Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 12

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 12
224 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 heilsugæslulækni. Sjúklingar komu á göngu- deild einum, þremur, sex og 12 mánuðum eftir rafvendingu. Skráð var í hvaða takti sjúklingar voru, hvaða lyf þeir notuðu, hvort þeir hefðu fengið einkenni um segarek og hjá þeim sem voru á blóðþynningu var spurt um blæðingar- vandamál. Tölfræði: Samanburður milli hópa var gerð- ur með einstefnugreiningu á breytileika (one- way analysis of variance), kíkvaðrat- eða Fis- her’s prófi, eftir því sem við átti. Marktækni- mörk voru sett sem tvíhliða p-gildi < 0,05. Niðurstöður Grunnsjúkdómar: Kransæðasjúkdómur og afleiðingar hans, háþrýstingur og lokusjúk- dómar ásamt lungnasjúkdómum voru algeng- astir (tafla I). Fleiri en ein orsök gat legið að baki hjá sama sjúklingi. Hjá um 15% sjúklinga fannst ekki ákveðin orsök fyrir hjartsláttar- óreglunni. Tæplega 38% höfðu áður farið í rafvendingu. Af 61 sjúklingi er myndaði heild- arhópinn var 41 (67,2%) með gáttatif en 20 (32,8%) með gáttaflökt. Hjá 18 sjúklingum (29,5%) hafði hjartsláttaróreglan staðið skem- ur en eina viku, hjá 35 (57,4%) í meira en viku og hjá átta sjúklingum (13,1%) var varanleiki hjartsláttaróreglu óviss. Frumárangur: Af 61 sjúklingi fóru 47 (77%) í sínustakt við rafvendingu. Enginn sjúklingur fékk einkenni um segarek í tengslum við raf- vendinguna eða fyrir útskrift af sjúkrahúsi. Enginn þeirra grunnsjúkdóma sem tíundaðir eru í töflu I hafði áhrif á það hvort sjúklingur fór í sínustakt eða ekki, og ekki heldur aldur sjúklings eða kyn. Hins vegar hafði tegund hjartsláttaróreglu áhrif; 28 af 41 sjúklingi (68,3%) með gáttatif fóru í sínustakt, en 19 af 20 sjúklingum (95%) með gáttaflökt (p = 0,024). Hversu lengi hjartsláttaróregla hafði varað hafði einnig áhrif því 17 af 18 sjúklingum (94,4%) sem höfðu haft hjartsláttaróreglu skemur en eina viku fóru í sínustakt, en 30 af 43 sjúklingum (69,8%) er höfðu haft hjartslátt- aróreglu lengur en í eina viku eða í óvissan tíma (p = 0,047). Samanburður á hjartastærð á röntgenmynd og niðurstöðum hjartaómunar á þeim er upp- haflega fóru í sínustakt við rafvendingu og þeirra sem ekki fóru, er sýndur í töflu II. Alls voru til röntgenmyndir hjá 48 sjúklingum, þar af fóru 35 í sínustakt. Hjartastærð á röntgen- mynd hafði ekki áhrif á frumárangur. Hjarta- Table I. Baseline characteristics and underlying diseases in the study cohort (n=61) . No. of pts. <%) Sex (men) 45 (73.8) Age (>65 years) 35 (57.4) Type of arrhythmia — atrial fibrillation 41 (67.2) — atrial flutter 20 (32.8) Duration of arrhythmia — < 1 week 18 (29.5) — s 1 week 35 (57.4) — unknown 8 (13.1) Coronary heart disease 29 (47.5) — History of Ml 18 (29.5) — History of CABG 13 (21.3) — Previous PTCA 3 ( 4.9) Heart failure at presentation 13 (21.3) Hypertension 23 (37.7) Valvular heart disease 9 (14.8) — Aortic valve 7 (11.5) — Mitral valve 6 ( 9-8) — Prosthetic valve implant 4 ( 6.6) Pulmonary disease 9 (14.8) Thyrotoxicosis 3 ( 4.9) History of alcohol abuse 3 ( 4.9) Cardiomyopathy 2 ( 3.3) Congenital heart disease 1 ( 1.6) Transplanted heart 1 ( 1.6) Unknown disease 9 (14.8) Previous embolic event 7 (11.5) Previous cardioversion 3 (37.7) Values are number and (%) of patients. CABG=coronary artery bypass graft, MI=myocardial infarct, PTCA=percutaneous transluminal coronary angioplasty. ómun var gerð hjá 60 sjúklingum. Stærð vinstri slegils, veggþykkt, samdráttartruflun í vinstri slegli og stærð vinstri gáttar höfðu ekki áhrif á frumárangur. Lyfjanotkun fyrir rafvendingu: Um 84% sjúk- linga fengu blóðþynningu fyrir rafvendingu, þar af fengu 29 af 61 (47,5%) skammtíma blóð- þynningu með heparín-gjöf sem yfirleitt var hafin daginn fyrir eða sama dag og rafvending var gerð og oftast hætt daginn eftir. Langtíma blóðþynningu með coumadín-lyfjum (dícúm- aróli eða warfaríni) fengu 22 (36,1%) (tafla III). Einnig voru nokkrir sjúklingar einvörð- ungu á acetýlsalicýlsýru (aspirín, magnýl). Af lyfjum gegn hjartsláttaróreglu var rúmlega helmingur sjúklinga á dígóxíni. Yfir þriðjungur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.