Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  241. tölublað  100. árgangur  www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð mán. þri. mið. frá kl. 11.00 til 18.00 Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 EINN AF HÁPUNKTUNUM Á FERLINUM GRÆNNI OG MUN ÓDÝRARI TÖLVUSKÝ STRÁKURINN ÓLÍVER LENDIR Í ÆVINTÝRUM VIÐSKIPTI 16 BARNABÓK BIRGITTU 10RUT INGÓLFSDÓTTIR 34 Formfagur gígur í sunnanverðu Hafnarfjalli hefur verið mörgum ráðgáta. Sumir gældu við þá hugmynd að gígurinn væri ummerki eftir loftstein sem þarna hefði skollið á Fróni fyrir margt löngu. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gerði sér ferð að jarðmynduninni í gær til að ganga úr skugga um hvort hún ætti rót að rekja til himinhvolfanna eða væri sprottin úr skauti jarðar. Gígurinn reyndist vera eldgígur, en óvenjulegur um margt. „Þetta er gamall eldgígur, sennilega frá því mjög seint á ís- öldinni. Það hefur gengið jökull þarna yfir en gígurinn hefur sloppið,“ sagði Haraldur. Í baksýn má sjá Skarðsheiðina og í fjarska trónir Eiríksjökull. »4 Meistarasmíð náttúrunnar í Hafnarfjalli vakti spurningar Morgunblaðið/RAX  „Það er í grundvallar- atriðum ólík nálgun í fisk- veiðistjórn- unarkerfinu hjá okkur og í Evr- ópusamband- inu,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Bornar voru undir hann fréttir af því að ESB hefði keypt ferskan fisk á mörk- uðum til þess að henda honum. Steingrímur telur að bágt ástand fiskstofna á miðum ESB sé áhyggjuefni. „Það er ljóst að sjáv- arútvegsstefna ESB er í miklum til- vistarvanda og árangurinn er bág- borinn af viðleitni þeirra undanfarin ár og áratugi.“ »4 Ástand fiskstofna á miðum ESB er áhyggjuefni Steingrímur J. Sigfússon Verkefni Herdísar Storgaard, Ár- vekni – slysavarnir barna, er sjálf- hætt að óbreyttu. Bæði velferðar- ráðuneytið og landlæknisembættið hafa tilkynnt Herdísi að ekki sé að vænta frekari fjárframlaga en land- læknisembættið hefur lagt verkefn- inu til fé síðustu tvö ár og velferð- arráðuneytið styrkti það um tvær milljónir á þessu ári. Herdís, sem hefur verið ötull tals- maður slysavarna barna í tuttugu ár, undrast forgangsröðun hins opin- bera og er uggandi um framhaldið. „Ég hefði viljað sjá að á meðan það eru ekki til peningar í kerfinu yrði hlúð að þessu verkefni og svo smám saman byrjað á öðrum,“ segir hún og gagnrýnir að nú standi til að stofn- anavæða þjónustu sem eigi mun frekar heima í grasrótinni. Geir Gunnlaugsson landlæknir vildi lítið tjá sig um málið í gærkvöldi en sagði að til stæði að funda með Herdísi í dag. „Staðreyndin er sú að embættið er ekki að hætta að styðja við eða vinna að verkefnum sem tengjast slysavörnum barna, það er alveg á hreinu. Á hvern hátt Herdís Storgaard kemur inn í það, það er bara ekki komin niðurstaða í því,“ sagði hann. MSlysavarnaverkefni í hættu »6 Óvíst um framhald á slysavörnum barna  Velferðarráðuneytið og landlæknisembættið hætta að styrkja slysavarnaverkefni Herdísar Storgaard Herdís Storgaard Geir Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.