Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 15
AFMÆLI upp skólahúsi sem hefði heimavist fyrir böm- in, sérstaklega fyrir þau sem langt áttu að sækja í skólann, og þörfinni fyrir samkomu- hús. Miklar umræður urðu um málið og töldu margir „núverandi fyrirkomulag óviðunandi" - og sumir vildu byrja á byggingunni „í vor“. Samþykkt var í einu hljóði: „Fundurinn álítur að brýn nauðsyn sé til þess að byggt verði skólahús hér í hreppi og að mál það verði tekið til rannsóknar sem fyrst.“ Þá var kosin þriggja manna nefnd, skrif- lega, til „þess undirbúnings er leggi svo mál- ið fyrir almennan hreppsfund svo fljótt sem unnt er.“ I nefndina voru kosnir Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Guðni Eiríksson, Votamýri, Jón Jónsson, Hlemmiskeiði. Nefndin brá skjótt við og hélt þrjá fundi í sama mánuði. Á fyrsta fundinum á Hlemmi- skeiði skipti nefndin með sér verkum þannig að Jón var kosinn formaður og Eiríkur ritari. Annan fund sinn hélt nefndin með bændunum á Húsatóftum til að „leita eftir stað til að byggja húsið á og ennfremur að semja um það.“ Fram kemur að heitt vatn var ekki talið nóg þar heima fyrir húsið en leyft að byggja það „austur á Holtinu". Lofuðu bændumir að gefa ákveðin svör um land þar og verð þess fyrir lok marsmánaðar. Á þriðja og síðasta bókaða fundi nefndarinnar kom tilboð frá Hlemmiskeiðisbændum „um að láta land und- ir húsið á sem hentugustum stað, án þess að taka neitt fyrir það.“ Á þeim fundi var gengið frá bréfi til fræðslumála- stjóra þar sem vitnað er til samþykktar hreppsfundarins 12. janúar - og að land sé fá- anlegt undir húsið - og sótt um styrk úr ríkis- sjóði sem venja er til, eða hálfur kostnaður. Bréfinu fylgdu „ómerkilegar frumteikn- ingar“ og er lögð áhersla á að málinu verði hraðað. Þar með var málið komið til fræðsluyfir- valda og hefur fengið þar sinn undirbúning, samanber að teikningar eru tilbúnar vorið 1933 og lofað hefur verið ríkisstyrk. Það var svo á almennum hreppsfundi 15. apríl 1933 að samþykkt var „að ráðast í að byggja skólahús með heimavist og leikfimi- hús í vor“, eins og stendur í fundargerð frá þeim tíma. Jafnframt var samþykkt að hver búandi legði fram 10 dagsverk án endurgjalds og söfnuðust 190 dagsverk á fundinum. Kosin var 7 manna framkvæmdanefnd, tveir frá hreppsnefnd, tveir frá skólanefnd og Frá afmælishófi f tilefni af 60 ára afmæli Brautarholtsskóla. Viö skólann hafa veriö sex skólastjórar. Hópur frá tíö allra skólastjóranna kom fram og söng lag. Fyrstir komu nemendur Þorsteins Hjartarsonar skólastjóra, 7 ára börn, en Erna Ingvarsdóttir kennari spilar undir á gítar. einn að auki. Ennfremur tveir menn frá ungmennafélag- inu. Kosningu hlutu Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Bjami Þor- steinsson, Hlemmiskeiði, Guðni Eiríksson, Votamýri, Vigfús Þorsteinsson, Húsatóftum, Þorgeir Þorsteinsson, Hlemmiskeiði, Jón Bjamason, Hlemmiskeiði, og Jón Guðmundsson, Blesastöðum. Á þessum tíma nutu heimavistarskólar með leikfimi- sal, sem notaður var til samkomuhalds - eða sambyggð skóla- og samkomuhús - velvilja fræðsluyfirvalda og voru viðurkennd sem skólamannvirki í heild sem styrk- hæf úr ríkissjóði er nam helmingi byggingarkostnaðar. Hópur Stefáns Hallssonar, fv. skólastjóra. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.