- skólinn í Tromsö í Noregi boðið upp á eins árs nám í Master of Public Health eða embættis- lækningum. Hingað til hefur bara einn íslendingur lokið námi frá skólanum enda hafa flestir íslendingar stundað nám í embættislækningum við Heil- brigðisháskólann í Gautaborg og nokkrir í Bretlandi og Bandaríkjunum. Við uppbyggingu og skipu- lagningu námsins hefur verið horft til London School of Hyg- ine og Harvard School of Public Health og er stjórnarformaður skólans með MPH gráðu frá þeim síðarnefnda. Námstilhögun Haustmisserið hefst um 20. ágúst og skiptist í sex mánaða námskeið þar sem kennd eru eftirtalin fög: Tölvunarfræði og tölfræði (ein vika), faraldsfræði og læknisfræðileg tölfræði (fjór- ar vikur), fyrirbyggjandi læknis- fræði (þrjár vikur), stjórnun og skipulagning (tvær vikur), klín- ísk faraldsfræði og heilsuhag- fræði (tvær vikur) og heilbrigð- isfræði (þrjár vikur). Verkefna- skil er við lok hvers hluta og lýkur haustmisseri síðan með prófi úr öllum hlutum. Haustmisserið er talsvert strangt og krefst mikillar vinnu og viðveru. Mikil áhersla er lögð á að nemendur nái tökum á tölfræðiprógramminu Epi-Info enda er það forsenda þess að nemendur geti skrifað masters- ritgerð. Þeim sem vilja er heim- ilt að nota SAS eða SPSS í stað Epi-Info. Á fyrstu þremur vikum vor- misseris er áframhaldandi kennsla í faraldsfræði og læknis- fræðilegri tölfræði ásamt því að undirbúningur að mastersverk- efni hefst af fullum krafti. Frá miðjum febrúar er fyrirlestrarfrí í tvo mánuði sem ætlað er til vinnu að mastersverkefni. Skilafrestur er 15. júní og 1. des- ember ár hvert og í þrjú ár eftir að vormisseri lýkur. Misserinu lýkur síðan með fjögurra vikna námskeiði sem skiptist milli heilsuhagfræði, stjórnunar og skipulagningar. Kostnaður Skólagjöld eru engin, aðeins þarf að greiða innritunargjald að upphæð 8.000 ÍSK til Há- skólans. Húsaleiga á almennum mark- aði er dýr, um 60.000 ÍSK fyrir þriggja herbergja íbúð en á veg- um Félagsstofnunar stúdenta er leiga mun hagstæðari eða um 30.000 ÍSK fyrir íbúð og 19.000 ÍSK fyrir gott herbergi. Fyrir einstakling má reikna með að matarkostnaður sé um 30.000 ÍSK á mánuði. Félagsmenn norska læknafé- lagsins fá styrk sem nægir fyrir eðlilegum útgjöldum við námið. Námið er lánshæft af hálfu Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Aðbúnaður Skólinn er til húsa í nýrri byggingu læknadeildar háskól- ans gegnt sjúkrahúsinu og er aðstaða og aðbúnaður til fyrir- myndar. Hver námsmaður hef- ur sína eigin tölvu og hafa stúd- entar aðgang að aðstöðunni all- an sólarhringinn. Flestir kennarar skólans eru annað hvort á sömu hæð eða næstu hæð fyrir neðan þannig að nem- endur hafa greiðan aðgang að þeim og er mætt með miklum velvilja. Þetta er sennilega ein ástæða þess hve stór hluti nem- enda nær að útskrifast með MPH gráðu eða um 60% sem er talsvert hærra hlutfall en annar- staðar á Norðurlöndum. Há- marksfjöldi nemenda er 20 á hverju ári og eru flestir læknar. Lokaorð Þessi greinargerð er fyrst og fremst hugsuð til að kynna ís- lenskum læknum möguleika á eins árs námi í MPH við Háskól- ann í Tromsö. Reynt hefur verið að greina frá helstu atrið- um en ef einhverjir hafa áhuga á ítarlegri upplýsingum er undir- ritaður fús til að veita þær. Upp- lýsingabæklingur liggur frammi á skrifstofu læknafélaganna, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Kristján Oddsson Prestvatnet Studentheim Olastien 8 A-434 9012 Tromsö Norge Heimasími 90 47 776 84868 Vinnusími 90 47 776 45357

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.