Helgafell - 01.07.1943, Side 20

Helgafell - 01.07.1943, Side 20
286 HELGAFELL vaknað á undan mér. Fór ég síðan á bak hesti þessum eða hryssu, sem var með reiðtygjum, og var sessa í hnakknum. Reið ég síðan spölkorn í myrkr- inu, þar til að ég sá eitthvað dökkt fyrir framan mig í móanum, og reið ég þangað. Þetta var þá hryssan mín. Ætlaði ég þá að hafa hestaskipti, en gat það ekki, því að hryssan byrjaði að ausa. Ég treysti mér ekki til að komst klakklaust af baki, því að engin ístöð voru á hnakki mínum, og þess vegna gat ég heldur ekki komist á bak aftur á sléttlendi. Reið ég þá heim að Galtarholti til Benedikts. Lét hann mig fara upp í rúm til sín til þess að verma mig, því að ég var nær dauÖa en lífi. SíÖan bað ég Benedikt að koma með mér og leita að sökku, sem mér hafði veriÖ lánuð. Leituðum við því næst upp með læk nokkrum og niður með öðrum, og reið ég þess- um sama hesti, og hafði hettuna, sem ég fann, á höfðinu. Fundum við staðinn, þar sem ég hafði legið, og þar var sakkan, sem ég hafði týnt. Á sökkunni lá einnig svipan mín, í greipinni á vettlingi mínum. Spölkorn þaðan lá böðullinn dauður, og var hann á hnjánum í læknum. StíflaÖi hann lækinn, svo að vatniÖ flóði upp í handarkrikann, en höfuðið lá uppi á lækjarbakkanum. En lækurinn var ekki breiÖari en fótur hans upp að hné. Á þeim bakkanum, sem höfuð hans sneri að, var stór brekka, svo fenjótt, að laus hestur, sem teymdur var þangað, lá þegar í, svo að sex menn urðu að draga hann aftur upp úr, og veltu þeir honum um hrygg. Síðan reið ég til Saurbæjarkirkju, og bað sex menn um að skoða líkið. Ég hafði einnig skiliÖ sökkuna eftir, svipuna og vettlingana, þangað til einhver gæti komiÖ þangað. Þessir sex menn skyldu bera því vitni, hvort nokkurs manns handaverk sæist á líkinu eða ekki, og sóru þeir þess eið, að þeir hefðu ekki séð neins manns handaverk á honum, að því undanskildu, að augu, munnur og nef voru lokuÖ. Fáum dögum seinna reiÖ ég út á Skaga til þess að inn- heimta refatolla mína. Kom ég þá til sýslumannsins og bað hann um að gefa mér snærisspotta til þess að binda saman þá fiska, sem ég hafði fengiÖ. Ég skal strax gera það, sagði hann, og takiÖ hann nú í Jesú nafni. Þar var viÖstaddur Sigurður Bjarnason á Skaga, og vildi hann ekki leggja hendur á mig, en Jón sálugi Gíslason og Sigmundur Jónsson handsömuðu mig með sýslumanni, fyrrnefndum GuSmundi Jónssyni. Síðan lagSi hann járn um hendur mér og fætur, og hálsjárn um háls mér, og sagði: Þú skalt ekki flækjast fleiri húsa milli.“ Eftir að Guðmundur Jónsson hafði handsamað Jón, hóf hann rannsókn málsins, og voru þing haldin 5. nóvember að Saurbæ og síðan 20. nóvember og 15. desember að Kjalardal. Voru kallaðir fyrir rétt þeir sex menn, sem Jón hafði kvatt til og viÖstaddir voru, þegar lík SigurSar böðuls var dregið upp úr læknum. Bar þeim saman um, að líkiÖ hefði verið harSstirðnað, ,,hans augu, nasir og munnur tillukt, höfuöiS staðiS keiprétt og óvenjulega stirt". Bárust böndin mjög aS Jóni, og þótti honum einkum vera til áfellis, að

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.