Helgafell - 01.07.1943, Side 7

Helgafell - 01.07.1943, Side 7
HELQA FELL TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL II. ÁRGANGUR. JÚLÍ—ÁGÚST 1943 7.-8. HEFTI UMHORF OG VIÐHORF ! Bjóðum heim norskum og dönskum börnum! HAGKVÆMNI Vissulega hefur venð OGHJARTALAG hljoðara u“,samuð vora og aðdaun en efni standa til þær vikur, sem liðnar eru, síðan liið vopnlausa smáríki Danmörk kaus sér hetjulegt þjáningarhlutskipti Noregs fram yfir stórþýzka fyrirmyndarvernd. En þótt vér höfum stillt sýnilegri hrifningu vorri og hluttekningu í hóf að þessu sinni, af öllu meiri varúð en stundum áður, jafn- vel þegar fjarskyldari þjóðir hafa átt í hlut, getur slíkt naumast stafað af öðru en yfirborðshógværð, sem ýmsum áhrifa- mönnum hefur þótt hagkvæm af tíma- bundnum landsmálaástæðum. Þó að lijarta- lag vort hafi ekki verið látið uppi af ákjós- anlegri djörfung til þessa, má fullyrða, að þeir einstaklingar muni fáir hér á landi, sem lietjuskapur, samhugur og siðferðis- þrek Dana í liinni siðustu aflraun hefrn* ekki hitað fyrir brjósti og jafnframt orðið hvöt og kvöð til að skyggnast í eigin harm. HVAÐ VAKTI Hér átti hlut að mali FYRIR DÖNUM9 norr.cn smáþjóð, sem áður hafði neyðzt til að beygja sig fyrir ofbeldisárás án vopnavið- náms, en virtist eiga þess kost síðan að komast að mestu leyti hjá hinum geigvæn- legustu örlögum hernuminna þjóða megin- HELGAFELL 19« landsins, — múgmorðum, fangelsúnum, gíslatökum og allsherjarþjófnaði undir járnhrammi þýzkrar Iögreglu og herstjórn- ar. Að vísu liafði danska þjóðin sætt kúg- un, en þó sloppið án stórfelldra pyndinga; hún hafði búið við skort, en ekki hungurs- neyð; hún hafði verið féflett, en ekki klæð- um flett, enda reis hún gegn ofureflinu algáð, en ekki örvílnuð, í fullri vitund þess, hvað hennar biði. Svo öruggur reyndist sá skilningur hennar á samábyrgð menn- ingarinnar, að engin þjóð gæti orðið fylli- lega hlutgeng meðal annarra frjálsra þjóða að fengnum sigri, í augum þeirra né sjálfr- ar sín, er ekki hefði lagt fram sinn fulla skerf til frelsisbaráttunnar, og svo undan- dráttarlaust birtist vilji liennar til að halda óskertri sjálfsvirðingu sinni, að hún hætti til þess lífi og limum, ásamt öllu þvi, sem hún átti enn óskert af frelsi og fjármunum. Það væri því sízt undrunarefni, þótt aðdáun vor á þjóð, sem leggur slíkt „ótil- neydd“ í sölurnar á elleftu stundu, til þess að bjarga sálu sinni, væri meiri en hér hefur þótt henta að hafa í hámælum um venzlaþjóð vora, Dani, að undanförnu, og henta þykir nokkra næstu mánuði, ef að líkum lætur, enda er fullvíst, að svo 18

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.