Helgafell - 01.07.1943, Síða 51

Helgafell - 01.07.1943, Síða 51
TVO HETJUKVÆÐI Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi: Voldugur maður Þú ríkláti maður, sem ferðast um fold, er fátæktin lífsstríðið þreytir, og vegsamar gjöfula, gróandi mold og gómsætra ávaxta neytir, — þér virðist, að sól hafi í sveitinni völd og sumrinu aidrei þar linni. En skjóztu nú þangað eitt skammdegiskvöld og skýrðu frá lífsreynslu þinni. — Þú ólst upp í lágum og afskekktum bæ með örbirgðarhlekki um fætur. Þar saztu eins og fangi í suðrænum blæ um sólbjartar, töfrandi nætur. Og misslupting kjara um kristnaðan heim ei kunnir til hlítar að skilja, er fuglarnir syngjandi flugu út í geim með frjálsan og óbundinn vilja. Þá virtist þér kotungum forboðið flest og fátíðar kjaranna bætur hjá stéttinni þeirri, sem starfaði mest og stritaði daga og nætur. Hjá embættismönnunum andstæðan var, og auðvelt með rökum að sanna, að strangtekið fitnuðu stórlaxar þar á stritvinnu blásnauðra manna. í barnæsku horfðir þú hugfanginn á, er höfðingjar riðu um sveitir, ineð öfund í hjarta og öreigans þrá til alls þess, er fjármagnið veitir. I*ví þá skorti unglinginn fjaðrir í för. — En fagurt skein sólin í heiði. — Og öfundin snerist við örbirgðarkjör í ólgandi hatur og reiði. Þú fjötraðir hugann við feðranna reit og farþránni reyndir að gleyma og hugsaðir: Fagurt er sumar í sveit, og sælt er að eiga þar heima! Þú reyndir að feta í feðranna spor, unz fórst þú að óttast um síðir, að þar mundi sterkari vetur en vor og vonlaus af hólminum flýðir. Og útþráin greip þig. Þú ýttir frá strönd á öreigans síðbúna fleyi, en hagstæður byrinn þig bar út í lönd í bjarma frá hækkandi degi. Um árabil lagðir þú land undir fót og lífsgildið hugðir að sanna, unz heimleiðis sigldir þú sævarins rót með sérkennum framandi manna. Er ferðlúinn báru þig fætur á land á fomsagna-eyjunni kæra, til bólfestu valdir þú sævarins sand, þótt sveitirnar gróandi væru. Með hroka þú stiklaðir stræti og torg, því stjórnmálaleiðtoga nauztu. Þú reistir þér fegursta bústað í borg, hvar bitling og embætti hlauztu. En hugralckir menn lögðu hendur á plóg og hlúðu að sveitinni þinni. Og öruggir sáðu. En uppskeran þó varð allatíð vonunum minni. Og hjartfólgnu byggðina horfðu þeir á og hörmuðu aðstöðu sína. Til hliðar þeir lögðu svo hrífu og ljá og héldu í slóðina þína. í blöðin þú ritaðir grein eftir grein um gjálífi reykvíkskrar nætur, um borgir, sem fóstruðu mannfélags mein og mergsugu þjóðlífsins rætur; um menningu sveitanna og sæluna þar, um sóldaga og vornæturfriðinn; um iðjuhneigð bænda, sem ávexti bar, og ennfremur söngfuglakliðinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.