Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 72

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 72
328 HELGAFELL of mikiS má af öllu gera. Nýlendur Grikkja hafa haft hina mestu þýðingu fyrir þróun menn- ingarinnar, en fæstar hinar merkustu þeirra voru stofnaöar af Aþenumönnum. Þannig grundvöll- uðu Spartverjar Tarent. Sýrakúsa, sem var einna merkust af öllum grískum nýlendum, var stofn- uð frá Korintu, Massalía var byggð af Fönikíu- mönnum, en Fókaeamenn frá Litlu-Asíu unnu borgina og ráku stofnendurna brott. Frá þessum borgum breiðist grísk menning einkum út til Rómverja og Galla. Þá hefði ég kosiÖ, að höfundur hefði skýrt enn ýtarlegar en hann gerir orsakirnar til þess, að Grikkjand gat ekki oröiÖ eitt ríki, nema það væri kúgað af harÖstjóra. Borgríkjatilhögun Grikkja, sem að miklu leyti var landslaginu að kenna, átti sinn mikla þátt i hinum sífelldu styrjöldum milli frændþjóðanna. Og því má ekki gleyma, að þrátt fyrir alla hina dýrðlegu hæfi- leika Grikkja, þá voru miklar veilur í skapgerð þeirra. Svik voru sífellt framin, og fégirni þeirra virSist hafa verið áberandi. Grikkir hlutu ekki eintómar ástgjafir af guðunum. Höfundur hefur verið sérlega heppinn með frásögn sína um grískar listir, bókmenntir og vísindi. Þessir kaflar eru ljómandi fallegir og hafa mikinn fróðleik að geyma. ÞaS er líka sú hliðin á sögu hinna fornu Grikkja, sem mesta þýðingu hefur haft fyrir mannkynið. Hinn mikli gríski arfur. MáliS á bókinni er yfirleitt gott, og þótt nokkr- ar misfellur séu á, eru þær ekki veigamiklar. Enda er það mikili vandi að skrifa mannkyns- sögu, og þá ekki síður menningarsögu, á voru máli, svo lítt tamiS sem það er í þjónustu þeirra vísindagreina. Bókin er eingöngu ætluS til lestrar, en ekki til lærdóms í skólum. Hún er vitanlega allt of stór sem kennslubók. En sem fræðibók er hún ágæt og mun vafalaust verða mikið Jesin af almenningi. Það á hún líka sannarlega skilið. Hafi svo höfundur þökk fyrir bókina. HaUgrímur Hallgrímsson, Siðskiptamenn og trúar- styrjaldir Stíerrir Kristjánsson: SIÐSKIPTAMENN OG TRÚARSTYRJALDIR. Bókaútgáf- an Reykholt. Rvk 1942. 183 bls. Verð: ób. kr. 28,00, ib. kr. 36,00. Bók þessi er flokkur af erindum, er höfundur flutti í útvarpinu fyrir skemmstu og hlutu sér- lega góðar undirtektir hjá almenningi. Nú er það alltaf ájitamál, hvort rétt sé að gefa útvarps- erindi út, og það er víst, að í mörgum tilfell- um er það þýÖingarlaust. En jafnvíst er þaS, að þessir fyrirlestrar eiga það sannarlega skilið, að komast á prent. Efni þessarar bókar er hið glæsilegasta, er hugazt getur. Ekkert tímabil í sögu mannkyns- ins er merkilegra en Renaissanceöldin og engu er hugnæmara aS kynnast. Eins og vænta má, er þetta ekki samfelld saga, heldur fjallar hvert erindi um eitt stórmenni og þaS helzta, sem skeði í sambandi við það. Verður ekki annað sagt, en að höfundur hafi veriS heppinn í val- inu. Hér skal minnst á þá kafla, er mestu máli skipta. Fyrsta erindið er um Macchiavelli, hinn nafn- fræga ítalska stjórnfræðing. Um hann hefur ekkert verið skrifað áður á íslenzku svo teljandi sé, þó má segja, að til séu um hann heilar bók- menntir á fjölda tungumála. Hann hefur hlotið harða dóma fyrir kenningar sfnar, en hefur heldur ekki skort aðdáendur. Hann var uppi á þeim tímum, er þjóðhöfðingjarnir hirtu lítið um leiðirnar, ef markinu varS náS. Á því sviði er hann hvorki betri né verri en margir samtíma- menn hans, er við stjórnmál fengust. En hann hafði það fram yfir þá flesta, að hann unni ætt- jörS sinni innilega og vildi allt gera til þess að frelsa hana úr eymdarástandi því, er hún var í. Til þess aS ná því marki, taldi hann öll ráð leyfileg. Höfundi hefur tekizt mjög vel að lýsa þessum einkennilega manni og umhverfi því, er hann IifSi í. Aftur má segja, að enn sé mjög umdeilt, hve mikla þýðingu silfrið og gengis- óreytingarnar höfðu á stjórnmál sextándu aldar- innar. Þar kemur svo margt til greina: Trú- málin, ráðríkir og valdamiklir þjóShöfðingjar og vaxandi þjóðernistilfinning fólksins. Þetta allt, ásamt hinni stórkostlegu breytingu á heims- skoðun manna, sem landafundirnir höfðu í för með sér, er svo einstakt, að erfitt er að átta sig til fulls á þessu atriði. Sextánda öldin er fyrst og fremst öld trúar- styrjaldanna, og lífsskoðanir manna á þeim dög- um hafa verið harðla frábrugðnar því, sem tíðk- ast á vorum skynsemistrúardögum. Höfundi virð- ist ekki vera hlýtt til hinna mikju trúmálaskör- unga, kemur þetta einkum fram f kaflanum um Lúther. Mér virðist höf. ekki gera Lúther full skil og varla láta hann njóta sannmælis. Hinn mikli andstæðingur Lúthers, Karl V. keisari, hefur hlotið góða meðferS hjá höfundi, og er kaflinn um hann einn af hinum betri í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.