Sagnir - 01.06.1997, Síða 82

Sagnir - 01.06.1997, Síða 82
flóarinnar í að dreifa pestarbakteríunni. Gratz og Brown skipa henni í hóp með öflugum smitferjum (effective vector species) þótt til dæmis Beaver o. fl. telji hana ekki hafa gegnt veigamiklu hlutverki í að dreifa pestarsmiti við náttúrleg skil- 3K yrði. Um nagdýraflær á íslandi að fornu og nýju N. fasciatus, sem oft hefur verið nefnd norræna rottufló, er algeng bæði á hagamúsum og húsamúsum á Islandi í dag. Auk jæss hefur hún alloft fundist á brúnrottu. Ekki er vitað til að leitað hafi verið að flónr á svartrottum hér á landi enn sem komið er. Fjölmörg dæmi eru um að N. fasciatus leiti einnig á fólk, einkum þar sem nagdýr hafa haft hreiður sin undir gólfum í mannabústöðunr og flærnar hafa komist Svartrotta (Rattus rattus). upp í íbúðir.4 l>að er vel þekkt að þegar veiðikettir klófesta fugla eða nagdýr flytja flær fórnardýranna sig iðulega yfir á kett- ina sem síðan bera flærnar inn í manna- bústaði. Fyrir skömmu staðfesti höfundur að köttur sem drap rnikið af haganrúsum á sveitabæ í Þingeyjarsýslu hafði borið rottuflær inn í hús þar sem þær síðan lögðust á heimilismenn. Sýkingartilraunir hafa leitt í ljós að N. fasciatus er yfirleitt talin vera nokkuð öfl- 42 ug smitferja pestarbakteríunnar. Suð- ræna rottuflóin X. cheopis er þó talin vera um fjórfalt öflugri smitferja. Þótt N. fasciatus virðist í dag vera algengt nagdýra- sníkjudýr á Islandi og vitað sé að hún leiti af og til á nrenn, er ekki vitað hvenær hún barst fýrst til landsins. Flugsanlegt er að hún hafi borist hingað með músum þegar á landnámsöld en þó er allt eins lík- legt að hún hafi ekki borist til landsins fýrr en á seinni öldum. Ekki er því unnt að fullyrða að N.fasciatus hafi getað verið smitfeija pestarinnar á Islandi á 15. öld en ekki er heldur hægt að útiloka að svo hafi verið. C. a. agyrtes er hér algeng á hagamúsum um land allt og hefur auk þess fundist á brúnrottu. Að tegundin skuli ekki enn hafa fundist á húsamús endurspeglar lík- lega einungis þá staðreynd að óverulegar rannsóknir hafa hingað til verið fram- kvæmdar á íslensku flóafanunni. Liklegt er að C. a. agyrtes hafi borist til landsins með músum strax á landnámsöld. Eins og áður hefur verið getið hafa ekki fundist heimildir um hvort, eða hversu öflug tegundin er sem smitferja pestar- innar. Því skal ekki að svo komnu rnáli fullyrt um þátt hennar í dreifmgu pestar- innar á 15. öld. Mýs og rottur hafa þráfaldlega verið fluttar til landsins í gegnurn aldirnar. Þótt hér hafi ekki verið staðfestar nema tvær tegundir nagdýraflóa er ekki loku fyrir það skotið að enn aðrar tegundir gætu hafa lifað hér á 15. öld, flær sem ef til vill gátu skipt einhverju máli í faraldsfræði pestarinnar. Um þolmörk pestarbakteríunnar Olsen gefur ágætt yfirlit um helstu möguleikana á því hvar, hvernig og hversu lengi pestarbakterían getur lifað í umhverfmu. Lítum nánar á nokkra þess- ara möguleika: 1. Pestarbakterían þolir illa þurrk og sól- arljós. 2. Hún getur lifað umlukin lífrænum efn- um mánuðum saman. I hráka getur hún lifað í 3 mánuði. 3. Getur lifað í flóarskít við herbergishita í 5 vikur og í jarðvegi í allt að 8 vikur. 4. Getur lifað niðri í jarðgöngum og í bælum nagdýra þar sem kalt er í allt að 11 mánuði. 5. Lifir í sýktum flóm sem sjálfar geta lifað vikum saman. Lifir einnig langtímum saman i mörgum öðrum tegundum skordýra. 6. Er að staðaldri í heilbrigðunr smitber- um úr ýmsum hópum nagdýra. Niðurlag Itrekað hefur verið undirstrikað í þessari samantekt að smitleiðir og faraldsfræði pestarbakteríunnar er flókin. Hvort far- aldrar í mönnum ganga sem kýlapest, jöfnum höndum sem kýlapest og lungna- pest eða eingöngu sem lungnapest er ekki einungis nátengt snritferjunum sem lifa á viðkomandi svæðum, einkum þó flóm og nagdýrum, heldur einnig veðurfari og margvíslegum öðrum umhverfisþáttum ogjafnvel siðvenjum mannlegs samfélags. Lítum betur á einn þessara umhverfis- þátta. Veðurskilyrði, einkum hitastig og raki, geta ein sér haft veruleg áhrif á varð- veislutíma smits í umhverfinu. Þar sem kalt er og rakt lengist líftími pestarbakterí- unnar til muna, til dæmis ef hún er umlukin hráka eða einhvegum öðrum líf- rænum efnum. Kuldi hægir líka á lík- amsstarfsemi flóa og lengir líf þeirra rétt eins og annarra lífvera sem ekki hafa jafn- heitt blóð. Þess vegna geta til dæmis manna- eða nagdýraflær, sem smituðust af fólki á heimilum þar sem lungnapest gekk yfir og lagði alla heimilismenn í valinn, einn á eftir öðrum þar til allir voru látnir, komið af stað kýlapestarfaraldri sem síðar getur svo þróast áfram yfir í lungna- pestarfaraldur. Ekki er erfitt að ímynda sér að aðstæður sem þessar hafi ríkt í torfbæj- um þjóðarinnar á 15. öld, þar sem lungna- pest hafði lagt heimilismenn að velli. Siðvenjur mannlegs samfélags, eins og þegar menn koma saman til að fjarlægja lík látinna og grafa, gátu einnig skipt máli. Þá gátu menn hvort senr er smitast af lif- andi bakteríum við úðasmit frá sýktum einstaklingum eða af bakteríum sem þyrl- uðust upp í umhverfinu og í framhaldi af því fengið lungnapest eða þá að þeir fengu kýlapest eftir að hafa verið stungnir af soltnum, smituðum flóm sem ekki höfðu fengið nær- ingu eftir að allir voru látnir á heirn- ilinu. Ekki má held- ur gleyma því að verulegar líkur voru á því að mýs, sem væntanlega voru til staðar í íslenskum torfbæjum eða í næsta nágrenni þeirra á 15. öld, gætu einnig smitast af pest. Sjúkdómurinn gæti síðan hugsan- lega hafa gengið í músastofninum, jafnvel svo mánuðum skipti, og síðan orðið upp- spretta nýrra sjúkdómstilfella í mönnum. „Mýs og rottur hafa þrá- faldlega verið fluttartil landsins í gegnum aldirnar. Þótt hér hafi ekki verið staðfestar nema tvær teg- undir nagdýraflóa er ekki loku fyrir það skotið að enn aðrar tegundir gætu hafa lifað hér á 15. öld ..." 80 SAGNIR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.