Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1995, Side 40

Læknablaðið - 15.03.1995, Side 40
248 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Um tilvísanir og samninga Með reglugerð um tilvísanir útgefinni 9. febrúar 1995 hefur Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra ákveðið að til- vísanir skuli gefnar út eftir „20. febrúar 1995 vegna heimsókna til sérfrœðinga“. Kostnaðarleg áhrif af tilvísanakerfinu eiga hins vegar ekki að koma fram fyrr en eftir 1. maf 1995, það er þremur vikum eftir kosningar. Enda þótt ráðherrann hefði tekið ákvörðun um að tilvísana- kerfi skyldi tekið upp að nýju á íslandi óskaði hann eftir at- hugasemdum læknasamtak- anna við tilvísanadrögin. I stjórn LR var samstaða um það að óska eftir frekari rökstuðn- ingi fyrir því að taka einmitt nú upp tilvísanakerfi og var ráð- herranum greint frá því með bréfi dagsettu 23. janúar 1995. Markmið ráðherrans með setningu reglugerðar virðast einkum vera tvö, samanber skýrslu nefndar um tilvísanir (apríl 1993); Yfirlýst markmið 1. Að bæta upplýsingaflæði. 2. Að spara í útgjöldum hins op- inbera. Að sögn embættismanna í Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu eru boðskipti milli sérfræðinga og heilsugæslu- lækna slæm. í því sambandi hef- ur verið vitnað til könnunar sem gerð var fyrir um fimm árum á Heilsugæslustöð Seltjarnar- ness. Þessi könnun var ágæt við- leitni til að kanna mikilvægt mál en hún tók aðeins til nokkurra mánaða og var alls ekki nægi- lega umfangsmikil athugun á upplýsingaflæði milli lækna til þess að embættismenn í ráðu- neytinu gætu lagt það til við ráð- herrann að framkvæma nú um- fangsmikla kerfisbreytingu á grunni þessarar athugunar. Er skortur á upplýsingum bundinn við ákveðnar sérgreinar? Hversu mikil eru boðskiptin á milli lækna símleiðis eða með öðrum hætti? Hversu oft eru viðkvæm einkamál ástæða þess að ekki er skrifað bréf? Margt bendir til að staðan sé ekki eins slæm og heilbrigðisráðuneytið heldur fram enda þótt vafalaust megi enn bæta boðskiptin. Vit- að er að kostnaður vegna ritun- ar bréfa, frímerki og fleira er mjög umtalsverður á stærri sér- fræðingastöðvum. A eina af þeim stærstu komu liðlega 1300 sjúklingar í janúar síðastliðinn og vegna þeirra voru skrifuð um 1100 bréf. Athugun á Akureyri nýlega mun hafa leitt í ljós, að sérfræðingar þar skrifa heimilis- lækni bréf um nánast hvern ein- asta sjúkling. Þá virðist hin nýja reglugerð um tilvísanir ekki eiga að hvetja augnlækna til bréfaskrifta því þeir eru undan- þegnirtilvísanaskyldu. Eruþeir þó með um 20% af öllum kom- um til sérfræðinga. Læknasamtökin hljóta að vinna að því að heilbrigðisþjón- ustan sé eins góð og aðgengileg og kostur er um leið og tak- mörkuðu fjármagni til þessarar þjónustu sé varið með sem hag- kvæmustum hætti. Eitthvert „módel“ um heilbriðisþjónustu hefur verið athugað á verk- fræðistofu, að sögn embættis- manna ráðuneytisins, og eftir þá útreikninga voru uppi tilgát- ur um að tilvísanakerfið sparaði hinu opinbera fé, allt að 150 milljónir króna, en líka var uppi tilgáta um að ef til vill sparaðist ekki neitt eins og ráðherrann sjálfur sagði á fundi með lækn- um. Talan 90 -100 milljónir var síðan nefnd í fjárlögum, sem lík- legur sparnaður af tilvísana- kerfinu. Hver getur verið á móti slíkri sparnaðarhugmynd, ef hún er vel rökstudd? Kostnaðar- og hagkvæmnisathugun vantar Þeir læknar, sem hafa lagt það á sig að sækja námskeið eins aðalráðgjafa Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um heilsuhagfræði, prófessors Gav- in Mooney, sjá strax að ráðu- neytið hefur ekki lagt fram neina þá kostnaðar- hag- kvæmniathugun (cost- benefit analysis), sem sannfærir þá sem taka vilja hlutlægt á málinu. Embættismenn ráðuneytisins hafa viðurkennt að í saman- burðinum sé allur kostnaður af sérfræðingsþjónustu borinn saman við rekstrarkostnað ein-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.