Félagsbréf - 01.01.1956, Síða 33

Félagsbréf - 01.01.1956, Síða 33
FÉLAGSBRÉF 31 goss fyrir íslenzka lesendur. Hin höfuðástæðan var kynni mín af Hanns Reich og myndabókaútgáfu hans. Af Heklugosinu var tekinn urmull ljósmynda, bæði svart-hvítra og litmynda, og eru sumar þessara mynda mjög merkilegar heimildir um gosið. En með tímanum týna þessar myndir tölunni, skemmast og fara allavega forgörðum og ekki seinna vænna að bjarga þeim frá glötun með því að koma þeim á prent. Er því ekki lítils virði, að fá beztu myndirnar frá þessu gosi prentaðar eins vel og bezt er nú völ á í Evrópu. Eg taldi ekki forsvaranlegt að sleppa tæki- færi til að fá Heklumyndir prentaðar með slíkum ágætum. Það er von mín og þeirra, sem að þessari útgáfu standa, að ýmsum, bæði lærðurn og leikum, muni þykja nokkur fengur að þessari Heklubók. Sigur'ður Þórarinsson. Upplýsingar. í bókinni verða, auk ritgerðar S. Þ. um Heklugosið, 50 myndir með ítarlegum myndskýringum, kort af Heklusvæðinu með nýju braununum, og kort af öskusvæðinu. FRELSI EÐA DAUÐI eftir I\ikos Kazantzakis. Nikos Kazantzakis, höfundur bókarinnar „Frelsi eða dauði“, er grískur að uppruna, fæddur árið 1885 á eyjunni Krít. Hann stundaði nám í lögfræði í Aþenu, en fluttist síðan til Parísar, þar sem liann sótti í mörg ár heimspekifyrirlestra liins fræga hugsuðar, Bergson. Kazantzakis hefir skrifað bækur um lieim- spekingana Nietzsche og Bergson og auk þess sjálfstætt heim- spekirit, „Meinlæti“. Þá liefir liann þýtt á nýgrísku nokkrar af perlum beimsbókmenntanna svo sem „Divina Commedia“ Dan- tes, „Faust“ Goetbes, „Macbetb“ Shakespeares, svo að fáar séu nefndar. Helzta skáldrit bans er liinn mikli ljóðaflokkur, „Odisia“, frá árinu 1938, þar sem bann enduryrkir Odysseifs-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.