Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 82

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 82
464 HELGAFELL sú spurning fyrst fyrir, með hvaða hætti hinum sænska höfundi hafi orðið kunn bók H. K. L. og myndsýning Þ. Sk. og G. Sch. við þaö samgöngubann, sem nú ríkir. Mönnum mun þykja undarlegast að lesa á erlendu máli^ , ,list- dóma“, sem ritaðir eru af slíku menningarleysi, bæði aS efni og orðavali, þótt marga kunm máski að ráma í, að þeir hafi einhvern tíma séð eitthvaö þessu líkt á íslenzku. Það mun mála sannast, að þeir, sem eru sæmilega kunn- ugir almennum rithætti í erlendum blöðum og tímaritum, minnist einskis, sem jafnist á við framangreinda „gagnrýni" að endemum, nema ef til vill listdóma Júlíusar sálaða Streichers í hinu alræmda blaði hans Der Stiirmer. Ef til vill hnykkir mönnum þó enn meir við þær upplýsingar, aS listdómar þessir eru tekn- ir úr alkunnu blaði samvinnumanna. Islenzk- um Jesendum finnst að sjálfsögðu andi og efni slíkra ritsmíöa koma illa heim við þau kynni, sem margir þeirra hafa haft af heimilisblaSi sænsku samvinnufélaganna, ,,Vi“, fjöllesnasía blaði á Norðurlöndum, þar sem ýmsir hinm fremstu skálda og listdómara Svía hafa um langt skeið gert garðinn frægan og aldrei brugð- ið út af hinni alkunnu sænsku kurteisi og virðu- leik, svo að kunnugt sé. Jafnframt hefur ávallt ríkt þar hið fyllsta frjálslyndi í garS nýrrar listar, jafnvel þótt höfundar hafi fariÖ næsta geyst og djarflega um lítt troðnar slóöir. Les- endur Hejgafells munu minnast dæmis um þetta úr maí-heftinu 1942, er birtur var þar ritdóm- ur, sem kom í ,,Vi“, rétt fyrir jólin árið aðut um sænska þýðingu á „Lady Chatterley’s Lover”, þar sem þýðandanum voru veittar þungar og rökstuddar ákúrur fyrir þá „limlest- ingu" á bókinni að fella úr henni ítækustu kaflana. Sænskir samvinnumenn hafa einmitt þótt fyrirmynd annarra félagsbræðra sinna um áhuga og skilning gagnvart andlegri menningu, eigi síður en verklegri og viÖskiptalegri. Þetta hafa íslenzkir samvinnumenn og vitað, enda hafa þeir gert sér títt um kynningu við sænsk- an samvinnufélagsskap og forkólfa hans, sótt til SvíþjóSar menntun sína, sumir hverjir, og oft og einatt setið þar mikils háttar samvinnu- mannamót, jafnvej alþjóðleg, og aS sjálfsögðu fara þau menningarkynni fremur vaxandi en minnkandi að styrjöldinni lokinni. Það er líka fyrst og fremst vegna slíkra unn- enda sænskrar samvinnumenningar og annarra æðstu ráðamanna samvinnufélagsskaparins hér á landi, að Helgafell sýnir hér íslenzka mynd í erlendum spegli með eftirminnilegum hætti. Greinarnar hafa verið þýddar á sænsku fyrir Helgafell úr hausthefti Samvinnunnar 1943, þar sem þær standa orði til orðs á íslenzku með fangamarkinu J. J. undir. Sennilega hefði þó ekki þótt fært að beita þessari aðferð, vegna sæmdar og viðskiptahagsmuna Jandsins, ef ekki stæði svo á, að samgöngur við Svíþjóð mega heita óhugsanlegar nú um sinn. Þess verður að vænta, að áður en slíkar hömlur falla brott, hafi hinir raunverulegu forráða- menn íslenzka samvinnutímaritsins gert ráð- stafanir til þess, að vér eigum ekkert á hættu um það framvegis, að ábyrgðarlaus skrif f mál- gagni þjóðnýtra og alþjóðlegra samtaka gefi svo óhrjálegar og alrangar hugmyndir út á við um menningarstig íslenzkra samvinnumanna og íslenzku þjóðarinnar yfirleitt sem þessar grein- ar með fangamarkinu J. J. Hjá slíkum aðgerð- um verður sýnilega ekki komizt, jafnvel þótt einhverjir áhrifamenn margnefndra samtaka kunni enn að Iíta svo á, að andlegar afurðir með því vörumerki hljóti að vera íslenzku þjóð- inni sjálfri jafn boðlegar eftirleiðis og hingað til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.