Helgafell - 01.07.1943, Page 38

Helgafell - 01.07.1943, Page 38
304 HELGAFELL nægja að taka myndir í endurminning- arskyni. Það raðar förunautum sínum upp við skógarhríslu, stóran stein eða skjöldóttan kassabíl, hleypir af og tryggir sér þar með ljúfa endurminn- ingu úr ferðinni. Svo eru fleiri aðferðir til, t. d. sú, að ljósmyndarinn tildrar ástvini sínum upp á háa þúfu eða hól, gætir þess e. t. v. að símastaur, sem sýnist vaxa beint upp úr hvirflinum á honum, beri á bak við, skipar honum að brosa, miðar og hleypir af. Síðar er myndin hengd fyrir ofan rúm eða látin á náttborð, þar sem hægt er að brosa til hennar í svefnórunum kvölds og morgna. Ég játa það hreinskilnislega, að ég öfundast yfir þessari nægjusemi í ljós- myndagerð. Þeir, sem leita ekki ann- arra viðfangsefna, fá alla þá ljós- myndakunnáttu, sem þeir þurfa á að halda, hjá kaupmanninum, er selur þeim myndavélina. Hinum, sem lengra leita og viðleitni sýna til að ná meiri árangri í ljós- myndagerð, mætti benda á ýmislegt, sem þeim gæti ef til vill orðið að liði. Mestöll markverð starfsemi íslenzkra áhugaljósmyndara hefur miðazt við landslagsmyndatöku. Þetta er ekki óeðlilegt. Landið býr yfir fjölmörgum sérkennum og töfrum frá sjónarmiði ljósmyndarans. Auk þessa er loftið tærara en í flestum öðrum löndum og því einkar hentugt til Ijósmyndatöku. Einkenni góðra mynda og þ. á m. landslagsljósmynda er það, að þar sé um að ræða eitt meginviðfangsefni, sem jafnframt verður aðalatriði mynd- arinnar. Hins vegar er nokkurn veginn sama, hva<$ tekið er til meðferðar, — fjall, foss, bóndabær, sveitakirkja, skógarhrísla eða eitthvað annað, sé það aðeins svo verulegt á myndinni, að það dragi athygli myndskoðandans að sér. í landslagsmynd þurfa helzt að vera bæði bakgrunnur og jorgrunnur. Oft- ast verður bakgrunnurinn aðalatriði myndarinnar, þótt til séu margar und- antekningar, og er forgrunnurinn þá látinn lífga eða fylla myndflötinn og undirstrika tilgang myndarinnar. For- grunnur getur verið mjög marg, átt- aður, og sé hann notaður á mism \n- andi hátt, getur einn og sami bt k- grunnur orðið ljósmyndaranum i.Ö ærnu viðfangsefni. Sem forgrunn n nota kletta, vörður, rofbakka, tjarnir, hvannir, sef, tré, hesta, kindur, menn o. s. frv. Benda má á það, að skepn- ur sóma sér oft sérstaklega vel á lands- lagsmyndum, þær eru óþvingaðar og eðlilegar, enda getur enginn ljósmynd- ari sagt þeim að brosa né setjast upp á klett með spekingsvip og sparifasi. Stundum fer fullt svo vel á því, að forgrunnurinn sé klofinn, þ. e. að ekki komi nema nokkur hluti hans fram á myndinni. í þessu verður þó að gaeta fullrar varúðar, og hér kemur fyrst og fremst smekkvísi til greina. T. d. fer ekki sérstaklega vel á því að skera kú sundur í miðju og sýna bakhluta hennar tvífættan á myndinni. Yfir- leitt gildir sú regla, að dýr eða menn má aldrei skera í sundur, hvorki langs né þvers. Hins vegar getur einstaka forgrunnur, sé hann tekinn allur, orðið of áberandi á myndinni og dregið at- hyglina frá því, sem annars er ætlað að vera aðalatriði hennar. Þannig er stundum betra að nota aðeins kletta- brún, fremur en klettinn allan. Sama máli gegnir um skógarhríslur. Heilir runnar eða rjóður fara oftast illa a myndum, en aftur á móti getur ein hrísla, jafnvel kræklóttur kvistur, vax- inn upp úr stórgrýti eða utan í moldar- barði, verið áhrifamikill og kveðið að tilgangi myndarinnar. Þó skal tekið

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.