Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 17

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 17
BERNARD SHAW 111 fram í orðum hans við amerískan leikstjóra: „Þér verðið að dekra við fólkið, en kúga það ekki." Hann byrsti sig aldrei við leik- ara, en vandaði um við menn einslega, og ekki þegar aðrir voru viðstaddir. Hann var kurteis og nærgætinn við alla, sviðsvörðinn jafnt og sviðsstjórann, lóttadrenginn eigi síður en ,,stjörnuna“. Og honum varð aldrei á að ofreyna fólkið. Æfingar hans byrjuðu kl. hálf-ellefu og stóðu til eitt og ekki mínútu lengur. Þó að Shaw væri eftirlátssamur við leik- endur, var hann spar á hól. Stæðu þeir sig vel, var það gott. Ef ekki, þá það. Ég minnist þess einhverju sinni, að óg lók smá- hlutverk í Vandrœði lœknisins (The Doc- tor’s Dilemma); óg var umsjónarmaður myndasýmngarinnar. Eftir lokaæfinguna kom Shaw upp á svið með óteljandi at- hugasemdir handa aðalleikurunum tveim- ur, en afgreiddi mig strax með svofelldum orðum: ,,Það er allt í lagi hjá yður.“ Að öllum líkindum brá fynr sjálfsánægju í svip mínum, því að hann bætti óðara við, ,,en af þeirn vitneskju skuluð þér ekki draga þá ályktun, að þór gætuð ekki verið betn.“ Ég kom til sjálfs mín, án þess að þurfa að setja ofan. K. K. þýddu KVEÐJA. (Leikgagnrýnandinn Shaw kveður lesendurí The Saturday Review, 21. nóv. 1898 og hættir leikgagnrýni.) Ég ligg hér hjálparvana og íatlaður, negldur á öðrum fæti í gólfið eins og aligæs frá Strasborg, svo að ekki sé harðar að orði kveðið, og finn æ glöggvar ranglætið, sem ég hef mátt þola. I hartnær fjögur ár, eða öllu heldur síðan um nýár 1895, hefi ég verið leikhúsþræll. Ég hefi verið í tjóðurbandi inn- ctn míluhrings í fúlu sótlofti, miðdepils frá Strand, eins og þegar geit er tjóðruð á ofur- litlum bletti með rótnöguðu, troðnu grasi, sem er hagasmán. 1 hverri viku heimtar leik- húsið skammt sinn í rituðu máli; ég er einna líkastur manni, sem slæst við vindmyllu; ég *3eri ekki betur en staulcrst á fætur á milli höggvanna, áður en næsta álma slær mig um koll á nýjan leik. Ég spyr yður, hvort nokkuð vit sé í því að ætlast til, að ég verji ævi rciinni í þetta? Athugið bara, hvar ég stend. Veitir fólk mér ótilkvatt nokkum lofstír fyrir þann feikna dugnað og snilli, sem ég sólunda fyrir ómaklega stofnun og heimskan lýð? Ég held síður; hálfur dagur minn fer í að segja fólki, hvað ég sé snjall. Á Englandi er aldrei nóg að gera vel. Englendingar vita ekki, hvað þeir eiga að halda, nema að þeir séu þjálfaðir árum saman með kappi og þraut- seigju í réttri, viðeigandi skoðun. 1 tíu ár hefi ég verið að berja inn í fólkið með mestu elju og kostgæfni, að sögur fari af, að ég sé óviðjafnanlega fyndinn maður, gáfaður og snjall. Þetta er orðinn almannarómur á Eng- landi, og því fá engin máttarvöld haggað. Þó að ég verði hrumur og elliær, þó að ég fari að skrifa rugl og þynna allt í þynnra, þó að hinir fluggáfuðu og frumlegu ungu cmdans menn næstu kynslóðar geri mig að skotmarki sínu og syndasel, þá mun ekki falla á orðstír minn; hann stendur ramm- gerður eins og álit Shakespeares og er reist- ur á óbilgjörnum grunni afsláttarlausra endurtekninga. Því miður hefur ekki verið þrautalaust að koma sér þessu áliti upp,

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.