Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 43

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 43
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND 425 lagi. Hann er gildur meðalmaður að vexti, og ég vissi, aS hann var þaS aS burSum. Beinvaxinn er hann, brjóstið hvelft og höfuðkeikur, ennið bratt og þvert fyrir hársrætur, nefið beint, jafnvaxið og eigi stórt, vanga- sléttur, hökufríður og varir luktar, ljósjarpur á hár — og bar á efri ár- um alskegg með rauðleitum blæ, — gráeygur og skúfbrýndur, og festuleg- ur svipurinn. i baSstofunni var eitt lítið borð, ó- málaS, og skúffa undir plötunni. Jón sezt við borðiS og tekur upp úr skúff- unni blöð og skriffæri. Hann tekur pennastöngina vinatri ,hendi, vætir pennann og færir svo í þá hægri. Svo örvhentur var hann, að hann flutti pennann með vinstri hendi hvert skipti, er hann drap í blekið. Hann skrifaSi á óstrikaSan pappír, bar hönd- ina fram hægt og jafnt, hverja línu, og sá ég tilsýndar, hvað hrein var rit- höndin og afbragðsvel sett. Steinþór Björnsson ólst upp á BjarnarstöSum, þar sem foreldrar hans voru búandi. ÞaS er heiðarbýli ná- lægt Gautlöndum. Steinþór var á ald- ur viS hin yngri af bömum Jóns á Gautlöndum. UrSu æskukynni hans þar heima og í náinni samfylgd meS Gautlandasystkinum. Snemma kom í ljós, aS Steinþór var mannsefni, skarpur til náms og list- fengur til verka. Um tvítugsaldur réðst hann í aS sigla til Kaupmannahafnar og nam þar múr- og trésmíði jafn- framt því, aS hann vann fyrir sér. Og samfara handiðn lagSi hann kapp á aS afla sér nokkurrar bóklegrar fræðslu og menningar. LeitaSi hann eftir kynn- um viS íslenzka námsmenn í háskól- anum og naut félagsskapar meS þeim. Þar átti hann kost á leiðbeiningum um fræðsluskilyrði og val á lestrar- efni. Fárra missira dvöl í Höfn notaði Steinþór meS þeim árangri auk smíða- kunnáttunnar, aS hann varS fær í dönsku máli og hafði náS góðum undirbúningi annarrar menntunar. Heim kominn í sína sveit bar Stein- þór af jafnöldrum aS ýmsu. Hann var auðkenndur í annarra hóp, hár vexti, réttur og karlmannlegur, klæddist vel og prúður framgöngu, svartur á hár og alskegg, fölleitur, stálgráeygur og svipmikill. Hann var hagur maður á hvert verk og laginn til verk- stjórnar, fáorður oftast, en flutti mál sitt hugsaS og meS festu, ef til þess kom. Frjálslyndur var hann í skoðunum, fastlyndur aS manndómi, heitur í geði, heitur í ástum, drengur, þegar á reyndi. Steinþór Björnsson kvæntist Sigrúnu, dóttur Jóns SigurSssonar á Gautlönd- um og SigríSar Jónsdóttur, hálfsystur Jóns Stefánssonar. En SigríSur móðir Sigrúnar varS, sem áður segir, kona Jóns Hinrikssonar. Steinþór byrjaði búskap í ÁlftagerSi, en fluttist þaðan aS Gautlöndum og hafSi þar nokkur jarðarnot. Átti Steinþór á þessum árum kost á aS stunda iðn sína bæði á Akureyri og Húsavík auk þess, sem meS þurfti í sveitinni. Vann hann jafnframt bú- skap sínum að smíðum utan heimilis, stóS fyrir húsabyggingum og bryggju- og brúagerð á ýmsum stöðum. Og þegar til þess kom, aS gerS var brú á Jökulsá í AxarfirSi, veitti hann því forstöðu. BæSi af þessum ástæðum og fyrir skort á jarðnæði í Mývatnssveit hugði Steinþór ekki á stóran búskap fyrir sig. Með þeim Jóni Stefánssyni og Steinþór voru góS kynni. Steinþór var meS öruggustu fylgismönnum vakningar í sveitarlífi og félagsmál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.