Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 9

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 9
A sjötugsafmæli Sigurðar Nordals 14. september 1956 I skemmtilegri afmælisræðu, sem Sigurður Nordal ílutti sjötugur við lok hátíðarsam- komu í Þjóðleikhúsinu, fórust honum m. a. að efni til orð á þá lund, að þótt hann kynni að hafa lagt upp í lífið með nokkra hæíi- leika, hefði ævistarf sitt orðið í brotum. Og hann bætti því við, að í rauninni hefði hann alla tíð látið sér mest um hugað „að vera manneskja". Ekki þykir mér ósennilegt, að sumir aðdá- enda Sigubðar Nordals hafi orðið dálítið hvumsa við þessar hispurslausu játningar, einkum þá síðari, og jafnvel látið sér í bili fátt um finnast. Mörgum virðist það í fljótu bragði ekki ýkja-stórmannlegt takmark að gerast umfram allt „manneskja" og ýmsum hefur tekizt að koma ár sinni laglega fyrir borð, án þess að verða það. Samt mun eng- inn draga í efa, að Sigurður Nordal hafi mælt af fullum heilindum. Virðingin fyrir mann- eskjunni og leitin að persónuleika hennar, bak við atburði og aldarfar, er að jafnaði su uppistaða í ritum hans, er gefur þeim algildasta þýðingu, og fáir höfundar hafa gert sér alvarlegra far um að finna lífi sínu skynsamlegan og mannsæmandi tilgang. Það ætla ég líka, að sitthvað í ritum Sig- urðar Nordals, og þá ekki hvað síst erinda- flokkur hans LÍF OG DAUÐI, hafi að sama skapi opnað augu margra manna fyrir þeirri höfuðskyldu, sem löngum hefur verið van- ræktust á þessari jörð, að leita sjálfum sér andlegrar fótfestu og markmiðs í tilvenmni. Slíkri trúnaðarkvöð við lífið verður reynd- ar sjaldan sinnt til verulegrar hlítar án and- legrar baráttu, sem einatt verður því tví- sýnni, sem menn eygja fleiri möguleika í sjálfum sér. Þegar Sigurður Nordal hvarf heim eftir langa útivfst við erlenda háskóla flutti hann veturinn 1918—19 fyrirlestra fyrir almenning, um tuttugu talsins, ef ég man rétt, og eru þeir mörgum enn í fersku minni, þó að aldrei hafi þeir verið prentaðir. Þess- ir fyrirlestrar fjölluðu allir um einlyndi og marglyndi, en það er einnig athyglisvert, að fyrsta skáldrit Sigurðar Nordals, og um leið fyrsta bókin, sem hann ritar á ís- lenzku, fjallar nær eingöngu um átök and- stæðra afla í sálarlífi, skáldhneigðar og skyldu, draumfýsi og veruleika. Það er m. ö. o. skáldið og fræðimaðurinn í persónu Sigurðar Nordals, sem ganga þar til ein- vígis, og sennilega veit höfundurinn einn, hvað slík reikningsskil hafa kostað hann. Sjálfur getur hann þess þrjátíu árum síðar, í eftirmála nýrrar útgáfu af sömu bók, að hann hafi ekki litið á hana „sem byrjun, þótt hún væri frumsmíð, heldur sem við- skilnað, og sá þó varla fyrir, að hann yrði svo gagnger, sem raun hefur á orðið." Þessi orð gefa berlega í skyn, hversu höfundurinn telur hólmgöngunni hafa lyktað, og stoðar þá víst ekki að deila við dóm- arann. Sennilega munu samt ýmsir líta öðr- um augum á þennan „viðskilnað" og draga í efa, að hann hafi verið jafn „alger" og höfundurinn sjálfur vill vera láta. Þeir mundu tefla fram þeim rökum, að hinn djúpskyggni vísindamaður og frjói hugsuður hafi margt lært af sambúðinni við skáldið, svo að þaðan megi jafnvel rekja þá endurfæðingu nor- rænnar fræðimennsku og íslenzkrar sögu- skoðunar, sem á sér Sigurð Nordal að upp- hafsmanni og höfuðleiðtoga. Þeir mundu

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.