Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 22
AFMÆLI menningsþörfum. En við þessu verður ekki gjört að sinni nema ef hreppamir gætu það sjálfir. Höfundurinn hefur talað við skynsaman bóndamann sem sagðist álíta það skyldu þeirra bændanna að skjóta saman handa hreppstjórum sínum svo þeir fengju nokkur laun, þó þeir gætu ekki orðið skaðlausir. Ef þessi maður, eða einhvur annar, bæri þetta mál upp á þingi og legði það undir úr- skurð sinna félagsbræðra, þá væri gaman að vita hvumig tekið yrði undir það. Ef að til dæmis einhvur gjörði það fmmvarp: að aukaútsvarið væri hækkað svo hreppstjórinn gæti fengið 10 eða 20 dali um árið, án þess fjársjóður sveitarinnar liði nokkum halla af því, eða þá að þessum lítilfjörlegu launum væri jafnað niður á hreppinn af tveimur bændum og þeim presti sem vanur er að semja reikningana með hreppstjóra, þá væri gaman að vita hvurnig bændur tækju undir það. Verið gæti menn féllist á þetta einhvurs staðar og er þá enginn efi á að yfirvöldin samþykktu þá gjörð og lofuðu bændum að launa sjálfir hreppstjómnum. En þá yrði um leið að gera það að skilyrði að bændur mættu sjálfir kjósa hrepp- stjórana og velja upp aftur á 3ja eða 4ra ára fresti svo þeir gætu fengið sér nýjan, ef einhvur reyndist heldur duglítill. Óskandi væri íslendingar fæm að sjá hvað félagsand- inn er ómissandi til eflingar velgengninni í smáu og stóm, og fylgdu í því dæmi annarra þjóða að fara að taka þátt í almenningshögum, hvur eftir sínum kjörum og stöðu í félaginu. Þessi andi hefir gjört úr Englendingum svo vitra og volduga þjóð að hún bæði veit hvað hún vill og hefir nóg afl til að framkvæma það, svo að frelsi hennar og réttindum, heiðri og velgengni mætti vera borgið héðan í frá* - og þessi andi er alls staðar að vakna og hlýtur að verða hvurri þjóð til heilla, sé hann réttilega leiddur og skammsýni eða harðúð gjöri hann ekki að báli, af því þær fara að kefja hann. Óskandi væri íslendingar fæm að sjá að það er aumt líf og vesælt að sitja sinn í hvurju homi og hugsa um ekkert nema sjálfan sig og slíta svo sundur félag sitt og skipta sundur afli sínu í svo marga parta sem orðið getur - í stað þess að halda saman og draga allir einn taum og hugsa fyrst og fremst um heiður og velgengni landsins sem öllum góð- um Islendingum ætti þó að vera í fyrirrúmi. * Vœri hún nógu réttlát við aðrar þjóðir. Oréttindin eru vön að hefna sín. KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Þórður Höskuldsson ferðamálafulltrúi Þing- eyinga Þórður Hösk- uldsson hefur verið ráðinn ferðamálafulltrúi Þingeyinga frá 15. janúar. Hann starfar fyrir At- vinnuþróunarfé- lag Þingeyinga hf. og sinnir þar ferðaþjónustu og markaðsmálum. Þórður er fæddur í Reykjavík 25. maí 1966 og eru foreldrar hans Guðlaug Sveinbjamardóttir sjúkra- þjálfari og Höskuldur Jónsson, for- stjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Hann lauk stúdentsprófi frá Náttúrufræðideild Menntaskólans við Sund 1985, prófi í iðnrekstrar- fræði frá Tækniskóla íslands 1989 og prófi í markaðsfræðum með áherslu á útflutning frá sama skóla 1993. Á meðan á námi stóð var hann fararstjóri og sölumaður. Eftir að námi lauk var hann í starfsnámi hjá alþjóðafyrirtæki í Sviss og í kjölfar þess fékkst hann við sölu íslenskra afurða í Evrópu. Frá fyrri hluta síð- asta árs rak hann fyrirtæki í Reykja- vík. Þórður sat í stjóm Nemendafélags Tækniskólans á námstíma og var um nokkurt skeið í stjóm Islenska fjallahjólaklúbbsins. Þórður er ókvæntur. Ferðamálafulltrúinn hefur aðsetur að Garðarsbraut 5, 640 Húsavík. Símanúmer þar er 96-42070 og bréfsími 96-42151. Brynhildur Barðadóttir félagsmálastjóri á Isafírði Brynhildur Barðadóttir hefur verið ráðin fé- lagsmálastjóri á Isafirði. Hún er fædd 6. apríl 1963 í Reykja- vík. Foreldrar hennar eru Guð- rún Friðgeirs- dóttir og Barði Guðmundsson. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla 1982, varð lyfjatæknir 1986 og lauk BA- prófi í félagsfræði frá félagsvísinda- deild Háskóla íslands 1993. Brynhildur hefur starfað sem full- trúi félagsmálastjóra á Isafirði frá október 1993 og sem félagsmála- stjóri frá júní 1994. Hún er ógift en á son. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.