Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 31

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 31
GUNNAR BENEDIKTSSON: Krapotkin og Theódór SíðastliÖið haust voru mér sendar tvær bækur í tilefni sama tækifæris, tvær sjálfsævisögur, stórar bækur og innihaldsríkar. Onnur er skrifuð af rússneskum fursta, sem Krapotkin hét, hin er skrifuð af íslenzkum verbúða- sjómanni, sem heitir Theódór Friðriks- son. Það tekur sinn tíma að lesa þessar bækur, því að báðar krefjast vandlegs lesturs, ef þær eru virtar að verðleik- um. Lestur beggja var mér tómstunda- verk, eins og gerist og gengur. Ég greip fyrst Krapotkin, því að hann er heims- frægur, og hans hafði ég heyrt getið fyr- ir langalöngu, bók hans fjallaði um kúgun keisarastjórnarinnar í Rússlandi og uppreist aðalborinna mannvina gegn henni, hún fjallar um hetju, sem hlífist ekki við að leggja sig undir fang- elsisdóm og útlegð fyrir að berjast fyr- ir rétti annarra manna. — Krapotkin gruflaði út í þjóðfélagsmál og sagði sannleika, sem var afarilla þeginn, og var settur utangarðs í þjóðfélaginu. — Þetta var sannarlega bók við mitt hæfi. Þó hafði ég fyrr lokið við að lesa bók Theódórs. Ég rétt svona leit í bókina, og svo las ég meira, og áhugi minn fyrir Krapotkin dvínaði, þar til eg hafði gert kunningja mínum, ver- búðarsjómanninum Theódóri, fullkom- in skil. Að honum loknum tók ég til við furstann á nýjan leik og gerði hon- um sömu skil. Báðir lifa þeir síðan og hraerast í vitund minni, eiga sér sjálf- sagt eitthvert notalegt hreiður í undir- vitundinni, upp á yfirborðið leita þeir mörgum stundum og verða þá oftast samferða, svo sem væru þeir samgrón- ir tvíburar. Þessir tveir menn eru sannarlega merkilega ólíkir að öllu því, er um- hverfi lífsbaráttunnar leggur þeim upp í hendur, en líkir eru þeir að því, að báðir gera þeir uppreist gegn þeirri að- stöðu, sem lífið færir þeim að hönd- um, hvor á sinn hátt. Krapotkin er fæddur og uppalinn í aðalsmanna- hverfi í Moskvuborg, fínustu borg hins risavaxna rússneska keisaraveldis. — Hann þurfti aldrei að drepa hendi í kalt vatn, hann ólst upp við auðæfi og aðalsmannahætti, hann lifði langt ofar lífsplani hins óbreytta manns, í dýrð- legum fagnaði, við leik og listir, við menntaarin stórborgarinnar að vetrin- um, þegar aldur leyfði, í ríkmannleg- um búgarði úti í sveitinni yfir blíðustu sumarmánuðina, alls staðar nóg af öllu, hvergi áhyggjur, þótt tíminn fær- ist til fullorðinsára. Eina skyldan, sem lífið leggur honum á herðar, það er að taka þátt í vörnum þeirra forréttinda, sem stétt hans var borin til, og temja sér að skilja lífið og njóta þess eftir forskriftum undangenginna kynslóða. Theódór er fæddur í Flatey á Skjálf- anda, fékk þó ekki að alast þar upp, á fyrstu mánuðum ævi sinnar fluttist hann upp á Flateyjardal, hálfu af- skekktara hérað en eyjan, er hann fæddist í. Þegar hann er sex ára að aldri, ætla foreldrar hans rétt aðeins að færa sig um set í leit sinni að lífs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.