Félagsbréf - 01.01.1956, Side 24

Félagsbréf - 01.01.1956, Side 24
22 FÉLAGSBRÉF afneita honum, ekki viðurkenna að svo sé, en líklegt þykir mér, að sag- an sjái síðar meir slíkan fyrirboða í þessu, sem nú liefur gerzt. Ferill Stalins er saga út af fyrir sig. Það má segja, að ekki sæti tíð- indum á kvarða mannkynssögunnar, þótt liarðstjóri hefði grimma ein- valdsstjórn á stórveldi í nokkra áratugi, jafnvel þótt liann ætti fleiri loftungur og hástemmdari en áður liefur átt sér stað í sögunni. En hér hefur gefizt fleira á að líta en valdaferill eins manns. Ennþá alvarlegra er hitt, sem gerzt hefur í þeim löndum, sem liafa tekið sér rússneskt stjórnarfar að fyrirmynd. 1 öllum þessum löndum hafa, að því er oss var tjáð, setzt að völdum einlægir hugsjónamenn, merkisberar hins sannasta sósíalisma, dyggir og fórnfúsir þjónar flokksins um mörg og oft erfið ár. Og slóð þeirra er eftir þessi fáu valdaár ötuð fáheyrðum óhæfuverkum. Þetta er nú játað af mönnum, sem vissu um þessi verk og bera ábyrgð á þeim. En þeir játa ekki sínar sakir, þeir koma öllum glæpum á herðar annarra, helzt dauðra manna. Það liefur verið talað um þessar játningar sem vitni um siðferðislegan þrótt. Mig vantar talsvert í þetta til þess að geta fallizt á það. Og við rússnesku valdhaf- ana sérstaklega, sem sparka moldir Stalins, fyndist mér maklegt að segja á þessa leið: Lítt voruð þér trúlegir áður, en liálfu miður nú, og sannast enn liið fornkveðna, að illt er að eiga þræl að einkavini. Karki þræli var vorkunn í svínabælinu, þegar hann vann níðingsverk á herra sínum sofanda, en lifanda, samt ekki dauðum, og þó er lians dæmi eitt liið lakasta, sem nokkurt þý hefur eftir sig látið, enda frægt um aldur, en yðar skömm mun og uppi vera meðan Iieimur er byggður. Og enn væri eðlilegt að segja sem svo: Hvaða píslarvotta hefur sannleikurinn um stjórnarfarið eignazt? Hví hefur enginn risið upp fyrr og andinælt þessum „herfilegu glæpaverk- um?“ Hvar voru nú þær „hetjur frá Réttindaleysi“, er liættu lífi sínu vegna sannleikans? Hrópaði ekki blóð flokksbræðranna, — svo að ekki séu aðrir nefndir, — nægilega hátt til þess að þér lieyrðuð, góðir fé- lagar? Var liin lielga hugsjón sósíalismans virkilega ekki svo ináttug í brjóstum yðar í sjálfu hinu útvalda landi þeirrar liugsjónar, að liún gæti gætt yður þreki og hugrekki til þess að ljósta þessum skelfingum upp, áður en þær voru búnar að flekka þessa hugsjón til þeirrar hlítar, að vart verður um bætt? Um þrjátíu ára skeið liefur trúin á kommún- ismann og trúin á Stalin og rússneskt stjórnarfar verið eitt og liið sama. Hvernig gátuð þér látið þetta við gangast? Hví gerðuð þér ekki flugumenn utan með skýrum jarteiknum til að segja satt frá því, sem var að gerast? Hví létuð þér þvert á móti allar yðar sendingar og öll

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.