Helgafell - 01.07.1943, Síða 46

Helgafell - 01.07.1943, Síða 46
306 HELGAFELL skriður, vötn o. fl. Listmálari getur blásið lífi í þessa fleti með litum, en ljósmyndarinn ekki. Þess vegna verð- ur hann að neyta annarra bragða til að lífga fletina. Snjóflöt er gott að lífga með skíðamanni eða jafnvel aðeins skíðunum einum, jafnvel skíðastöfun- um, ef ekki er annað fyrir hendi. — Vatnsflöt má lífga með báti, manni með veiðistöng eða jafnvel með sólar- geislum, sé myndin tekin á móti sól. Skriður, sanda, grasfleti o. s. frv. má fjörga á ýmsan hátt, með mönnum, dýrum og dauðum hlutum. Allar línur, sem skera myndir, hvort heldur þvers eða á ská eru til mikill- ar óprýði og spilla næstum ávallt myndverkun. Manni finnst myndin vera klofin og alveg eins geta verið tvær myndir og ein. Hér á landi er mikil hætta á þessu, vegna mergðar af beinum línum í landslaginu. Þarf ekki annað en minna á flötu fjallabrúnirn- ur á Vestfjörðum og Austfjörðum og reyndar um allt land. Auk þess eru beinar línur í ám, vötnum, vegum o. s. frv. óhæfar á ljósmynd. Hættuleg- ustu skálínur eru fjallshlíðar og skrið- ur, en þverlínur klettar, staurar, hús- veggir o. s. frv. Þessar línur verður að brjóta með einhverju móti. Að vísu verður lóðrétt lína tæplega brotin, og þá er ekki ann- að til ráða en að forðast hana. En ská- línur og láréttar línur er tiltölulega auðvelt að brjóta. Það er gert með for- grunninum, og til þess má nota for- grunn af öllu tagi. Nú ber þess hins vegar að gæta, að séu línurnar, sem brjóta þarf, ofarlega í myndfletinum, verður forgrunnurinn oftast að vera nokkuð áberandi til að línan brotni. Getur þá farið svo, að forgrunnurinn dragi um of athyglina frá bakgrunn- inum eða aðalatriði myndarinnar, svo að forgrunnurinn verði jafnvel aðalat- riði. Stundum getur líka farið vel á því, að forgrunnurinn gegni því hlutverki, en bakgrunnurinn verði eins konar undirstrikun eða umgjörð. Hugsum okkur t. d. hvíld fjallgöngumanns uppi á tindi. Látum hann aðhafast eitthvað, t. d. skoða landabréf, horfa í sjón- auka e. þ. h., til þess að gefa mynd- inni meira líf og tilgang. Þá verður fjallgöngumaðurinn að aðalatriði mynd- arinnar, en tindarnir, fjallahringurinn eða umhverfið, sem á bak við hann sést, aukaatriði, sem skýrir þó tilgang- inn og styrkir myndverkunina. Annað áþekkt dæmi er íslenzkur bóndabær í umhverfi sínu, atvinnulífsmyndir o. m. fl. Hvort sem forgrunnur er aðalatriði eða aukaatriði á mynd, verður hann að orka þannig á myndskoðarann, að hann sé þar án ásetnings, en þó af fullri nauðsyn, þannig, að hverfi hann burt, verði eyða eftir á myndfletinum og myndin sjálf gölluð. Mjög hæpið er að staðsetja forgrunn á miðja mynd, ekki sízt ef hann er aukaatriði mynd- arinnar. Með því móti dregst auga myndskoðarans allt of mikið að hon- um. Vel fer hins vegar á því að láta forgrunn og bakgrunn vega hvorn gegn öðrum, sitt til hvorrar handar á mynd- inni. Með því notast myndfletirnir vel, og samræmi eykst milli aukaatriðis og aðalatriðis. — En fari svo, að ekkert af þessu takist, og forgrunnurinn fari illa, þá skal ljósmyndaranum gefið það heilræði, að hafa heldur engan for- grunn. Forgrunnur, sem truflar, er verri en enginn. Til þess að ljósmynd verði góð, þarf hún helzt að vera einföld, en umfram allt só'nn. Því færri atriði og því færri línur sem sjást á myndinni, því betn er hún —, þó að því áskildu, að sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.