Helgafell - 01.07.1943, Síða 65

Helgafell - 01.07.1943, Síða 65
FÆWwimm USTIR Páll ísólfsson fimmtugur Einn ágætasti og vinsælasti sonur íslands, Páll ísólfssort tónskáld, verður fimmtugur 12. október n. k. Að þessu sinni eru því miður engin tök á að gera afrekum þessa frábæra listamanns verðug skil, en hins vegar er það Helgafelli mikil ánægja að geta skýrt lesendum sínum frá því, að annar ágætur tónlistamaður, Árni Kristjáns- son píanóleikari, hefur góðfúslega orð- ið við ósk tímaritsins um að skrifa ýtarlegri grein um afmælisbarnið í næsta hefti. Páll ísólfsson hefur síðustu áratugi verið einhver merkilegasti og athafna- samasti fulltrúi og frömuður íslenzkrar listastarfsemi og um leið einn þeirra, sem vér hefðum allra sízt mátt án vera. Þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá, að allmiklu fátæklegra væri nú umhorfs í menningarlífi þjóðarinnar, ef hans hefði ekki notið við, og raunar gamanlaust að hugsa sér sæti hans óskipað. Það nær skammt að segja, að slíkur maður hafi leyst af hendi margra manna starf, því þótt Páll ís- ólfsson hafi gert það flestum öðrum fremur, sem tónskáld, organleikari, hljómsveitarstjóri og kennari, þá verða afrek hans í þessum greinum aldrei metin til dagsverka, m. a. vegna þess, að þótt hægt sé t. d. að flýta fyrir hitaveitunni með því að fjölga starfs- mönnum við hana, er þýðingarlaust að ætla sér að smala mönnum saman til að skrifa sígilt tónverk. Hitt er þó HELCAFELL 1943 furðulegra, að samtímis því, að augu þjóðarinnar hafa opnazt fyrir nauðsyn skipulagningar á öllum sviðum, skuli það enn viðgangast, að menn með hæfileikum Páls ísólfssonar slíti kröft- um sínum við störf, sem ætla mætti, að aðrir gætu leyst sómasamlega af hendi. Það er að vísu ánægjulegt, að íslenzkir söfnuðir skuli eiga þess kost að njóta jafn ágæts listamanns við messugerðir og aðrar kirkjulegar at- hafnir, en jafn vafalaust er hitt, að gáfur hans gætu komið að varanlegri notum með öðrum hætti. Væri það ekki vonum fyrr, að Alþingi íslend- inga kæmist til skilnings á jafn aug- ljósum hlut sem þeim, að það mundi reynast affarasæl menningarráðstöfun, að búa Páli ísólfssyni þá aðstöðu, að hann yrði frjáls að því að starfa að list sinni á þann hátt, sem honum væri geðfelldast. Þótt tónlistin hafi verið Páli ísólfs- syni ættarfylgja og örlög, er honum engu að síður margt annað ,,til lista lagt“. Allir hlustendur Þjóðkórsins vita t. d., að hann er manna fyndnast- ur og bezt máli farinn. Þá getur það ekki verið neitt leyndarmál, að hann á sér frábæra hermigáfu, enda kemur kunningjum hans saman um, að hann sé „skemmtilegasti maður landsins“. Það verða því margir til að færa Páli ísólfssyni þakklæti sitt og heillaóskir á afmælinu og langar Helgafell til að vera þeirra á meðal. T. G. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.