Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 3

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 3
ORÐSENDING r til æskufólks á Islandi Bókaíorlögin Helgafell og ísafold hafa undanfarin tvö ár undirbúið út- gáfu ódýrra bókaflokka, sem ætlaðir eru unglingum, einkum skólafólki. Er hér fyrst og fremst um að ræða bókmennta- og listkynningu meðal æskunn- ar. Fyrstu tilraunirnar voru gerðar fyrr á þessu ári með útgáfu ljóða Jónasar og í fyrra ári með Svörtum fjöðrum, og gáfu þær tilraunir mjög góða raun, og sýndu hvorttveggja, að mikill áhugi er fyrir góðum, handhægum bókum, þó gerðar séu í ódýrum útgáfum, og að unnt muni vera að láta slíkar útgáf- ur bera sig, ef viss skilyrði eru fyrir hendi, og hafa þessi tvö forlög þar nokkra sérstöðu. Þó er því aðeins von til þess að verðið geti áfram verið svona lágt, aðeins kr. 20,00 hver bók, að salan sé mjög ör, enda einnig þýðingarlaust að stofna til menningarátaks af þessu tagi, ef ekki er unnt að ná til alls þorra unglinga í landinu. Eins og áður hefir verið tekið fram verða einungis úrvals bækur í „Smá- bókaútgáfunni", og mjög fjölbreytt söfn. Þannig er væntanlegt á þessu ári, auk Ijóða Jónasar og Davíðs, tvö verk eftir Laxness, Gerpla og Snæfríður og Aðventa Gunnars Gunnarssonar, einnig bækur um þrjá kunna íslenzka lista- menn, þá Ásmund Sveinsson, Gunnlaug Scheving og Þorvald Skúlason. í þessum bókum er ritgerð um listamennina og fjöldi mynda. Bókin um As- mund er í svipinn aðeins prentuð á ensku, hugsuð sem gjöf íslenzkra barna og unglinga á íslandi til unglinga í enskumælandi löndum, sem þeir skrifast á við, en mjög margar áskoranir hafa borizt um þetta undanfarin ár. í byrjun næsta árs hefst útgáfan fyrir alvöru og koma þá út á skömmum tíma allt að tíu bækur, þar á meðal smásagnasöfn, úrval úr erlendum sma- sögum, og söfn íslenzkra sagna og ritgerða. Erlendar sögur verða eftir Zweig, Hamsun, Tékoff, Sarojan, Hemingway, Tolstoj o. fl. og eru þýðendur meðal annarra Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Helgi Hjörvar, H. K. Laxness, Magn- ús Ásgeirsson, Kristján Albertsson, Bogi Ólafsson o. fl., en innlendar sögur og ritgerðir eftir Gunnar, Laxness, Davíð, Tómas, Þórberg, Nordal og marga fleiri. Útgáfa sú, sem hér er ráðgerð byggist á mikilli sölu — eða réttara sagt, sldlningi æskufólksins á nauðsyn þess, að jafn auðvelt sé fyrir alla — einnig þá, sem lítil fjárráð hafa — að ná í góðar bækur og lélega reyfara og blöð. Þeirri sölu, sem nauðsynlegt er að fá svo útgáfan geti staðið undir kostnaði, náum við þá aðeins, að ungt fólk bindist samtökum um að útbreiða bækur- nar, og því hafa forlögin snúið sér til skólafólks almennt, í von um góðan árangur. Pétur Ólafsson — Ragnar Jánsson

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.