Helgafell - 01.07.1943, Síða 56

Helgafell - 01.07.1943, Síða 56
T7URÐU sjaldan verður oss hugsað til þess 1 með þeirri þakklætiskennd sem vert er að vera bornir til arfs að öllum þeim auði and- ríkis og þekkingar, sem liðnar kynslóðir hafa falið bókmenntum sínum til varðveizlu. Vér erum orðnir því svo vanir að umgangast prent- að mál með léttúð, að oss finnst framar ekkert merkilegt við það að geta farið inn í næstu bókabúð og goldið andvirði hálfrar stundar vinnu fyrir árangurinn af ævilöngu starfi, um- hugsun og lífsreynslu þeirra manna, sem öðrum fremur hafa gerzt „þjóðhöfðingjar í ríki andans“ og spámenn framtíðarinnar. Því síður er þess að vænta, að vér föllum í stafi af undrun og lotningu gagnvart jafn sjálf- sögðu fyrirbrigði daglegs lífs sem því, að fá „Morgunblaðið með morgunkaffinu". Og þó er það svo, að jafnvel Lögbirtingablaðið og Tíminn eru í öllum veikleika sínum ávöxtur af einum stærsta og glæsilegasta sigri mann- kynsins í hinni þrotlausu baráttu við erfða- fjendur þess, fáfræði og hjátrú. En þó að oss sjáist hversdagslcga yfir það, að prentlistin er orðin ein af þeim „daglegu undrum“ lífsins, sem vér erum hætt að furða oss á, finnum vér flest engu að síður, að sam- SAMBÚÐIN "í8 " VIÐ BÆKURNAR m|°S P"”n“'.'8' ur og veigamikill patt- ur í kunningskap vorum og tilverunnar. Ég skal fúslega játa, að eitt af því, sem veldur mér nokkurs harms, þegar ég hugsa til brott- farar minnar úr þessari jarðnesku veröld, eru allmargar bækur, sem mig langar til að kynn- ast, en þykist vita, að mér endist ekki tími eða ástundun til að lesa, og hef ég þó haft nöfn margra þeirra í huga árum saman. Jafn fúslega játa ég það, að stundum hefur það komið fyrir, er ég hef svipazt um í bóka- búðum, að undarleg tilfinning tómleika og jafnvel andúðar hefur gripið mig, og mér hefur orðið líkt innan brjósts frammi fyrir öllum þessum kynstrum af bókum eins og skáldinu gagnvart mannþrönginni á götunni, er það spyr: Æ, til hvers ern allir þessir menn? Venjulega hef ég þó verið fljótur að taka bækurnar í sátt á nýjan leik, enda er það einn höfuðkostur bóka, að þær trana sér ekki fram og leita ekki á mann að fyrra bragði. Hins- vegar bíða þær manns með stakri þolinmæði og fyrir þann eiginleika eru þær öðrum frem- ur vinir, sem í raun reynast. • • • Fyrir nokkru átti ég tal við greindan mann og sæmilega menntaðan, sem tók sér mjög nærri, hversu fátt góðra bóka væri gefið hér út hin síðari árin, þrátt fyrir allt „bókaflóðið", sem hann nefndi svo. Slíkar kvartanir heyr- ast iðulega, einkum af munni þeirra manna, sem ekki lesa bækur sjálfir, enda leynir það sér ekki, að þeir menn, sem hafa mestar áhyggjur af „ofvextinum" í bókagerð þjóðar- innar, cru að jafnaði síður dómbærir á bók- menningu þjóðarinnar en fjármuni þá, sem þeir telja að fari í súginn við bókakaup al- mennings. Einstaka maður kann þó að hafa áhyggjur í sömu átt af öðrum og meira „ide- ellum“ ástæðum. Þegar Ellen Key á sínum tíma kvaðst óska þess, að öllum bókabúðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.