Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 19

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 19
BERNARD SHAW 113 lofinu, væri ég bæði að gera sjólfum mér rangt til ag blekkja lesendur. En vel á minnzt, hvað getur gagnrýnand- inn, sem fenginn hefur verið til að skrifa, gert nema að lýsa þvi yfir, að það séu áhöld um, hvort sé frábærara gáfur vinar hans, leikritahöfundarins, eða hjartalag? Mér er hins vegar ekki Ijóst, hvers vegna ég ætti að fá einhvern annan til að hæla mér, úr því að ég get hælt mér sjálfur. Ég þarf ekki að kvarta um hæfileikaskort: komið með yðar bezta gagnrýnanda, og ég skal gagn- rýna hann mjölinu smærra. Um heimspekina er það að segja, að ég kenndi gagnrýnend- um mínum þetta lítilræði, sem þeir kunna, með INNSTA KJARNA IBSENISMANS, og nú miða þeir byssum sínum á mig —• eftir að ég er búinn að hlaða þær fyrir þá -— og segja, að ég skrifi eins og mannkyninu væru gefnar gáfur, en enginn vilji — eða hjarta, eins og þeir orða það. Vanþakklátir menn! Hver benti yður á greinarmun anda og vilja? Varla Schopenhauer, heldur Shaw. Þá er mér sagt, að einhver og einhver, sem ekki skrifar formála, sé fjærri því að vera lýðskrumari. Ég er lýðskrumari. Ég kom fyrst við hlustimar á brezkum áheyr- endum úti í Hyde Park, þar sem leikið var undir á lúðra; ég var svo sem ekki að brjóta i bág við innræti mitt þá eða fóma mínu einkalífi fyrir pólitíska nauðsyn; ég gerði það af því að mér er kassaræðumennska í blóð borin eins og öllum ósviknum leik- smiðum og hermikrákum. Ég geng þess ekki dulinn, að hver venjulegur brezkur borgari ætlast til þess, að kassaræðumenn játi hneisu sína og þar með hollustu við lítii- siglt einkalíf, sem borgarinn er dæmdur til að lifa sökum þess, að hann er ófær til að eiga hlut í opinberu lífi. Þannig varð Shake- speare, þegar hann var búinn að lýsa því yfir, að hvorki marmari né gullin minnis- merki konunga skyldu lifa hans máttuga stef, að færa fram afsökun að góðra manna sið, fyrir að stinga svona í stúf, og alla tíð síðan hefur brezki borgarinn vitnað í afsökunina, en látið hornahljóðið eins og vind um eyrun þjóta. Þegar einhver leikkona skrifar endur- minningar sínar, er hún í hverjum kapítula að leiða yður fyrir hugskotssjónir, hve átak- anleg þolraun það hafi verið henni að þurfa að sýna lýðnum líkama sinn, en hins vegar gleymir hún aldrei að skreyta bókina með einni tylft mynda eða svo af sjálfri sér. Mér er alveg ógjörningur að láta undan þessum kröfum um látalæti. Ég blygðast mín hvorki fyrir verk mín né vinnubrögð. Mér þykir gaman að benda fjöldanum, sem ekkert veit um kosti eða galla listaverka, á kosti verka minna. Fjöldanum kemur það vel, og mér kemur það vel, af því að það læknar í mér taugaslekju, leti og mont. Ég skrifa formála eins og Dryden og ritgerðir eins og Wagner, af því að ég hefi hæfileika til þess, og ég vildi skipta á hálfri tylft af leikritum eftir Shakespeare fyrir einn af öllum þeim formál- um, sem honum bar að skrifa. Ég læt þá um unaðsemdir hlédrægninnar, sem meiri eru prúðmenni en rithöfundar. Lúðurinn og kass- ann handa mér. K. K. þýddi.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.