Helgafell - 01.07.1943, Side 21

Helgafell - 01.07.1943, Side 21
JÓN HREGGVIÐSSON 287 þeim Sigurði hafði orðið sundurorða yfir drykkjunni kvöldinu áður, og að hann hafði sofið um nóttina þar skammt frá, sem Sigurður fannst dauður. Þá þótti það ærið grunsamlegt, að hann hafði þessa sömu nótt komið til Galtarholts ríðandi færleik Sigurðar böðuls, með hettu hans á höfðinu. En Jón þrætti jafnan fyrir að hafa orðið Sigurði að bana. Guðmundur sýslumaður nefndi til 12 menn, sem auglýstu, ,,að sann- bevísanleg mannaverk megi heita um tillukt skilningarvit á Sigurði og það verk eftir áðursögðum tíðindum Jóni Hreggviðssyni framar öðrum eign- andi“. Hinn 15. desember 1683 var Jóni síðan dæmdur tylftareiður, en hann kom honum ekki fram, enda var nann þá í varðhaldi á Bessastöðum. Hinn 9. maí 1684 útnefndi Sigurður Björnsson lögmaður tylftardóm að Kjalardal og skyldu þeir menn sanna sína hyggju með eiði, hvort heldur Jón Hreggviðsson væri sekur eða ósekur í dauða Sigurðar Snorrasonar, og var sú hljóðan hans, ,,að þeir hyggi Jón Hreggviðsson sekan í dauða Sig- urðar heit. Snorrasonar, og ei hyggi þeir annað sannara fyrir guði, eftir sinni samvizku“. Mál Jóns kom síðan fyrir lögréttu á Alþingi sumarið 1684, en þá var hann strokinn af landi burt. Jón hafði verið fluttur að Kjalardal til þess að vera viðstaddur eiðvinn- inguna. Nóttina eftir að hann var aftur kominn að Bessastöðum strauk hann úr fangelsinu. Leitaði hann norður í land, og þar komst hann í hollenzka fiskiduggu, og með henni til Hollands. í máli Jóns féll dómur á Alþingi og varð niðurstaða lögþingsdómsins á þessa leið: ,,Þar fyrir að þessu máli svo undirréttuðu, og eftir því frekasta prófi og bevísingum, sem fengizt hafa, rannsökuðu, ásamt því, sem af trúverðugum mönnum auglýsist um margvíslega vonda og illmannlega kynning hérnefnds Jóns Hreggviðssonar, er samþykkilegur dómur og ályktun lögmanna og lögréttumanna, að heilags anda náð tilkallaðri, að téður Jón Hreggviðsson sé sannprófaður banamaður og morðingi Sigurðar heit. Snorra- sonar og þess vegna líflaus og ófriðhelgur, hvar sem hittast kann, utan lands eða innan, og þó svo sé hann kunni einhvers staðar í þessu landi að leynast, og menn geti ei að hættulausu hann til fanga tekið, þá skuli hann hverjum manni óhelgur og réttlaus, hvort hann fær heldur sár, ben eða bana“. Kristófer Heidemann landfógeti beiddist þess síðan í lögréttu, ,,að allir landsins innbyggjarar, einkum sýslumenn og klausturhaldarar eða hverjir aðrir, sem hérnefnt illmenni Jón Hreggviðsson hitta kunna, vildu alvarlega réttarins vegna til hlutast, að hann til fanga tekinn væri og til Bessastaða í góðri vöktun færður“. fjón var settur á land í Rotterdam í Hollandi, en þaðan gekk hann lang- leiðina til Amsterdam. Var hann algerlega fjárlaus og mállaus f framandi

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.