Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 44

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 44
138 NÝTT HELGAFELL stjóranum en nokkru aftar lítil mynd af hljómsveitarstjóranum, en á titilblaði var þetta sama sjónarmið undirstrikað með því að telja leikstjórann fyrst, en hljómsveitar- stjórann síðar. Hér er farið dálítið aftan að siðunum og gæti orsakazt af því, að forráða- menn leikhússins vilja festa það í huga gesta sinna, að þeir séu staddir í leikhúsi en ekki óperuhúsi, eða þá hitt, að hér sé verið að viðurkenna þá staðreynd, að meiri ástæða hefði verið til að ráða hingað erlendan hljóm- sveitarstjóra við þetta tækifæri en leikstjóra. Dr. Urbancic reyndist sem fyrr ekki full- komlega þeim vcmda vaxinn að æfa söng- leik, þar sem fyllstu kröfur eru gerðar til listrænna vinnubragða. Hann skortir tilfinn- anlega úthald, og hann á ekki þá yfirsýn, sem fullkominn agi byggist á. Sem stjóm- anda vantar hann þá spennu, sem skilur á milli feigs og ófeigs í listtúlkun. Flutningurinn í heild var of bragðdaufur, þó að einstakir kaflar væru með ágætum, enda flest aðal- hlutverkin í höndum færra listamanna og danshóparnir og einkum kórinn skipaðir af- bragðskröftum. Aðalhlutverkin sungu þau Stina Britta Melander, Þuríður Pálsdóttir, Einar Kristjánsson, Ævar Kvaran, Þorsteinn Hannesson og Magnús Jónsson. Stina Britta Melander söng „ekkjuna" af mikilli kunnáttu og frábærum dugnaði. Það eitt að æfa text- ann á íslenzku, og gera honum furðugóð skil, var þrekvirki, þó að það væri ekki að sama skapi heppileg ráðstöfun. Ungfrúin hefir vel skólaða rödd, og í söng hennar em oft mikil tilþrif, en hún er ekki sérlega sann- færandi söngkona; til þess vantar meiri til- finningu í framsögnina, og í þessu hlutverki er hún umfram allt of smá í sniðum. Sú ólga, sem lyftir henni stórstígum skrefum yfir sviðið, er ekki nógu sannmannleg; um of hituð upp af sterkum, þjálfuðum vilja. Lehar hefir vissulega ekki haft slíka konu í huga, og þó ungfrúnni væri vel fagnað hér, þá falla veraldarvanir menn ekki fram á andlit sín fyrir smekklegum tilburðum og vel skóluðum röddum, ef aldrei er snert óþyrmilega við þeim einmana streng, sem liggur til hjartans. Engin ástæða var heldur til að sækja Einar Kristjánsson til útlanda til þess að syngja Danilo; það hefðu heimamenn getað gert, eins vel eða betur, hinsvegar vona ég, að Einar verði kallaður, þegar Mozartópera verður flutt hér. Þuríður Pálsdóttir söng Valencienne með glæsilegum yfirburðum, og sama er að segja um Ævar Kvaran í hlut- verki sendiherrans. Voru þessi tvö hlutverk, ásamt Cascade (Þorsteinn Hannesson) lang- bezt túlkuð. Magnús Jónsson söng ekki eins vel og í La Boheme. Hans eigið mál liggur honum ekki jafneðlilega á tungu, hann er dálítið flámæltur, eins og margir söngvarar, sem fara ungir utan til náms. Þennan ágalla verður Magnús að lagfæra nú þegar með góðu eða illu. Kór Þjóðleikhússins var af- bragðsgóður, og miklar þakkir skulda leik- húsgestir þjóðleikhússtjóra fyrir dansskólann, sem hann hefir kömið á fót hér og valið til hina færustu kennara. Er mjög ánægju- legt að sjá, eftir jafnstuttan tíma, árangurinn af stórhug hans í dansi þeirra Bryndísar Schram og Jóns Valgeirs Stefánssonar. Dans og leikur ungfrúarinnar vakti að verðug- leikum mikinn fögnuð, og mættu sannarlega ýmsir, sem vanari eru leiksviðinu, af henni læra um lifandi og þokkafullar hreyfingar, sem aldrei brjóta í bága við fagra og eðli- lega framkomu. R. J.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.