Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 30

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 30
412 HELGAFELL sent þá til Póllands, þar sem fangar nazista, einkum af Gyðingakyni, eru þjáðir miskunnarlausast. í einum síðasta hópnum var Gyðingakona á 102. ári, sem þýzku hetjurnar höfðu hremmt til þess að hegna henni fyrir þann glæp, að hún var fædd af foreldrum af Ísraelsætt. Ekki þarf að geta þess, að fjárhagur Dana er hruninn í rústir, — landið hefur verið rúið inn úr skyrtunni á hernámstímabilinu. Blóðspor nazista má nú rekja um endilanga Danmörku, en þrátt fyrir það, að landið er konungslaust og sljórnlaust, berast þó jafnan fréttir þaðan af hinni skæðustu mótstöðu, sem einstakir menn og flokkar veita böðlum sínum. En einmitt á þessum misserum virðist hraðskilnaðarmönnum óskastundin komin til þess að vinna það óþarfaverk að slíta sambandi, sem þegar er slitið, — því að til þess hyggja þeir sig menn. Ennfremur ætla þeir að setja konunginn af, — en það er löglaust verk, því að konungsvald Kristjáns X. byggist ekki á sam- bandslögunum. Því miður er líklegt, að allt þetta fari fram ekki hvað sízt í þeim tilgangi, að frægð og virðing alþingis verði nokkru meiri en hún er nú. Svo sem kunnugt er, hafa einstakir alþingismenn kvartað yfir því, að þeim væri ekki alltaf sýnd tilhlýðileg virðing. Vera má að svo sé, því að það er ekki mjög fátítt, að Islendingar bregði fyrir sig ókurteisi hverir við aðra. En ef satt skal segja hef ég lítt orðið þess var, að menn hreyttu úr sér fár- yrðum, hvorki um einstaka þingmenn né þingið í heild sinni, nú á þessum síðustu tímum. Ef á alþingi er minnzt, hafa fæstir gaman af að fara fúkyrð- um um það, heldur sitja menn hnípnir og höggdofa og vita varla, hvernig þeir eiga að koma orðum að örvæntingu sinni um framtíð þings og þjóðar. Ég hygg að virðing þingsins vaxi ekki, þó að það setji Kristján X. af að ólög- um, því að það er víst og satt, að Islendingum stendur miklu meiri stuggur af því, hvernig högum alþingis nú er komið, heldur en af Kristjáni X., sem jafnan hefur verið mjög vinsæll maður hér á landi. Hann hefur ekki haft rík- isstjórn nú á fjórða ár og er mjög ólíklegur til þess að taka aftur við konungs- völdum yfir íslandi. En ef þingflokkarnir halda áfram sinni iðju, — jæja, það er víst bezt að láta það mál falla niður að þessu sinni. VIII. 1 ,,rökum Bjarna (þ. e. Islendinga) í sjálfstæðismálinu“ er einn stuttur kafli, sem kastar skínandi björtu ljósi yfir sálarkvöl höfundarins.erhannsamdi bæklinginn. En hann hljóðar svo: „Samkvæmt kenningum undanhalds- manna eiga Islendingar því að búa sig undir friðarsamningana á þá leið að hrekja ríkisstjórann frá völdum og fá konunginum í Kaupmannahöfn aftur í hendur hið æðsta vald í málefnum ríkisins. Með því að vísa sendiherrum er- lendra ríkja til Kaupmannahafnar og segja, að nú skuli þeir tala við utan- ríkisráðuneytið danska, hjá okkur fái þeir ekki framar áheyrn. Með því að kalla sendimenn okkar úti í löndum heim eða að gera þá að undirtyllum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.