Helgafell - 01.07.1943, Side 77

Helgafell - 01.07.1943, Side 77
BÓKMENNTIR 333 vetrarvertíð á Suðurnesjum, en 30 sumur á ýms- um stöðum norðan lands og austan, og hlekktist honum aldrei á á sjó. Þessir þættir eru mjög fróðlegir um sjómennsku og háttu manna á Suð- urnesjum, frá því að Agúst man eftir sér og fram til þess, að hann ritar endurminningar sínar árið 1941. Hann ritar hreint og kjarngott alþýðu- mál. Frásögn hans er yfirlætislaus og skemmti- leg og virðist í heild vera áreiðanleg, þótt óná- kvæmni og gleymska í smáatriðum komi fyrir. Er auðfundið, að Ágúst hefur verið mesti greind- armaður, þótt hann hafi sjálfsagt haft stopular stundir til bókalesturs og ekki unnizt tími til ritstarfa fyrr en í ellinni. Munu margir lesa end- urminningar gamla mannsins sér til fróðleiks og ánægju. S. ]. A. Aths. ritstj. Mér finnst við eiga, að láta þess getið í sam- bandi við þessa síðustu umsögn dr. Símonar, að fyrir nokkru hafa Helgafelli borizt tvö bréf frá merkum mönnum af Suðurnesjum, þar sem bent er á nokkrar veilur í frásögn Ágústs frá Hala- koti. Ein af þessum missögnum er þess eðlis, að ekki er rétt að láta hana liggja í þagnargildi. Á bls. 74, þar sem getið er Arinbjarnar Ólafs- sonar í Tjarnarlzoti, segir m. a.: ,,Ekki átti hann mörg bðm, svo að ég vissi. — Olafur sonur hans dó ókvæntur í æsku, en dóttir hans, Mar- grét að nafni, býr f Keflavík. Er kominn frá henni merkur ættleggur þar og gáfufólk." — Börn Arinbjarnar voru fimm, einn sonur og fjórar dætur. Einkasonur hans, Ólafur, sá sem Á. G. fullyrðir, að látizt hafi „ókvæntur í æsku“, andaðist 44 ára að aldri, 1913. Hann var alkunnur maður um allt Suðvesturland og víðar á sinni tíð, enda var hann umsvifamikill verzlunarstjóri í Borgarnesi um alllangt skeið og síðar í Vestmannaeyjum. Hann var kvæntur Sigríbi Eyþórsdóttur (föðursystur Ásgeirs Ás- geirssonar bankastjóra), og eignuðust þau 6 börn. Meðal þeirra eru Kriatinn Ólafsson cand. jur., fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, nú bók- sali í Vestmannaeyjum, og Jóhann Gunnar Ól- afsson, nýskipaður bæjarfógeti á fsafirði, les- endum Helgafells að góðu kunnur fyrir snjalj- ar og fróðlegar greinar um menn og menntir. Má segja, að fyrr geti kveðið að rangfærslum og ritslysni en tilraun sé gerð til að svipta þjóð- kunna samtíðarmenn faðerni og ómerkja þann- ig tilveru þeirra frá upphafi. Sumir sagnaþáttanna hafa áður verið fluttir í útvarpi, en allir hafa þeir komið út áður í þjóð- sagnasafninu Ömmu á árinu, sem leið. — Jón Eyþórsson hefur ritað formála að þessari sér- prentun þeirra og rómar þar óspart stálminni höfundarins. Kveðst hann hafa verið hvatamað- ur að samningu þáttanna, og er svo að sjá sem hann hafi gert einhverjar breytingar á hdr. höf- undar eftir dauða hans (1941), samkvæmt þeim ummælum í formálanum, að þættirnir „komi hér fyrir sjónir lesandans í þeim búningi að mestu leytil), sem ég fékk þá í hendur". Ekki skal þó fuljyrt, að umrædd missögn sé frá Jóni Ey- þórssyni runnin, þótt ólíklegt megi þykja, að svo vönduðum manni og átthagafróðum sem Ágústi frá Halakoti hafi orðið hún á. — A. m. k. verður útgefandi kversins, Jón Eyþórsson, ekki leystur undan ábyrgð á þessu voveiflega ranghermi. M. A. Roosevelt-hj ónin Emil Ludwig: ROOSEVELT. Geir Jónasson magister þýddi. Utg. Árni Bjarnason, Ak. 1943. 228 bls. Verð: kr. 40,00 og 60,00. Varla orkar það tvímælis, að Roosevelt Banda- ríkjaforseti sé einhver merkasti stjórnmálamaður, sem uppi hefur verið í Vesturheimi. Sem stend- ur er hann líklega áhrifamesti stjórnmálamaður í víðri veröld, og mun sennijega ráða meiru en nokkur annar um skipun milliríkjamálefna að styrjöldinni lokinni. Eðlilega hefur margt verið ritað um slikan mann, en eitt merkasta ritið, sem enn hefur birzt um hann, er ævisaga hans eftir hinn heimskunna þýzka rithöfund Emil Ludwig. Bók þessi, „Roosevelt", er nýkomin út í lipurri íslenzkri þýðingu eftir Geir Jónas- son magister. Höfundur bókarinnar, Emil Lud- wig, hefur einkum lagt stund á að rita ævisögur merkra manna og fyrir löngu getið sér heims- frægð fyrir slík rit. Meðal annars hefur hann ritað ævisögur Napóleons mikla og Vilhjálms II. Þýzkalandskeisara. Aðstaða höfundarins til þess að skrifa ævi- sögu Roosevelts er auðvitað öll önnur en til þess að rita sögu Napóleons mikla eða annarra merkra manna, sem horfnir eru af vettvangi stjornmálanna. Þannig hefur hann ekki haft að- gang að skjölum um embættisfærslu og stjórn- málaathafnir forsetans, því að slík skjöl eru að jafnaði ekki birt, fyrr en eftir dauða viðkomandi stjórnmálamanna, en geymd í leyndarskjaja- I) Leturbr. hér.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.