Félagsbréf - 01.01.1956, Síða 21

Félagsbréf - 01.01.1956, Síða 21
FÉLAGSBRÉF 19 Nú var gefið merki um það, að dýrkun Stalins skuli lokið. Þar með er veröldin einu föllnu falsgoði ríkari. En ýmsar spurningar vakna í þessu sambandi: Hvaða menn eru þetta, sem liafa afhjúpað lygi Stalin- dýrkunarinnar nú, að þrem árum liðnum frá dauða hans? Hafa þeir ekki allir eins og vafningssprotar vafið sig upp við liinn sterka stofn þessarar persónu og hlotið allan sinn frama af hans náð? Því aðeins hafa þeir mátt komast til virðingar, því aðeins mátt halda vegtyllum, völdum og lífi, að þeir hafa verið lionum þægir, ljúfir og auðsveipir og hverjum öðrum reiðubúnari að hlýða skipunum hans og þá fús- astir, þegar hann vildi það, sem verst var, því að þá reyndi mest á dyggð þeirra. Allt, sem þeir játa á Stalin, þeir Malenkoff, Krústjoff, Búlganin, Mikojan, Vorosjiloff, það játa þeir á sjálfa sig, og sér í lagi eru þeir sekir um nýjustu höfuðsyndina, persónudýrkun. En það kátgrátlega í þessu er það, að þeir prettast einmitt um að játa eigin sakir og skella öllum skuldum á Stalin dauðan. Það er ekki að undra, þótt einhvers staðar sé spurt: Hvað er sannleikur? Krústjoff, sjálfur framkvæmda- stjóri kommúnistaflokksins, enginn nýliði í flokknum, og öll hersingin, öll stóra, glæsta fylkingin, sem hingað til hefur dyggilegast borið því vitni og látið liina voldugu flokkskvörn mala og sáldra þeirri kenningu út um allt, að Stalin væri óviðjafnanleg manneskja og öll velferð mann- kynsins hvíldi í skauti hans, nú venda þeir öllu við, segja, að þeim hinum sama margnefnda Stalin liafi verið stórlega mislagðar hendur og að hann liafi unnið ólieyrileg glæpaverk. Munu ekki einhverjir spyrja í Rússaveldi: Hvort lýgurðu nú eða laugstu áður? Það var sagt, að óeirðir hefðu orðið í Grúsíu, átthögum Stalins og Beríu, til þess að mótmæla þessum snarsnúningi. Óneitanlega hefði þaðveriðheilsumerki, ef í Ijós liefði komið, að til er fólk í Rússlandi, sem ekki getur umsvifa- laust kingt því, að það, sem var æðsti sannleikur í gær, sé liraklegasta lygi í dag — að vitnisburði sömu manna, sömu óskeikulu flokksfor- ingja. VI. Og hvað nær svo gagnrýnin langt? Oss hér að vestanverðu nægir ekki, þótt potað sé í lík Stalins og liin falsaða gloría af mynd lians máð. Oss þætti æskilegt, að blóðferill Lenins væri tekinn til endurnýjaðrar at- hugunar. Gæti það ekki verið til viðmiðunar um endurmat á persónu lians, að hann hóf Stalin til áhrifa og fékk honum lykilinn að al- veldinu? Lenin á að hafa iðrað þessa, en um seinan. Sennilega liefði

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.