Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 24

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 24
234 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Tafla I. Einstaklingar metnir íþörffyrir vistun 1992. Dreifing stigagjafar við mat á þörffyrir þjónustustig. Þjónustuhúsnæði Fjöldi (%) Meðal- heildarstig Þörf 81 ( 26,6) 14,6 ± 0,8 Brýn þörf 91 ( 29,9) 23,5 ± 0,9 Mjög brýn þörf 132 ( 43,4) 35,6 ± 1,0 Allir 304 (100,0) 26,4 ± 0,8 Hjúkrunarrými Meðal- Fjöldi <%) heildarstig Þörf 11 ( 4,6) 33,6 ± 2,4 Brýn þörf 35 ( 14,4) 43,1 ± 2,2 Mjög brýn þörf 196 ( 81,0) 65,4 ± 1,4 Allir 242 (100,0) 60,7 ± 1,3 Niðurstöðurnar sýna gildi fjölþætts mats á öldruðum, sem tekur í senn tillit til félagslegra, líkamlegra, andlegra þátta og færniþátta. Inngangur Vistunarmat aldraðra hefur verið fram- kvæmt frá vorinu 1991, en það var tekið upp á grundvelli laga um málefni aldraðra frá janúar 1990 og reglugerðar um vistunarmat aldraðra, sem gefin var út í byrjun árs 1990 (1). Sam- kvæmt lögunum má enginn aldraður vistast til langdvalar á stofnun nema að undangengnu mati á þörf. Jafnframt því að uppfylla þessar lagalegu kröfur veitir vistunarmatið innsýn í þær ástæður er búa að baki umsóknum aldr- aðra um langtímavistun. í Reykjavík annast þrír aðilar matið; matshópur á vegum Félags- málstofnunar Reykjavíkur og öldrunarlækn- ingadeildir Borgarspítalans og Landspítalans. Vistunarmati aldraðra hefur áður verið lýst í Læknablaðinu (2). Með vistunarmatinu er lagt mat á fjóra meginþætti; félagslegar aðstæður, líkamlegt atgervi, andlegt atgervi og færni. Undirþættir eru alls 12 og fyrir hvern þátt eru gefin 0-10 stig samkvæmt útgefnum greiningar- lyklum, þar sem hver þáttur og stig er skil- greint sérstaklega. Þannig geta heildarstig orð- ið 120 mest. Einnig leggur matsaðili huglægt mat á þjónustuþörfina, metur hversu brýn hún er (mjög brýn þörf — brýn þörf — þörf ( — ekki þörf)) og hvort þörfinni sé best mætt í þjónustuhúsnæði eða hjúkrunarrými. Vistun- armatið skráir einnig almennar upplýsingar svo sem kyn, hjúskaparstöðu og aldur, auk þess sem matsaðili getur bætt við frekari upp- lýsingum fyrir þá sérstöku stofnun sem verið er að sækja um vistun á. Sú stofnun fær afrit af matinu sem jafngildir umsókn um vistun. Vist- un á stofnunum er frjáls af hálfu stofnananna, svo fremi sem um þörf sé að ræða, en vistunar- matið er haft til viðmiðunar þegar valið er í laus pláss. Grein þessi byggir á gögnum vistunarmats- ins í Reykjavík fyrir árið 1992, en það ár var fyrsta heila árið sem vistunarmat aldraðra var framkvæmt í Reykjavík. í fysta lagi vildum við skoða lýðfræðilega þætti umsækjenda um lang- tímavistun, það er að segja aldur, kyn og hjú- skaparstöðu. I öðru lagi vildum við skoða hina mismunandi þætti vistunarmatsins og varpa þannig ljósi á orsakir vistunarbeiðnanna, ann- Tafla II. Fjöldi einstaklinga sem biðu vistunar íárslok 1992, miðað við mannfjölda áfimm ára aldursbilum og hjúskaparstöðu. Þjónustuhúsnæði. Bið /1000 íbúar Hjúkrunarrými. Bið /1000 íbúar Aldur (ár) Karlar Konur Allir Karlar Konur Allir 65-69 1,6 2,2 1,9 1,6 1,3 1,5 70-74 5,9 10,2 8,3 8,5 10,2 9,4 75-79 13,7 29,0 22,9 12,7 18,0 15,9 80-84 21,5 47,6 38,4 16,6 26,0 22,7 85-89 58,1 73,6 68,3 33,6 50,1 44,5 90+ 48,4 71,0 65,1 56,5 54,0 54,6 65+ 11,7 24,7 19,4 10,4 16,6 14,1 Hjúskaparstaða Ogift(ur) 18,5 31,7 26,8 10,0 19,2 15,8 Gift(ur) 6,9 9,8 8,8 10,6 12,0 11,0 Ekkja/ekkill 28,0 38,1 35,0 12,2 19,5 18,0 Fráskilin(n) 9,0 10,1 9,7 6,8 17,4 13,3

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.