Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 15
AFMÆLI upp skólahúsi sem hefði heimavist fyrir böm- in, sérstaklega fyrir þau sem langt áttu að sækja í skólann, og þörfinni fyrir samkomu- hús. Miklar umræður urðu um málið og töldu margir „núverandi fyrirkomulag óviðunandi" - og sumir vildu byrja á byggingunni „í vor“. Samþykkt var í einu hljóði: „Fundurinn álítur að brýn nauðsyn sé til þess að byggt verði skólahús hér í hreppi og að mál það verði tekið til rannsóknar sem fyrst.“ Þá var kosin þriggja manna nefnd, skrif- lega, til „þess undirbúnings er leggi svo mál- ið fyrir almennan hreppsfund svo fljótt sem unnt er.“ I nefndina voru kosnir Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Guðni Eiríksson, Votamýri, Jón Jónsson, Hlemmiskeiði. Nefndin brá skjótt við og hélt þrjá fundi í sama mánuði. Á fyrsta fundinum á Hlemmi- skeiði skipti nefndin með sér verkum þannig að Jón var kosinn formaður og Eiríkur ritari. Annan fund sinn hélt nefndin með bændunum á Húsatóftum til að „leita eftir stað til að byggja húsið á og ennfremur að semja um það.“ Fram kemur að heitt vatn var ekki talið nóg þar heima fyrir húsið en leyft að byggja það „austur á Holtinu". Lofuðu bændumir að gefa ákveðin svör um land þar og verð þess fyrir lok marsmánaðar. Á þriðja og síðasta bókaða fundi nefndarinnar kom tilboð frá Hlemmiskeiðisbændum „um að láta land und- ir húsið á sem hentugustum stað, án þess að taka neitt fyrir það.“ Á þeim fundi var gengið frá bréfi til fræðslumála- stjóra þar sem vitnað er til samþykktar hreppsfundarins 12. janúar - og að land sé fá- anlegt undir húsið - og sótt um styrk úr ríkis- sjóði sem venja er til, eða hálfur kostnaður. Bréfinu fylgdu „ómerkilegar frumteikn- ingar“ og er lögð áhersla á að málinu verði hraðað. Þar með var málið komið til fræðsluyfir- valda og hefur fengið þar sinn undirbúning, samanber að teikningar eru tilbúnar vorið 1933 og lofað hefur verið ríkisstyrk. Það var svo á almennum hreppsfundi 15. apríl 1933 að samþykkt var „að ráðast í að byggja skólahús með heimavist og leikfimi- hús í vor“, eins og stendur í fundargerð frá þeim tíma. Jafnframt var samþykkt að hver búandi legði fram 10 dagsverk án endurgjalds og söfnuðust 190 dagsverk á fundinum. Kosin var 7 manna framkvæmdanefnd, tveir frá hreppsnefnd, tveir frá skólanefnd og Frá afmælishófi f tilefni af 60 ára afmæli Brautarholtsskóla. Viö skólann hafa veriö sex skólastjórar. Hópur frá tíö allra skólastjóranna kom fram og söng lag. Fyrstir komu nemendur Þorsteins Hjartarsonar skólastjóra, 7 ára börn, en Erna Ingvarsdóttir kennari spilar undir á gítar. einn að auki. Ennfremur tveir menn frá ungmennafélag- inu. Kosningu hlutu Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Bjami Þor- steinsson, Hlemmiskeiði, Guðni Eiríksson, Votamýri, Vigfús Þorsteinsson, Húsatóftum, Þorgeir Þorsteinsson, Hlemmiskeiði, Jón Bjamason, Hlemmiskeiði, og Jón Guðmundsson, Blesastöðum. Á þessum tíma nutu heimavistarskólar með leikfimi- sal, sem notaður var til samkomuhalds - eða sambyggð skóla- og samkomuhús - velvilja fræðsluyfirvalda og voru viðurkennd sem skólamannvirki í heild sem styrk- hæf úr ríkissjóði er nam helmingi byggingarkostnaðar. Hópur Stefáns Hallssonar, fv. skólastjóra. 77

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.