Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 40
MÁLEFNI ALDRAÐRA greiða sjálfír fyrir þjónustu og fram- færslu. Taka mið af skattframtali ein- staklinga sl. fímm ár þar sem fram koma eftirlaun, lífeyrissjóður, spari- skírteini, hlutabréf o. fl. Það er auð- velt þar sem þetta er allt komið inn í tölvur, t.d. hjá Tryggingastofnun ríkisins. Dæmi: Nú greiðir skjólstæðingur Félagsmálastofnunar 724 krónur fyrir fjögurra tíma vinnu við þrif á íbúð sinni. Þessa upphæð má hækka í kr. 1.448, sem er litlu meira en margar konur eyða vikulega á hárgreiðslu- stofu. 3) Að stefna að því í framtíðinni að í hverju hverfi borgarinnar verði litlar umönnunar- og hjúkrunarein- ingar fyrir aldraða. Þaðan á að reka heimaþjónustu fyrir viðkomandi hverfi með fastráðnu starfsfólki sem starfar jöfnum höndum við hjúkrun- areininguna og aðhlynningu þeirra sem búa heima. I Danmörku er þarna jafnframt um að ræða árs- undirbúning, bóklegt og verklegt nám fyrir þá sem hyggja á sjúkra- liða-, hjúkrunar- eða annað nám í heilbrigðiskerfmu. Eftir árið kemur í Ijós hvort við- komandi starfsmaður er hæfur fyrir kerfið eða hvort störf innan kerfis- ins henta honum. Með ársþjálfun að baki getur neminn starfað sjálfstætt við heima- þjónustu, félagslega og verklega. Heilbrigðisstéttir hér á landi eru 34 talsins. 4) Að greiða götu þeirra sem vilja koma upp litlum einkareknum um- önnunarheimilum fyrir aldraða. I Grimsby er mikið af slíkum heimilum fyrir eldra fólk. I Englandi fær fólk ekki niður- greidda þjónustu ef það er yfir viss- um tekju- og eignamörkum. Heimili sem rekin eru af því opinbera eru sambærileg að öllu leyti við hin einkareknu hvað snertir aðbúnað og gæði þjónustunnar. Fyrir nokkrum árum dvöldust ís- lenskur togaraskipstjóri og kona hans á tveimur einkareknum heimil- um, einn mánuð í senn, áður en þau völdu sér endanlegan samastað á því þriðja. Þessir valkostir í öldrunarþjón- ustu sem eru fyrir hendi í Grimsby og víðar, mikið framboð og sam- keppni, leiða til þess að menn verða að leggja sig fram um að veita góða þjónustu fyrir sem lægst verð. 5) Félags- og þjónustumiðstöðv- ar, sem búið er að byggja í flestöll- um hverfum borgarinnar fyrir allt að því einn milljarð króna, þarf að nýta betur en nú er gert. í hverju hverfi borgarinnar skal stofna klúbba 67 ára og eldri. Hver klúbbur velur 5 menn í stjóm sem sér um félags- og afþreyingarmál eldra fólks í hverfinu. Klúbbamir eiga að fá félagsmið- stöðvarnar til afnota og visst fjár- framlag árlega frá borginni til starf- seminnar. Klúbbarnir leggja síðan fram skilagreinar sem sýna hvemig fénu hefur verið varið. Stjórnir hverfaklúbbanna kjósa fimm manna nefnd til þess að starfa með öldrunarráði borgarinnar að Reglur um öryggi á sundstöðum í janúar 1993 skipaði mennta- málaráðherra nefnd til að gera til- Iögur um öryggiskröfur og sam- ræmdar starfsreglur á sundstöðum og við kennslulaugar. I nefndinni störfuðu fulltrúar frá sambandinu, Vinnueftirliti ríkisins, Hollustu- vernd ríkisins, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Slysavama- félagi Islands. Formaður nefndar- innar var Reynir G. Karlsson íþróttafulltrúi, tilnefndur af mennta- málaráðuneytinu. Af hálfu sam- bandsins átti Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur sæti í nefndinni. Nefndin hefur lokið störfum og mótun tillagna og ákvarðana um alla þjónustu við aldraða. (Tilvísun í Senior Tjenesten a.s. í Danmörku (áður Ensomme Gamles Værn) sem hefur starfað síðan 1910 að uppbyggingu öldrunarþjónustu í samráði við stjórnir sveitarfélaga víðs vegar um Danmörku, í Noregi og víðar). Aldraðir eru sá hópur í þjóðfélag- inu sem hefur mest fjárráð. Þar má skapa mörg vel launuð störf og útrýma með öllu skorti á hjúkrunarrýmum ef rétt er staðið að málum. Gyða Jóhannsdóttir, Miðleiti 7 í Reykjavík, erfœdd 19. sept. 1923, erfyrr- verandi umboðsmaöur á Siglufirði fyrir Eimskip, Ríkisskip, Sjóvá og Brunabótafé- iag lslands. Hún liafði forgöngu um stofnun Sam- taka aldraðra og stðar Gimlis hf. sem byg- gði sambýlishús með 38 tbúðum fyrir 67 ára og eldri að Miðleiti 5-7. Hún hefur kynnt sér öldrunarþjónustu i Kaupmannahöfn, í Oðinsvéum í Dan- mörku og í Bœrum í Noregi. Eiginmaður hennar er Sigurður Jóns- son.f. 11. des. 1913, framkvœmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og síðar Sjóvátryggingafélags íslands Itf. í Reykjavík. voru „Reglur um öryggi á sundstöð- um og við kennslulaugar1' gefnar út í maí 1994.1 formála fyrir reglunum eru sveitarstjómir og aðrir eigendur sundstaða eindregið hvattir til að samþykkja að fara eftir þeim og hrinda sem fyrst í framkvæmd úr- bótum í öryggismálum í samræmi við þær til að tryggja betur öryggi sundlaugargesta. Utbúin var öryggismappa fyrir sundstaði sem send var öllum sveit- arfélögum sem reka sundstaði. í ör- yggismöppu sundstaða eru ýmsar upplýsingar er varða öryggi á sund- stöðum og fæst hún á skrifstofu sambandsins, Háaleitisbraut 11, Reykjavík, og kostar 3.500 krónur hver mappa. ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST 1 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.