Félagsbréf - 01.01.1956, Side 34

Félagsbréf - 01.01.1956, Side 34
32 FÉLAGSBRÉF kviðu Hómers í 33.333 jambiskum Ijóðlínum. Ennfremur hefir hann samið fjölmörg liugsjónaleikrit, flest byggð á sögulegum staðreyndum. Það er ekki fyrr en á sjötugsaldri, að Kazantzakis vekur á sér athygli sem skáldsagnahöfundur, og þá í svo ríkum mæli, að sögur hans liafa verið gefnar út víða um heim, og liann stendur nú fremst í liópi þeirra, sem líklegastir eru taldir til að liljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. í sögunni „Frelsi eða dauði“, sem er samin árið 1952, segir Kazantzakis frá Krít, eyjunni, þar sem liann aldist upp. Það dregur til uppreisnar milli liinna grísku íbúa Krítar og tyrknesku landsdrottnanna. Hér er um að ræða síðustu stóruppreisnina á Krít árið 1897, sem Kazantzakis minnist sem barn. Söguhetjan, sem álitið er, að skáldið liafi sniðið eftir föður sínum, lætur lífið í baráttunni fyrir frelsi, — en á stórbrotinn hátt. Kazantzakis dregur upp mynd af lífsháttum, sem íslendingum eru allsendis ókunnir, en sagan nær þó slíkum tökum á okkur, að andrúmsloft liennar virðist náið og fullt af lífi. Þessi bók veitir okkur skilning á hinni liamslausu þjóðerniskennd, sem þróast meðal þeirra þjóða við Miðjarðarliafið, serrí undirokaðar eru, og skýrir því fyrir okkur margt af því, sem á sér stað þessa dagana á eyjunni Kýpur. Það er Almenna bókafélaginu mikil ánægja að verða til þess að kynna gríska skáldmæringinn Nikos Kazantzakis í fyrsta sinn fyrir íslenzkum lesendum með því að gefa út þessa hrífandi sögu í þýðingu Skúla Bjarkans. NYTSAMUR SAKLEYSINGI Reynsla norsks alþý'Sumanns af réttarfari, mannú'8 og dSbúnafti í Ráðstjórnarríkjunum Höfundur þessarar bókar, Otto Larsen, fæddist í Norður- Noregi. Hann er af fátæku fólki kominn og tók ungur að stunda fiskiveiðar. Hann varð snemma fyrir áhrifum af áróðri norskra

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.