Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 13

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 13
BERNARD SHAW 107 að hann var ráðinn. Leikur hans bar a£, og hann varð frægur maður. Eins var um Granville Barker; Shaw var nóg að sjá hann í einu hlutverki til að fela honum aðal'hlut- verkin í Courtleikhúsi; hann rétti Menn og ofurmenni að Lillah McCarthy við fyrstu sýn og sagði henm, að kvenhlut- verkið væri handa henni. En slíkir happafundir voru fágætir. Flest- u leikarar hans höfðu vaxið upp andstæð- ingar við hefð Shakespeareleiksins í þeirn trú, að lengri ræða en io—12 orð dræpi áheyrendur af sér. Þeim féll allur lcetill í eld, þegar þeim var sagt að flytja langar ræður á Shakespeare-vísu. Shaw varð að stinga upp í þá einni setningu í einu, þang- að til þeir lærðu að tala á þennan hátt, sem þeim fannst að vísu skörulegur, en engu að síður óeðlilegur. Louis Calvert hét alkunnur leikari, sem lék Undershaft í Barböru ofursta (Major Barbara), og tilburðir hans og raddbreyt- ingar voru svo þróttmiklar, að Shaw virtist maðurinn hafa skilið merkingu orðanna til hlítar. En eitthvert kvöldið var Shaw stadd- ur á bakvið leiktjöldin, þar sem augnaráðs Calverts og svipbrigða naut ekki, og varð þá skyndilega ljóst, að leikarinn skildi ekki orð af því, sem hann var að segja. Mörgum árum seinna, þegar Calvert var nýkominn frá Ameríku og hafði leikið Undershaft þar, hittust þeir á götu Shaw og hann. Shaw spurði um amerísku sýn- inguna. ,,Ég skal segja yður dálítið, sem eg veit, að kemur yður á óvart.“ Shaw setti upp viðeigandi alvöru- og eftirvæntingar- svip. ,,Þegar ég lék hlutverkið í London, skildi ég ekki aukatekið orð. En ég skildi allt í New York, og þér hefðuð átt að sjá mig! ‘ Upp frá því lokaði Shaw ævinlega augum og hlustaði blindandi, e£ hann var efins um, að einhver leikari skildi, hvað hann var að segja. 'Ég kynntist leikstjórn Shaws í fyrsta sinni 1913- Ég var nýfarinn að leika og fékk í minn hlut Metellus (sem höf. kall- aði ,,ekki málgefinn“) í Andróklesi og Ijóninu (Androcles and the Lion), þegar það var sýnt í fyrsta sinn. Shaw átti ann- ríkt og fékk Granville Barker leikstjórnina í hendur, og 'hann þjálfaði okkur allan ágústmánuð það ár. Shaw kom eins og hvirfilbylur inn á lokaæfinguna, þar sem við stóðum í fullum skrúða og biðum þess, að tjaldið yrði dregið frá. Þegar æfingunm lauk, birtist hann aftur og tók að fara yfir ýmsar athugasemdir, sem hann hafði krot- að hjá sér, og breytti öllu hjá Barker á léttúðugasta hátt, vægast sagt. Til að mynda var það á einum stað í síðasta þætti, að ég átti að setja ofan í við Laviníu, fyrir að ávarpa keisarann of djarflega. Barker hafði sagt mér að hneykslast virðulega. En Shaw sagði: ,,Hamingjan góða, þér meg- íð ekki láta eins og móðgaður hástéttar- maður. Látið þér eins og hún hafi framið helgibrot. Hlaupið að henni. Kastið yður milli þeirra. Grípið fyrir munninn á henni. Ráðizt á hana!“ Á einni klukkustund um- hverfði Shaw leikritinu úr gamanleik í furðuspil. Hann dansaði um sviðið, kross- lagði armana og þuldi parta úr hlutverk- unum öllum, sneri alvöru okkar upp í gam- an og bröndurum okkar í harmleik, svo að okkur fannst við helzt vera að þreyta get- raunir. Barker hafði dregið sig í hlé og horfði á aðfarirnar, en svipurinn lýsti gremju og skemmtun í nokkurn veginn jöfnum mæli. Víst skemmti Shaw sér kostulega við að leika, en hann stefndi

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.