Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 38

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 38
132 NÝTT HELGAFELL að fela 12 hæfustu mönnum að vaka yfir þróun tungunnar — ó það get eg ekki fallizt. En J. N. mun einkum við það eiga, að sá bragur, sem hæfa þykir akademíum út um heim, eigi ekki við á íslandi. Um það skal ekki deilt að þessu sinni. J. N. finnst ólíklegt, að þeir sem til aka- demíunnar veldust myndu eiga hægt með að verða sammála, hópurinn yrði sundur- leitur, „samleikurinn ekki alltaf góður". Er víst, að það skipti svo miklu? Engar nefndir eða stofnanir, þar sem margir vinna saman, geta ævinlega orðið sammála — ekki Hæsti- réttur, hvað þá Alþingi — og þó eru kveðnir upp dómar og sett lög; meiri hluti ræður. Um akademíu væri það að segja, að oft myndi verða vinningur að fleiri en einni til- lögu frá henni, t. d. um nýtt orð. Eins og J. N. minnir á réttilega, er hinzta vald í málþróun hvorki hjá nefndum né stofnunum; þjóðin sjálf „hlýtur að verða æðsti dómstóll um rétt og gott.” En veigamesta mótbára hans gegn stofnun akademíu er sú, að hún kunni fyrst og fremst að verða virðingarstofnun, fremur til hennar valið í því skyni að heiðra einstaka menn, en með hitt fyrir augum, hverjir séu líklegastir til „nýtilegs starfs í þágu íslenzkrar tungu." Þessi ótti er auðvitað ekki ástæðulaus. Til akademíunnar myndu veljast frægir höf- undar, sem ekki hefðu sérstaka gáfu t. d. til nýyrðasmíði, né yfirleitt mjög mikinn áhuga á starfi hennar. Hitt er jafnvíst, að margir hinna slyngustu orðasmiða og áhuga- manna um málsmennt, sem fjölmargt gott legðu til, myndu ekki eiga þar sæti. Það sem máli skiptir í þessu efni eru allir hinir, sem bæði ættu sæti í akademíunni — og legðu þar fram krafta sína. f akademíunni myndu sitja, öld af öld, fjöldinn af fremstu snillingum tungunnar, og láta sig þróun hennar meir skipta en annars myndi — einmitt vegna þess, að þeir ættu sæti í þessari stofnun. Akademían myndi hvergi nærri vera ein um það verk sem vinna yrði, sumir myndu þar vinna vel, aðrir lítið láta til sín taka — en stofnunin í heild sinni ævinlega eiga sinn tilverurétt og sitt hlutskipti sem forusta, og sem hæsti- réttur — fulltrúastofnun hins fágaðasta smekks og æðstu málsmenningar síns tíma. Þessi er mergur málsins — í þessu er fólgin vissan fyrir því, að göfgi og vaxandi vald tungu, og þar með hugsunar á fslandi, verði betur borgið með stofnun eins og aka- demíunni en með nokkrum öðrum ráðum, sem á hefur verið bent — og nokkru sinni verður hægt á að benda. Og alla þá tíð, sem við höldum áfram að vona, að fsland komist hjá því að verða heimskommúnismanum að bráð, og þjóðerni okkar hjá því að verða þurrkað út, þá sé eg ekki, að við getum gert okkur annað betra til stórkostlegrar ánægju, og sjálfsvirðingu okkar til gfæðingar og styrks, en að gera mál okkar íslenzkuna að sem mestri tungu. Það ætti ekki að geta verið nema ein ástæða til þess, að við hættum við að stofna akademíu — mönnum fynndist ekki taka því héðan af. En við hljótum að halda áfram að vona. Kristján Aibertsson

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.