Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 5

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 5
UMHORF OG VIÐHORF 387 starfi sínu fylgi nokkrar menningarskyld- ur, gefa iðulega út bækur, sem engin trygging og jafnvel engar líkur eru fyrir að svari kostnaði, með það fyrir augum, að aðrar gróðavænlegri beri hallann. Mér er fullkunnugt um, að þetta á einkum við um bækur innlendra höfunda. Óhætt mun að fullyrða, að slíkar bækur geti oftlega jafnazt að gildi og gæðum við þær, sem álitlegri eru frá sölusjónarmiði. Ef menn efast um þetta, geta þeir „farið í heims bókmenntimar“, svo að vitnað sé til víð- fleygra orða skörulegs frambjóðanda frá síðustu kosningum. Þá er að því að víkja, að alveg virðist undir hælinn lagt, hvort verðlagseftirlit- ið fær nokkru áorkað um að auka sparn- að í landinu með afskiptum sínum af bókaverði. Mjög líklegt má þykja, að til þess að draga úr áhættu sinni, grípi útgefendur til þess ráðs að lækka upp- lög sín stórlega frá því sem verið lief- ur. Sú ráðstöfun mundi að líkindum draga eitthvað úr ágóða útgefenda, en um leið tryggja þeim aukið viðskiptaöryggi og ó- hjákvæmilega hærra verð eftir en áð- ur. Rithöfundar vorir mundu hins vegar gjalda hennar í lækkun ritlauna og fækk- un lesenda. Viðskiptaráð mundi fá í sinn hlut einhvem sparnað á pappírsinnflutn- ingi og annað ekki, cn slíkt væri alltof dýrkeyptur árangur aðgerða, sem fela í sér sýnilega hættu fyrir bókmenntalífið. Loks hlýtur sú spuming að vakna, ef brögð verða að því, að bækur fari á mis við útgáfu vegna verðlagseftirlitsins, hvort ekki sé allnærri gengið prentfrelsisákvæð- um stjórnarskrár vorrar í 67. grein lienn- ar, þar sem svo segir: Hver maður hefur rétt til að láta í ljós hugsanir sínar á prenti... Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða. (Leturbreyting hér). Sýnilegt er, að áhrif verðlagseftirlitsins geta orkað raunverulegu ritbanni, og máski er ekki fyrir synjandi, að til slíks hafi þegar komið. — Enn er ótalið það tjón, sem sein afgreiðsla þessara mála getur valdið bóka- útgáfunni, öllum aðiljum til óþurftar. Engu að síður verður að teljast vel farið, að verðlagseftirliti með bókum var komið á. Það hefur óhjákvæmilega orðið til þess að vekja bæði útgefendur og al- menning til umhugsunar um ýmislegt, sem miður fer í útgáfustarfseminni, fleira en bókaverðið eitt, og að því leyti hefur það þegar innt nokkurt hlutverk af hendi. En aðalkostur þess er þó sá, að unnt á að vera að nota afnám þess bókmennt- um vorum og tungu til framtíðargengis. Bókmenntir vorar ættu, fyrir óbeint til- stilli þess, að geta eignazt varasjóði, sem vafasamt er, að þeim hefðu fallið í skaut að öðrum kosti, en framhald eftirlitsins mundi og svipta þær með öllu. Þetta mætti verða á þá leið, sem nú skal greina, ef menningaráhugi og skilningur hrekkur til hjá báðum aðiljum, útgef- endum og verðlagsvöldum: Bóksalafélag íslands geri með sér sam- þylckt þess efnis, að allir félagar þess greiði í sameiginlegan sjóð, til eflingar íslenzkum bókmenntum með ákveðnum hætti, tiltekinn hundraðshluta, t. d. 5%, af söluverði allra nýrra bóka og e. t. v. erlendra bóka, sem seljast eftir að þessi skipan hefur komizt á fram til 1. maí 1945, — gegn því, að verðlagseftirlitið verði þegar látið niður falla. Útgefendur utan Bóksalafélagsins geti gerzt aðiljar þessa samkomulags, en ella nái verðlagseftirlitið til þeirra eftir sem áður. Innheimtu hundr- aðsgjaldsins má hugsa sér þanuig, að stjórn sú, er þegar yrði skipuð hinum væntanlega sjóði með opinberri hlutdeild, gefi út merki, er síðan séu límd í bóka- verzlunum á þær fyrrgreindar bækur, sem seljast á umsömdu tímabili, og standi bókaverzlanirnar skil á fénu í gjalddaga. Gert er ráð fyrir, að tilboð Bóksalafélags- ins gildi til 1. maí að ári, með það fyrir augum, að þá verði útrunninn sá tími, er ástæða mundi hafa þótt til að verð- lagseftirlitið gilti, en þó jafnframt vegna þess, að í þeim mánuði á Jónas Hall- grímsson hundrað ára dánarafmæli, og virðist vel til fallið í alla staði, að slíkur sjóður beri nafn ástsælasta skáldsins á íslandi fyrr og síðar og jafnframt eins af helztu endurreisnarmönnum tungunnar. Um verkefni sjóðsins skal ekki fjölyrt hér, einkum af þeiin sökum, að búast má við, að fullmörg þeirra komi þegar í leit- irnar. Það ætti ekki að vera mjög óvarleg áætlun, að sjóðurinn yrði orðinn nálægt 350000 kr. á tilsettum tíma. Eitt viðfangs- efni skal nefnt að þessu sinni, er virðist í senn ótvírætt nauðsynjamál og sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.