Helgafell - 01.07.1943, Síða 8

Helgafell - 01.07.1943, Síða 8
274 HELGAFELL TVÆB SAMVIZKU- SPURNINGAR sé. Vér höfum áður sýnt, að vér höfum kunnað að meta fórnir Norðmanna og fundið til með þeim. En næst aðdáun vorri og samúð gagnvart bræðraþjóðunum tveim á Norð- urlöndum hljóta þessar spurningar að vera efstar í huga hvers sæmilegs íslendings um þessar mundir: Á hvern hátt erum vér þess megnugir að verða bræðraþjóðum vor- um að liði, og hvað getum vér gert til að halda virðingu vor sjálfra og annarra, eftir að hlutdeild vor í þeirri frelsisstyrjöld, sem nánustu frændþjóðir vorar heyja nú með ósegjanlegum fórnum verðmæta, blóðs og tára, hefur eindregnast birzt í ævintýra- legum stríðsgróða vorum, að vísu án saka og verðskuldunar í senn af vorri hálfu? Vér finnum öll, undir niðri, að oss verði naumast nægilegt, er til lengdar lætur, að svara þessum spurningum á þann veg, að sjómannastéttin íslenzka hafi þegar goldið þann skatt, sem með sanngirni verður af oss krafizt. Sjómenn vorir og ástvinir þeirra liafa sannarlega goldið sinn skatt, en geta allir þeir hinir mörgu, sem tek- ið hafa hlut sinn á þurru landi, án auk- innar áhættu, talið sig lausa allra mála þess vegna? Jafnvel sá mikli meiri hluti fólksins, sem ekki hefur grætt annað á styrjöldinni en aukna atvinnu við fullu kaupgjaldi, hefur átt við slíka velmegun að búa, þegar á hvort tveggja er litið, kjör íslenzkrar alþýðu að undanförnu og hörmungar styrjaldarþjóðanna nú, að þær stéttir geta ekki talið sig kvaðalausar að þessu leyti gagnvart samvizku þjóðar sinn- ar, né eru líklegar til þess heldur. Og í enn ríkara mæli hljóta slíkar kvaðir að hvíla á þeim tugum nýrra milljónaeig- enda, sem orðið hafa til hér á Iandi síð- ustu árin fyrir rás viðburðanna. Helgafell hefur áður haldið því fram í sam- bandi við Noregssöfnunina, að framlög vor til uppfyllingar menningar- og mannúðar- skyldum þjóðarinnar gagnvart þeim styrj- aldaraðiljum, sem oss eru nákomnastir, verði fyrst og fremst að vera við það miðuð, að oss sjálfa muni um þau. Mjög hlýtur það að orka tvímælis, hvort Noregssöfnunin hafi náð slíku marki til þessa, en engu að síður ætti hún að geta orðið álitlegur hluti af skerf vorum til stuðnings hart leiknum frændþjóðum eftir styrjöldina, ef enn verður aukið við söfnunarféð í fyllra samræmi við getu vora en hingað til og opinberar ráðstafanir gerðar til að tryggja það gegn hugsanlegu verðhruni. Nú, þegar Danir hafa kosið sér hlutskipti Norðmanna, með öllum afleið- ingum þess, má gera ráð fyrir, að tillögur komi hér fram áður en langt um líður, á þá leið, að sams konar fjársöfnun verði hafin þeim til handa, og að sjálfsögðu mundi sú söfnun fá góðar undirtektir. En hvað sem úr slíkri jwni fjársöfnun verður> ÞOLA ENGA BIÐ vm Helgafell nú þegar vekja máls á hugmynd, sem er þess eðlis, að undirbúningur til framkvæmdar henni þolir enga bið, meðfram vegna þess að hún er miðuð við annað og meira en fjársöfnun eina. VÉR EIGUM NÚ ÞEGAR AÐ HEFJAST HANDA UM AÐ UNDIRBÚA VIÐTÖKU OG DVÖL NORSKRA OG DANSKRA BARNA HÉR Á LANDI EFTIR STYRJ- ÖLDINA. Vér verðum að taka á þessu máli af slíkum stórhug frá upphafi, að bæði oss sjálfa og frændþjóðir vorar muni um þessa hjálp, ef þörf þeirra krefur. í fljótu bragði virð- ast öll rök hníga að því, að slílt aðstoð geti orðið báðum hinum norrænu styrj- aldarþjóðum að meira liði en nokkuð ann- að, sem í voru valdi stendur. Jafnvel þótt vona megi, að styrjöldin standi ekki ár- um saman úr þessu, virðist ótvírætt, að þörf slíkrar liðsemdar verði mikil um nokkurt skeið að ófriði loknum. Það er alkunnugt, að norsk börn hafa yfirleitt búið við vaneldi, síðan Þjóðverjar her- námu landið, mikill fjöldi þeirra misst vandamenn sína og lieimili, og fjölskyldur þúsundum saman orðið fyrir algeru og óbætanlegu eignatjóni. Því miður er fyrir- sjáanlegt, að svo þröngt verði í búi og ömurlegt um að litast í Noregi, þegar við- reisnarstarfið hefst þar, að afloknum hin- um óhjákvæmilegu reikningsskilum við svikarana heima fyrir, að norska þjóðin muni taka með þökkum hverri aðstoð, sem boðin er fram af heilum hug og með við- felidnum hætti, við þann hluta endurreisn- arstarfsins, er brýnastur verður í fyrstu, að bjarga þeirri æsku, sem á að erfa og byggja landið. Enn getur farið svo, að Noregur verði styrjaldarvettvangur að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.