Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 36
NÁTTÚRUHAM FARI R Af þeirri fjárhæð mun um 180 millj. hafa verið ráðstafað. 1 Færeyjum var einnig efnt til fjársöfnun- ar til stuðnings Súðvíkingum og söfnuðust þar 25 millj. króna. Einnig hefur Lions- hreyfingin á Islandi og annars staðar á Norðurlöndum safnað fé til stuðnings Súð- víkingum. Stuöningur sveitarfélaganna við Súöavíkurhrepp afhentur á skrifstofu hrepps- ins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur sambandsins, afhendir Jóni Gauta Jónssyni sveitarstjóra ávísun meö framlögum sveitarfélaganna. Meö þeim á myndinni er Sigmundur Sigmundsson á Látrum, oddviti hreppsins. hrepptu skipin foráttuveður. Skemmdir urðu á skipum er fluttu menn frá suðurfjörðum. Þjálfaðir leitarhundar voru taldir hafa sannað gildi sitt við snjóflóðaleit sem þessa. Samhugur í verki Fjölmiðlar höfðu forgöngu um landssöfnun til styrktar íbúum Súðavíkur. Söfnunin sem var í samvinnu við Rauða kross Islands og Hjálparstofnun kirkjunnar stóð til 3. febrúar. Samtals söfnuðust um 260 milljónir króna. Framlög sveitarfélaga A fundi sínum hinn 27. janúar samþykkti stjórn sambandsins að beina því til allra sveitarfélaga í landinu að þau sameinuðust um aðstoð við Súðavíkurhrepp vegna af- leiðinga snjóflóðanna 16. janúar. Mælt var með því að hvert sveitarfélag legði til fjár- hæð sem svaraði til 60 króna að lágmarki á hvern íbúa. Fjármunum sem söfnuðust skyldi varið til að mæta tekjumissi hrepps- ins, tjóni á eignum hreppsins sem ekki eru tryggðar svo og ýmsum kostnaði vegna snjóflóðanna sem ekki fæst bættur. Þegar hinn 18. janúar skrifuðu formaður og fram- kvæmdastjóri sambandsins hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps bréf þar sem boðuð var forganga sambandsins um aðstoð annarra sveitarfélaga landsins við Súðavíkur- hrepp vegna snjóflóðanna. Einnig fóru þeir til Súðavíkur hinn 24. janúar til fundar við hreppsnefndina, þar sem ræddur var vandi hreppsins. Samtals söfnuðust frá sveitarfélögunum 18.218 þús. krónur og hefur sú fjárhæð verið afhent hreppnum. Hverfi 18 sumarhusa hefur veriö reist frá grunni á nokkrum vikum á Langeyri. Þaö er ætlaö sem bráöabirgöahúsnæöi þeirra sem misstu hús sín í snjóflóöinu. Myndirnar meö frásögninni tók Halldór Sveinbjörnsson á ísafiröi nema fyrstu myndina sem er öörum merkt. Ráðinn sveitarstjóri Að beiðni hreppsnefndar Súðavíkurhrepps var af hálfu sambandsins höfð milliganga um að ráða sveitarstjóra til þess að leysa af hólmi Sigríði Hrönn Elíasdóttur sveitarstjóra um skeið við þessar sérstöku að- stæður. Varð að ráði að Jón Gauti Jónsson, forstöðumaður fyrirtækisins Reksturs og Ráð- gjafar hf„ tókst starfið á hend- ur. Hefur hann verið ráðinn til að gegna starfinu til 1. septem- ber nk. Jón Gauti hefur verið framkvæmdastjóri þriggja sveitarfélaga. Hann var sveitar- stjóri í Búðahreppi 1972-1974, í Rangárvallahreppi 1974—1978 og bæjarstjóri í Garðabæ 1979-1987. Hann var kynntur í 5. tbl. Sveitarstjórnarmála 1972. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.