Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 20
AFMÆLI Jónas Hallgrímsson: Fáein orð um hreppana á íslandi Hinn 26. maí í ár er 150 ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar, er 150 ár eru s / frá andláti hans. I tilefni afþví er hér birt grein hans, „Fáein orð um hreppana á Islandi“. Hún varfyrst prentuð í Fjölni árið 1835 og síðast í Ritverkum Jónasar Hallgrímssonar, 1. bindi, Reykjavík 1989, útgef. bókaútgáfan Svart á hvítu, og er hér birt með leyfi. Eitt af því sem vorir dagar heimta af hvurri stjóm er heita vill réttvís og góð og ávinna sér hylli sinna undirmanna, er það: að skýlaus grein sé gjörð fyrir meðferð á öllu því fé sem almenningur hefur greitt af hendi til einhvurra nota fyrir þjóðina. Þessi krafa er ekki ein- ungis sanngjörn þegar gjöra er um fjársjóðu landa og ríkja, heldur ber henni einnig að fullnægja hinum smærri félögum sem skotið hafa fé saman til framkvæmdar einhvurjum ásetningi; og það er margreynt að þau félög, sem gjöra ljósa og skýlausa grein fyrir atgjörðum sínum, komast ævinlega í mestan blóma og kemur það til af mörgu sem hér skal verða drepið á seinna meir. Eitt af þessum félögum eru hreppamir. Bændumir í hvurjum hrepp em félagsbræður sem allir eiga að hjálp- ast til að auka velgengni í sveitinni og koma góðri reglu á, svo lífið verði þeim öllum svo arðsamt og gleðilegt sem auðið er; þeir em félagsbræður sem em skyldir að hjálpa hvur öðmm ef einhvur þeirra á svo bágt að hann ætlar að komast á vonarvöl og að sjá þeim farborða sem em ungir og munaðarlausir eða svo gamlir og veikir að þeir geta ekki unnið sér brauð og eiga þar sveit að lög- um. Þetta getur nú ekki orðið kostnaðarlaust og því eiga allir hreppsbændur sameiginlegan sjóð sem stofnaður er af fátækratíundinni og aukaútsvari bændanna sem hreppstjóri og prestur hjálpast til að jafna niður á þá eftir sanngimi og bestu vitund um eignir þeirra og ástand. En þetta útsvar er oft og tíðum svo þungt að eigi bændumir að greiða það af hendi með fúsu geði, þá má varla minna vera en þeir sjái hvumig því er jafnað niður og til hvurs því er varið eða sjái Iwepps- reikningana svo þeir geti gengið úr skugga um að allt fari fram vel og rétt- víslega. Þetta er bæði fyrirhafnarlítið og þar á ofan svo áríðandi að enginn hrepp- stjóri ætti að skorast undan því. M. Stephensen hefir líka, eins og von var á, ráðið til þess mikillega í handbók sinni fyrir hvum mann bls. 68-69 og bent til þess um leið, hvumig því yrði haganlegast fyrir komið. Hann ræður til, að þegar lokið sé hreppaskilum á haustin og þegar hreppstjóri og prestur eru búnir að jafna niður útsvarinu á alla búendur, sem eru þess umkomnir, skuli hreppstjóri rita skýran reikning, samhljóða hreppsbókinni, og senda hann rétta boðleið bæ frá bæ, svo allir geti séð fjárhagi sveitarinnar og að þeim sé enginn óréttur gjör. En þykist einhvur hafa orðið fyrir halla, ætti hann að kæra það mál fyrir sýslu- manni með allri siðsemi og beiðast hans úrskurðar og þó ekki fyrr en hreppstjóri hefur séð ákæruna, svo hann geti gegnt henni og sagt ástæðumar fyrir sínum aðgjörðum. En finni menn villur í reikningunum eða virðist auðséð að eitthvað mætti betur fara, ættu þeir að segja það hreppstjóra sjálfum, svo það verði lagfært sem skakkt er og góð ráð allra félagsbræðra geti komið í ljós. Það er auðséð að margt gott getur hlotist af þessari að- ferð, bæði fyrir hreppstjóra sjálfan, hreppsbændurna hvum um sig og hreppinn svo sem félag. 1. Hreppstjómarembættið er svo heiðarlegt og nytsamt að hvur sem þjónar því dyggilega verðskuldar þökk og heiður sinna félagsbræðra. Þetta eru þau laun sem hann á að fá fyrir starf sitt og mæðu og þau eru hvurjum manni 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.